Milli mála - 26.04.2009, Síða 78
legrar umræðu um tileinkun, kennslu og notkun ensku sem sam-
skiptamáls.
2. Hvað er enska sem samskiptamál?
Kenningar um ensku sem samskiptamál eru hluti af fræðilegri
umræðu undanfarinna áratuga um stöðu ensku sem alheimsmáls
(e. English as an International Language). Umræðan á rætur sínar
að rekja til skrifa Brajs Kachrus á níunda áratug síðustu aldar
þegar hann flokkaði notkun og afbrigði ensku í þrennt: „innri
hring“ (e. Inner Circle), þ.e. málafbrigði notuð t.d. í Bretlandi,
Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar; „ytri hring“ (e. Outer Circle)
sem nær til ensku sem notuð er í fyrrum nýlendum í Asíu og
Afríku og loks hinn „víkkandi hring“ (e. Expanding Circle) sem
spannar ensku allra þeirra sem ekki hafa ensku að móðurmáli en
nota hana að staðaldri, m.a. í störfum við alþjóðlegar stofnanir
eða í samskiptum við aðra sem ekki heldur hafa ensku að móður-
máli.2 Þessi umræða varðar ekki einungis enskukennslu heldur
réttmæti og viðurkenningu staðbundinna málafbrigða sem ekki
hafa verið talin til staðlaðrar viðurkenndrar ensku (e. Standard
English) og því ekki notuð sem markmál í kennslu. Kachru taldi
að gildi (e. relevance) námsins frá menntunar-, menningar- og
stjórnmálalegu sjónarmiði myndi aukast ef enskukennsla tæki
mið af raunverulegu málumhverfi málnema. Í hnotskurn kallaði
Kachru á endurskoðun á því hvaða málafbrigði gætu talist viður-
kennd markmál í menntunarstefnu í ljósi breyttrar stöðu ensku
í heiminum.3 Þær raddir verða sífellt háværari sem taka undir
með Kachru og telja óraunhæft og óþarft að stöðluð enska, hvort
sem hún er bresk eða amerísk, eigi að vera það viðmið sem ligg-
ur til grundvallar notkun og kennslu ensku fyrir alla. Kominn sé
tími til að fleiri afbrigði enskunnar fái viðurkenningu, þar á
ENSKA Í HÁSKÓLANÁMI
78
2 Braj Kachru, The Alchemy of English, Oxford: Pergamon Press, 1986; Braj Kachru, ,,Teaching
World Englishes“, The Other Tongue. English Across Cultures, ritstj. Braj Kachru, Urbana, (IL):
University of Illinois Press, 1992, bls. 355–365.
3 Randolph Quirk, ,,Language Varieties and Standard English“, English Today 21/1990, bls.
3–10; Robert Phillipson, Linguistic Imperialism, Oxford: Oxford University Press, 1992; Henry
Widdowson, ,,The Ownership of English“, TESOL Quarterly 28(2)/1994, bls. 377–389.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 78