Milli mála - 26.04.2009, Síða 85
fræði- og náttúruvísindasvið) voru 110 kennd á ensku.26 Á
upplýsingasíðu MBA-náms við Háskólann í Reykjavík kemur fram
í inngangsorðum forstöðumanns að markmiðið sé að fjölga nám-
skeiðum sem kennd eru á ensku þar sem enska sé mál alþjóðlegra
viðskipta og þannig sé unnt að bjóða nemendum upp á námskeið
sem kennd eru af helstu alþjóðlegu sérfræðingum á hverju sviði.27
Könnun meðal 70 Erasmus-skiptinema við Háskóla Íslands vorið
2009 leiddi í ljós að 70% þeirra komu til Íslands til að bæta ensku-
kunnáttu sína.28
Höfundur hefur áður fjallað um breytta stöðu ensku á Íslandi,
þ.e. að enska sé ekki lengur erlent mál heldur að sumu leyti líkt
öðru máli (tungumáli sem er lært í því umhverfi þar sem það er
talað).29 Endurskoðun á stöðu enskunnar hefur áhrif á málstefnu
og einnig menntunarstefnu og framkvæmd þeirra. Ákveðin þver-
sögn er fólgin í því að meginkennslumál íslenskra háskóla eigi að
vera íslenska en á sama tíma eigi þeir að vera hluti af hinu alþjóð-
lega fræðasamfélagi.30 Námskrár og þar með kennsla endurspegla
það viðhorf að enska sé erlent mál á Íslandi rétt eins og danska,
þýska og franska. Sömu markmið eru sett eftir hvert ár fyrir alla
nemendur þó að raunveruleikinn sé sá að íslensk börn komi í
skóla með mismikla færni í ensku vegna mismikils enskuáreitis í
sínu nánasta málumhverfi.31 Íslensk börn læra „passíft“ (aðallega
með hlustun) daglegt enskt mál í fjölbreytilegu merkingarlegu
og myndrænu samhengi utan skólans sem leiðir til þess að þau of-
meta færni sína í ensku. Svo virðist sem ríkjandi kennsluhættir
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
85
26 Birna Arnbjörnsdóttir, ,,English in Iceland. Second Language, Foreign Language, or Neither?“,
Teaching and Learning English in Iceland. In Honour of Auður Torfadóttir, ritstj. Birna Arnbjörns-
dóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur/Háskólaútgáfan,
2007, bls. 51–78.
27 Finnur Oddsson, „Alþjóðleg færni í íslenskum háskólum“, Vefsíða Háskólans í Reykjavík,
http://www.ru.is/?PageID=1349&NewsID=1356) [sótt 20. júní 2007].
28 Óprentuð könnun sem nemendur í námskeiðinu Félagsmálvísindum gerðu vorið 2009.
29 Birna Arnbjörnsdóttir, ,,English in Iceland. Second Language, Foreign Language, or Neither?“.
30 Íslenska til alls. Íslensk málstefna, Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2009, bls.
42. http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/islenska_til_alls_2009-11-06.pdf [sótt 10. desember
2009].
31 Lovísa Kristjánsdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Samuel Lefever, Úttekt á enskukennslu í grunnskól-
um veturinn 2005–2006, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 2006, bls. 37. Úttektin er einnig
aðgengileg á http://bella.mrn.stjr.is/utgafuskra/rit.adp?id=35172 [sótt 23. júní 2009].
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 85