Milli mála - 26.04.2009, Side 79
meðal þau afbrigði sem verða til í samskiptum þeirra sem ekki
eiga hana að móðurmáli.4
Það má öllum vera ljóst að viðhorfsbreyting sem þessi hefur
miklar fjárhagslegar, menntunarlegar og pólitískar afleiðingar.
Fjárhagslegar breytingar felast í því að áhrif „innfæddra málhafa“
minnka í útgáfu námsefnis og kennslu en kennsla ensku sem ann-
ars og erlends máls er fyrir löngu orðin iðnaður sem veltir milljörð-
um um heim allan.5 Menntunarstefna ætti samkvæmt þessu að taka
mið af þeirri ensku sem notuð er í því mál- og menningarsamfélagi
sem kennsla fer fram í, a.m.k. í „ytri hring“ málafbrigða, fremur en
að leitast við að kenna nemendum mál og menningu sem er fjarri
þeirra reynsluheimi. Pólitísk áhrif þess að staða ensku sem sam-
skiptamáls styrkist (þ.e. staða ensku sem markmáls óháð ákveðinni
menningu) felast m.a. í viðurkenningu staðbundinna málafbrigða;
jafnvel afbrigða sem enginn hefur að móðurmáli. Um leið styrkist
staða og vald málnotandans sem notar ensku sem annað eða erlent
mál í málathöfnum hvort sem er í samskiptum við innfædda eða
aðra. Allir sem setið hafa alþjóðlega fundi vita að þeir sem hafa best
vald á því máli sem nýtur mestrar virðingar hverju sinni hafa einnig
mest áhrif á umræðuna. Ef enska sem erlent mál, einhvers konar
millimál (e. Interlanguage) sem allir skilja, öðlast viðurkenningu
sem samskiptamál styrkist staða þeirra sem það nota gagnvart inn-
fæddu málhöfunum.6
Með hugsmíðinni „enska sem samskiptamál“ er ekki átt við nýtt
afbrigði af ensku, þ.e. einhvers konar „alheimsensku“. Óraunhæft
er að ætla að til verði staðlað form ensku sem samskiptamáls sem
skilgreint verði sem sérstakt viðmið eða staðall og t.d. notað í
kennslu. Engum dettur í hug að enska sem samskiptamál sé sér-
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
79
4 Sandra McKay, Teaching English as an International Language. Rethinking Goals and Approaches,
Oxford: Oxford University Press, 2002; Vivian J. Cook, ,,Going beyond the Native Speaker in
Language Teaching“, TESOL Quarterly 33(2)/1999, bls. 185–209; Jenny Jenkins, The Phonology
of English as an International Language. New Models, New Norms, New Goals, Oxford: Oxford
University Press, 2000; Barbara Seidlhofer, ,,English as a lingua franca“, ELT Journal
59(4)/2005, bls. 339–341.
5 Robert Phillipson, Linguistic Imperialism.
6 Robert Phillipson, ,,Language Policy and Education in the European Union“, Language Policy
and Political Issues in Education, ritstj. Stephen May og Nancy H. Hornberger, New York:
Springer, 2008, bls. 255–265; Barbara Seidlhofer, „VOICE. The Project’s Progress“, lykilfyrir-
lestur á ELFA-ráðstefnu í Háskólanum í Southampton 6.–8. apríl 2009.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 79