Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 83
Í Austurlöndum hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á fram-
burði og talmáli. VOICE-gagnabankinn í Vín leggur áherslu á að
lýsa einkennum málfræði og orðaforða. Ekki hefur verið mikið
fjallað um ensku sem samskiptamál í námi en á Norðurlöndum
hafa áherslur á sviði ensku sem samskiptamáls þó einmitt verið á
akademíska ensku, þ.e. ensku í samskiptum (töluðum og rituðum)
í fræðimennsku og háskólakennslu.
3. Enska sem samskiptamál í háskólanámi á
Norðurlöndum
Notkun ensku hefur aukist til muna í háskólasamfélögum á Norð-
urlöndum. Fræðimenn eru hvattir til að gefa út rannsóknir sínar á
ensku til að vera virkir þátttakendur í alþjóðlegri umræðu á sínu
fræðasviði. Mikill þrýstingur er einnig á háskóla, sérstaklega á
Norðurlöndum, að auka framboð námskeiða og námsleiða á ensku
í nafni alþjóðavæðingar og evrópskrar samvinnu.18 Það þykir sjálf-
sagt að háskólastúdentar á Norðurlöndum séu færir um að lesa
námsbækur á ensku.19 (Þess ber að geta að mikill munur er á ensku
talmáli sem er uppistaða þess enskuáreitis sem norræn ungmenni
verða fyrir í umhverfi sínu og akademískri ensku sem einkennir
texta námsbóka). Phillipson bendir þó á að enska sé ekki sam-
skiptamál í háskólum um alla Evrópu,20 t.d. séu aðeins 1% ítalskra
háskólastúdenta færir um að lesa námsbækur á ensku á háskóla-
stigi. Svíar og Danir hafa sett fram markmið um að ná fram sam-
hliða færni (e. parallel competence) í móðurmáli og ensku á háskóla-
stigi og Finnar hafa hvatt til notkunar fleiri mála en finnsku í rann-
sóknum, útgáfu og kennslu (aðallega ensku).21 Við Copenhagen
Business School í Danmörku eru öll námskeið kennd á ensku, líka
námskeið þar sem bæði kennarar og nemendur eru danskir.
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
83
18 Robert Phillipson, ,,English, No Longer a Foreign Language in Europe“, The International
Handbook of English Language Teaching, ritstj. Jim Cummins og Chris Davison, New York:
Springer, 2007, bls. 125–136; Robert Phillipson, ,,Language Policy and Education in the
European Union“.
19 Robert Phillipson, ,,English, No Longer a Foreign Language in Europe“, bls. 126.
20 Sama rit, bls. 125.
21 Sama rit, bls. 127.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 83