Milli mála - 26.04.2009, Page 71
um – er nafnlaus þar til morguninn eftir næturgreiðann í kastala
Fiskikonungsins.39 Þá loks er hann spurður nafns og það stendur ekki
á svarinu þótt ekki sé hann alveg viss um að það sé rétt:
– Hvað heitir þú, vinur?
Og hann sem þekkti ekki sitt eigið nafn gat sér til um að hann héti
Perceval hinn velski; hann vissi ekki hvort hann sagði satt eða ekki
og án þess að vita það sagði hann satt.40
Hér verða mikilvæg skil: Perceval getur upp á (fr. devine) nafni sínu
um leið og hann hittir ættingja sinn, kemst að því að móðir hans
er dáin og að hann hefur gert skelfileg mistök. Nafn hans kemur
lesandanum jafn mikið á óvart og honum sjálfum því að höfundur-
inn hefur fram að þessu beitt þeirri frásagnartækni að byggja for-
vitni áheyrandans upp í kringum unga, nafnlausa sögupersónu.41
Perceval er, þrátt fyrir allt, dæmigerð hetja og lítil dulúð í kring-
um persónu hans bæði fyrir og eftir fundinn með Fiskikonungin-
um. Gralinn er öllu dularfyllri og verður þungamiðja verksins upp
frá þessu þótt hann komi ekki við sögu nema í örfáum ljóðlínum af
þeim 5500 sem eftir eru. Samsetning sögunnar og titill vekja þannig
spurningar sem engin svör fást við. Hvað var þetta eiginlega með
gralinn og spjótið? Hvers vegna þurfti Perceval að varpa fram þess-
um spurningum til að lækna Fiskikonunginn? Af hverju var land
Fiskikonungsins í eyði? Og hvað með Blanchefleur? Mun Perceval
snúa aftur til hennar?
Samtímamenn Chrétiens tóku upp þráðinn þar sem höfundur-
inn hafði látið staðar numið.42 Fjórar „framhaldssögur“ (fr. continua-
tions) í bundnu máli voru skrifaðar frá lokum 12. aldar og til 1230.
Í þeirri fyrstu er fjallað um Gauvain (á honum endar verk
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
71
39 Bent hefur verið á tengsl nafnleysis Percevals, sem og spurninga hans um heiti hluta og manna,
við heimspekilegar vangaveltur samtímamanna hans um nafnhyggju (fr. nominalisme) og hlut-
hyggju (fr. realisme); sjá til dæmis Daniel Poirion, „Perceval ou le Conte du Graal. Notice“, bls.
1328.
40 Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 773–774, ll. 3572–3577.
41 Um hugsanlega merkingu þessa kafla sjá Philippe Ménard, „La révélation du nom pour le héros
du Conte du graal“, Amour et chevalerie dans les romans de Chrétien de Troyes, bls. 47–59.
42 Annie Combes og Annie Bertin, Écritures du Graal (XIIe–XIIIe siècles), París: Presses Universi-
taires de France, 2001. Sjá líka: „Parsifal“, Dictionnaire des mythes littéraires, ritstj. Pierre Brunel,
París: Éditions du Rocher, 1988, bls. 1104–1108.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 71