Milli mála - 26.04.2009, Page 126
1. Fálmkennt upphaf spænskrar kvikmyndagerðar2
Áður en sjónum er beint að þróun spænskrar kvikmyndagerðarer rétt að geta þess að hún á sér um eitt hundrað ára sögu.3
Upphaf hennar má rekja til þess að allri tækni hafði fleygt gríðar-
lega fram frá því um miðja nítjándu öld. Nýjar tegundir samgöngu-
tækja s.s. járnbrautir, bifreiðar og sporvagnar gerbreyttu lifnaðar-
háttum og lífsmáta fólks um gervalla Evrópu, gufuvélin opnaði nýja
möguleika til flutninga, röntgentæknin var fundin upp, straum-
breytar litu dagsins ljós, hljóðritar skrásettu samskipti manna og
margt, margt fleira hafði komið til. Frakkland var í fararbroddi og á
heimssýningunni í París um aldamótin 1900 var Eiffelturninn stolt
verkfræðinga, sem og verkamannanna sem að smíði hans höfðu
komið. Bygging hans var mikilvægur áfangi í sögu tækninýjunga
og gestir heimssýningarinnar tóku heim með sér jafnt hugmyndir
sem tæki. Þessar tækniframfarir voru undanfari þess sem kalla má
fyrstu kvikmyndirnar og voru í raun upptökur sem til urðu þegar
tilraunir voru gerðar til að ljósmynda leiksýningar. Teknar voru eins
konar hreyfanlegar raðmyndir af sýningum og það voru þessar upp-
tökur sem mörkuðu fálmkennt upphaf sem leiddi síðan af sér þróun
frumstæðra upptökuvéla í Frakklandi rétt fyrir aldamótin 1900.
Á Spáni er upphaf kvikmyndagerðar rakið til uppfinninga-
mannsins Thomasar Alva Edisons (1847–1931) sem var á þessum
árum vel þekktur í Madríd fyrir tilraunastarfsemi ýmiss konar.
Ekki hvað síst fyrir að gera fyrstur manna tilraun til að sýna raðir
ljósmynda af 35 millimetra filmum. Á árunum fyrir aldamót höfðu
þónokkur kvikmyndahús risið í Madríd og dagblaðið El Liberal
segir frá því þann 22. maí 1898 að í sal sem kenndur var við Edi-
son og kallaður Edison-salurinn (sp. Salón Edison)4 hafi 12 spænsk-
„ÆÐSTA FORM ALLRA LISTA“
126
2 Eftirfarandi samantekt er að hluta byggð á erindi sem Hólmfríður flutti við setningu Kvik-
myndahátíðar árið 2002 og pistli sem Guðmundur flutti í þættinum „Kviku“ á Rás 1 þann 29.
nóvember 2008. Benný Sif Ísleifsdóttur íslenskufræðingi er þakkaður yfirlestur textans.
3 Til frekari upplýsingar um sögu kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku er vísað í grein Hólm-
fríðar Garðarsdóttur, „Speglun og spegilmyndir. Saga kvikmyndagerðar í Rómönsku Amer-
íku“, sem birtist í Ritinu. Tímariti Hugvísindastofnunar 1/2009, bls. 7–29.
4 Sjá bókarkaflann „El cinematógrafo se presenta en Madrid y Barcelona“ í Fernando Mendez
Leite, Historia del Cine Español, Madríd: Ediciones PIALP, S.A., 1965, bls. 15–27. Sjá einnig:
Josefina Martínez, Los primeros veinticinco años de cine en Madrid: 1896–1920, Madríd: Filmoteca
Española, 1992.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 126