Milli mála - 26.04.2009, Page 67
krossferðinni 1147 og lengi vel var talið að hann hefði snúið heim
með nokkra dropa af hinu heilaga blóði Krists í farteskinu og kom-
ið þessum dýrmæta helgigrip fyrir í kapellu heilags Basilíusar í
Brugge árið 1150.28 Sú tímasetning er þó umdeild og Chrétien
hvorki tengir gralinn við blóð Frelsarans né gerir úr honum hinn
heilaga Gral, bikarinn sem geymdi blóð Krists og var fluttur frá
Landinu helga til Avalon.29 En vel má vera að Chrétien hafi viljað
minnast krossferða húsbónda síns í verkinu og sótt fyrirmynd að
hinum farlama Fiskikonungi til hins holdsveika Baldvins IV. kon-
ungs af Jerúsalem sem bauð Filippusi af Alsace árið 1177 að ríkja
þar í sinn stað en án árangurs.30 Það reyndist Filippusi hins vegar
mun auðveldara að rata aftur til Landsins helga en Perceval að finna
frænda sinn Fiskikonunginn á ný.
Á þessum fyrstu áratugum skáldsagnaritunar í Evrópu vinnur
Chrétien með ólíka efnisþætti – riddaramennsku, krossferðir,
hæverska ást, sögur úr fornöld, kristin og heiðin minni og aðra kunn-
áttu sem ætla má að lærður maður þessa tíma hafi búið yfir – og
blandar saman kímni og alvöru. Hann varð ekki fyrstur til að skrifa
um Artúr konung en það var hann sem breytti sögusviði keltneskra
sagna og ævintýra í furðuheim farandriddarans og ólíkt mörgum
samtímamönnum sínum og starfsbræðrum leitaðist hann ekki við að
tryggja verkum sínum annað sannleiksgildi en það sem fólst í merk-
ingu þeirra.31 Skáldskapur Chrétiens átti eftir að hafa djúpstæð áhrif
á þróun miðaldaskáldsögunnar, ekki síst Sagan um gralinn sem segir
okkur líka ýmislegt um það hvernig saga verður til.
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
67
28 Blóðdroparnir, sem Jósef frá Arímaþeu átti að hafa geymt, munu enn vera varðveittir í Brugge.
Um helgigripi og heilagt blóð sjá André Vauchez, „Du culte des reliques à celui du Précieux
Sang“; Marc Venard, „Le sang du Christ: sang eucharistique ou sang relique“; báðar greinarnar
er að finna í Les „Précieux Sangs“: reliques et dévotions, Actes de la journée d’études tenue à Fécamp
le 9 juin 2007, Tabularia. Sources écrites de la Normandie médiévale 2008, http: z//www.unicaen.
fr/mrsh/craham/revue/tabularia/view.php?dir=dossier8 [sótt 31. október 2009]. Sjá líka Martin
Aurell, La Légende du roi Arthur, bls. 293.
29 Það er Robert de Boron, í verkinu Roman de l’Estoire du Graal, sem gerir gralinn að kristnum
helgigrip.
30 Ári síðar, í Konstantínópel, mun Filippus hafa séð spjótið sem stungið var í síðu Krists á kross-
inum. Eftir daga Chrétiens var spjótið í kastala Fiskikonungsins iðulega tengt við það spjót, sjá
Martin Aurell, La Légende du roi Arthur, bls. 294.
31 Hann sneri baki við hinum „sögulega sannleik“ sem setur svip sinn á kappakvæðin og fyrstu
rómönsurnar en þau verk byggjast iðulega á persónum sem eiga að hafa verið uppi og/eða sögu-
legum atburðum og oft lýsa höfundar þeirra því yfir að þau séu sannsöguleg.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 67