Milli mála - 26.04.2009, Page 68
3. Að búa til sögu: valurinn og villigæsin
Fyrstu frönsku ljóðsögurnar voru þýðingar eða „aðlaganir“ úr latínu
sem settar voru í bundið mál og eru því kallaðar ljóðsögur. Úr þess-
ari þýðingarvinnu er franska orðið yfir skáldsögu – roman – sprott-
ið því að talað var um að „setja á róman“ (fr. mettre en roman) þegar
verki var snúið af latínu yfir á talmálið roman.32 Því var frönsk
þýðing á Eneasarkviðu nefnd Roman d’Eneas og verkið Historia regum
Britanniae eftir klerkinn Geoffroy frá Monmouth Roman de Brut í
meðförum Wace, starfsbróður hans. Orðið roman var einnig notað
yfir lengri skáldverk almennt, í bundnu og óbundnu máli, þótt
ekki væri lengur um þýðingar að ræða. Kappakvæðin (fr. chansons
de geste) voru undanskilin þar sem þau voru sungin en hin lesin. Að
öðru leyti voru engar reglur til um það á miðöldum hvernig skáld-
sögur ættu að vera, ekki frekar en nú, og þótt langt sé á milli mið-
aldaskáldsögunnar (rómönsunnar) og þeirrar sem kennd er við nú-
tímann er athyglisvert að sjá að frá upphafi hafa höfundar velt fyrir
sér bæði innihaldi og formi verka sinna.
Í inngangi Sögunnar um gralinn segir Chrétien að þetta sé roman
sem hann sé nú að setja saman. Mörkin á milli þýðingar og frum-
samins texta eru þó oft óljós og kemur tvennt til. Annars vegar það
að miðaldaþýðendur fóru gjarnan frjálslega með þá texta sem þeir
þýddu og gerðu á þeim miklar breytingar og hins vegar sú stað-
reynd að höfundar eða flytjendur bentu oftar en ekki á fyrirmyndir
að verkum sínum, munnlegar og/eða skriflegar. Chrétien nefnir
verk sitt í upphafi li contes del graal, sem vísar í munnlega frásögn
(fr. conter – segja frá), þótt hann minnist svo nokkrum ljóðlínum
síðar á bókina (fr. livre) sem húsbóndi hans fékk honum til þess að
hann gæti skrifað verkið. Þegar slíkum tilvísunum bregður fyrir í
ritum frá þessum tíma er sjaldan vitað hvaða bækur áttu í hlut og
AÐ BÚA TIL SÖGU
68
32 Á latínu var talmálið kallað rustica romana lingua. Þaðan kemur orðið roman. Stutta úttekt á
merkingu orðsins í þessu samhengi er að finna í verki Michels Stanescos og Michels Zinks, His-
toire européenne du roman médiéval. Esquisse et perspectives, París: Presses universitaires de France,
1992, bls. 9–12. Um tilurð miðaldaskáldsögunnar í Frakklandi sjá til dæmis Emmanuèle
Baumgartner og Charles Mela, „La mise en roman“, Précis de littérature française du moyen âge, rit-
stj. Daniel Poirion, París: Presses Universitaires de France, 1983, bls. 83–127; Douglas Kelly,
Medieval French Romance, New York: Twayne Publishers, 1993; Matilda Tomaryn Bruckner,
„The Shape of Romance in Medieval France“, The Cambridge Companion to Medieval Romance, rit-
stj. Roberta L. Krueger, Cambridge: Cambridge University Press, 2000, bls. 13–28.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 68