Milli mála - 26.04.2009, Síða 69
hvort þær hafi yfirleitt verið til. Í formála að fyrsta skáldverki sínu
sem varðveist hefur, Érec et Énide, segist Chrétien gera sögu sína
eftir ævintýri (ffr. conte d’avanture) sem hann hafi heyrt en hafi ver-
ið illa flutt. Verk sitt sé hins vegar vel samsett – vel hugsað og upp-
byggt – því að hann vilji breyta þessu illa sagða ævintýri í „einkar
fagra frásögn“ eða „[u]ne mout bele conjointure“.33 Í Lancelot eða
Kerruriddaranum, sem samið var fyrir Marie de Champagne, segir
höfundur að fyrirmæli Marie, sem ljái honum „efniviðinn og inn-
takið“ (ffr. matiere et san), hafi meiri áhrif á verkið en allt erfiðið og
heilabrotin sem hann leggur á sig við gerð þess; í hans hlut komi
einungis það að „hugsa“ (fr. penser) verkið.34 Þótt þessi yfirlýsing sé
lituð af auðmýkt og húsbóndahollustu er hún þó merkileg heimild
um sýn Chrétiens á starf sitt. Í Sögunni um gralinn eru engar yfir-
lýsingar af þessu tagi en hins vegar virðist höfundurinn þar hafa
sérstakan áhuga á lesandanum/áheyrandanum og glímu hans við
verkið. Hlutverk lesandans er samtvinnað höfundarstarfinu allt frá
fyrstu ljóðlínum formála verksins þar sem Chrétien grípur til dæmi-
sögunnar um sáðmanninn þegar hann líkir skrifum sínum við fræ
og áheyrendum við jarðveg:
Sá sem sáir litlu uppsker lítið og sá sem vill uppskera vel verður að
sá fræjum sínum þar sem hann mun uppskera hundraðfalt því að
góð fræ þorna og deyja í einskis nýtum jarðvegi. Chrétien sáir fræj-
um skáldsögu [ffr. romans] sem hann byrjar á og hann sáir í svo
frjóan jarðveg að hann hlýtur að uppskera ríkulega …35
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
69
33 Chrétien de Troyes, Érec et Énide, Oeuvres complètes, bls. 1–169, hér bls. 3, l. 14. Orðið conjointure
þýðir hér ‘skipulag’, ‘samsetning’, þ.e. hvernig frásögnin er byggð upp eða samsett eftir kúnst-
arinnar reglum.
34 Chrétien de Troyes, Lancelot ou le chevalier de la charrette, bls. 507–508, ll. 21–29.
35 Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 685, ll. 1–10. Þetta er ekki eina skírskot-
unin í Biblíuna í formálanum. Chrétien fær hér lánaðar nokkrar línur úr Síðara bréfi Páls til Kor-
intumanna (2, IX, 6) sem hann tengir við dæmisöguna um sáðmanninn (Matt. XIII, 1–9, Mrk.
IV, 1–9, Lúk. VIII, 4–9). Í Biblíunni líkir Jesús orði Guðs við fræ og sjálfum sér við sáðmann-
inn en þeir sem á hann hlýða eru jarðvegurinn. Um formála Chrétiens að verkinu sjá grein Jean-
Guy Gouttebroze, „Chrétien de Troyes prédicateur. Structure et sens du prologue du Conte du
graal“. Um dæmisöguna af sáðmanninum í Sögunni um gralinn sjá til dæmis ágæta grein Hanne
Lange, „Symbolisme, exégèse, littérature profane: intertextualité et intratextualité dans le Conte
du Graal de Chrétien de Troyes“, Actes du XVIIIe Congrès International de Linguistique et de Philo-
logie Romanes, ritstj. Dieter Kremer, Université de Trèves (Trier), Tübingen: Niemeyer, 1988,
bls. 289–307.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 69