Milli mála - 26.04.2009, Síða 74
að ná gæsinni, minnist svo Mjallhvítar eitt augnablik áður en hann
fylgir söguhetjunni í huganum til Blanchefleur. En hvað með blóð-
uga spjótið sem Perceval sá hjá Fiskikonunginum? – og furðar sig
æ meir á söguhetjunni og því stefnuleysi sem ræður för hennar. En
ástin stöðvar ekki þreytta farandriddara þessa verks þótt hún veiti
þeim stundarró.47 Í stað þess að fara til fundar við Blanchefleur sem
bíður í kastala sínum snýr Perceval aftur til hirðar Artúrs og þegar
hann kveður konung á nýjan leik hefur hann það eitt að markmiði
að komast að sannleikanum um gralinn og spjótið þótt árangurinn
láti vissulega á sér standa.
Chrétien var umhugað um samsetningu verka sinna en miðalda-
þýðendur löguðu sögur hans að öðru tungumáli, annarri menningu,
öðrum tíma og, án efa, öðrum væntingum. Þegar Sögunni um gral-
inn var snúið á norrænu – líklega í lok 13. aldar – af ónafngreind-
um þýðanda urðu til úr henni tvö verk: Parsivals saga og Valvens
þáttur.48 Þessi skipting endurspeglar tvískipta uppbyggingu verks-
ins en þýðandinn stytti einnig söguna til muna og þá væntanlega
með það í huga að laga hana að smekk nýrra áheyrenda. Gralinn
kallar hann „gangandi greiða“ og hann lýkur verki sínu af jákvæðri
röggsemd ævintýranna sem enda vel, beinir ferð Parsivals, eftir
dvöl hans hjá einsetumanninum, til borgar Blankiflúr (Blanche-
fleur) þar sem hann gengur að eiga unnustu sína og gerist höfðingi
yfir ríki hennar. Öðrum hefur Sagan um gralinn orðið innblástur að
nýjum verkum. Án þess að leiða getum að því að Chrétien hafi vís-
vitandi skilið við verk sitt ófullgert má ætla að snubbóttur end-
irinn, sem skapar rými fyrir aðra höfunda, eigi þar hlut að máli,
endir sem lætur mörgum spurningum ósvarað og skilur við aðal-
söguhetjuna langt frá loforðum sínum og þjakaða af sektarkennd.
Mörg tár falla í ríki Artúrs konungs en þetta eru í senn óvenjuleg
og dapurleg örlög. Því þótt Perceval beri sigurorð af öllum and-
stæðingum sínum í verkinu er Sagan um gralinn, í þeirri mynd sem
hún hefur varðveist, saga um mistök. Í formála sínum hvetur höf-
undur lesandann til þess að kafa dýpra í verkið, rétt eins og aðal-
söguhetjan lærir smátt og smátt að lesa umhverfi sitt, tileinka sér
AÐ BÚA TIL SÖGU
74
47 Um þreytuna sem fylgir riddaramennskunni sjá Christian Bobin, Une petite robe de fête, París:
Gallimard, 1993, bls. 23–29.
48 Þessi verk er að finna í Norse Romance, 2. bindi, bls. 103–216.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 74