Milli mála - 26.04.2009, Page 86
styrki viðtökufærni.32 Ef enskuáreiti er mikið á Íslandi og Íslend-
ingar nota ensku einkum sem samskiptamál, m.a. við aðra þá sem
ekki hafa ensku að móðurmáli,33 hlýtur það að hafa áhrif á stefnu-
mótun um hvers konar markmið og markmál beri að leggja áherslu
á í menntun. Einnig ber að hafa í huga að Íslendingar stunda nám
sitt í auknum mæli á ensku, líka í íslenskum háskólum og í sér-
námi hvers konar. En þegar íslenskir nemendur fara í háskólanám
eða út í atvinnulífið reynir einmitt á lestur enskra texta og skóla-
mál fremur en daglegt mál.
Því má spyrja hvort erlendir staðlar og námsstefnur séu heppi-
legustu fyrirmyndirnar þegar mótuð er stefna í tungumálanámi á
Íslandi. Raunveruleg staða ensku, enskukunnáttu nemenda og
þarfir þeirra fyrir ensku skipta máli við mótun menntastefnu og
málstefnu, fyrir þátttöku í upplýsingasamfélaginu og í alþjóðlegri
samvinnu og samkeppni á öllum sviðum atvinnulífs.
5. Rannsókn á stöðu ensku á Íslandi
5.1 Rannsóknarverkefnið „Enska á Íslandi“
Nýverið var ýtt úr vör rannsóknarverkefninu „Enska á Íslandi“.
Rannsóknin er samvinnuverkefni fræðimanna og framhaldsnema á
Hugvísindasviði og Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefn-
ið hefur að markmiði að bæta úr skorti á rannsóknum á stöðu og
notkun ensku á Íslandi með því að kortleggja:
• eðli og umfang ensku í íslensku málumhverfi í gegnum sjón-
varp, kvikmyndir, útvarp, tölvur, tónlist, fundi, ráðstefnur
o.fl.
• samhliða tungumálanotkun (e. parallel language use) og mál-
víxl (e. code-switching), þ.e. að hve miklu leyti enska er notuð
jafnhliða íslensku og til innskota í íslensku máli
ENSKA Í HÁSKÓLANÁMI
86
32 Birna Arnbjörnsdóttir, ,,English in Iceland. Second Language, Foreign Language, or Neither?“.
33 Lovísa Kristjánsdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Samuel Lefever, Úttekt á enskukennslu í grunnskól-
um veturinn 2005–2006.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 86