Milli mála - 26.04.2009, Side 80
stakt tungumál sem komi í stað bresks staðlaðs framburðar (e. Re-
ceived Pronunciation) eða staðlaðrar amerískrar miðríkjaensku (e.
Standard American English). Firth skilgreinir ensku í samskiptum
sem „samskiptamál notað meðal fólks sem á hvorki sameiginlegt
tungumál né sameiginlega menningu en velur að nota ensku sem
erlent mál til samskipta“7 (þýð. höfundar). Seidlhofer8 tekur undir
þessa skilgreiningu og segir að í raun sé um að ræða notkun ensku
sem samskiptamáls meðal fólks með mismunandi móðurmál sem
notar ensku þvert á tungumál og menningarheima í ákveðnum til-
gangi, þ.e. með ákveðin samskiptamarkmið í huga. Þróun og ein-
kenni ensku í samskiptum mótast því að einhverju leyti af því að
mikill fjöldi málhafa með annað móðurmál notar hana og að inn-
fæddir málhafar koma þar hvergi nærri. Við slík samskipti minnk-
ar gildi menningarbundinnar málhegðunar sem og kvaðir um
„rétta“ málnotkun. Krafan um að nota „rétt“ mál og „viðeigandi“
hegðun að hætti innfæddra hefur einmitt reynst mörgum málnot-
endum í „ytri hring“ og „víkkandi hring“ erfið.
Flestir líta ennþá svo á að innfæddir séu „gæslumenn“ ensk-
unnar og að aðalinntak enskukennslu eigi að vera kennsla fram-
burðar, orðfæris og menningar málnotenda í „innsta hring“.9 Á
hinn bóginn er mikilvægt að mál- og menntastefnur þjóða og al-
þjóðlegra samtaka endurspegli raunverulegar þarfir málnotenda
og viðurkenni málafbrigði „ytri hrings“ og þau staðbundnu af-
brigði sem verða til þegar málhafar með annað móðurmál nota
ensku í samskiptum. Því staðreyndin er sú að það eru margfalt
fleiri sem læra og nota afbrigði ensku sem ekki telst vera staðlað
en þeir sem nota opinbert tungumál Bretlands og Bandaríkjanna.
Hér er um að ræða réttindamál sem snýst um völd og áhrif eða
málauð (e. Linguistic Capital).10
Rannsóknir sem leitast við að lýsa einkennum ensku sem sam-
skiptamáls eru ekki fyrirferðarmiklar þegar þetta er skrifað. Mark-
ENSKA Í HÁSKÓLANÁMI
80
7 „… a ‘contact language’ between persons who share neither a common native tongue nor a
common (national) culture, and for whom English is the chosen foreign language of communi-
cation.“ Alan Firth, ,,The Discursive Accomplishment of ‘Normality’. On Conversation Ana-
lysis and ‘Lingua Franca’ English“, Journal of Pragmatics 26/1996, bls. 237–259, hér bls. 240.
8 Barbara Seidlhofer, ,,English as a lingua franca“, bls. 339.
9 Sama rit, bls. 17; Barbara Seidlhofer, ,,VOICE. The Project’s Progress“.
10 Pierre Bourdieu, Language and Symbolic Power, Cambridge: Cambridge University Press, 1991.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 80