Milli mála - 26.04.2009, Page 127
ar stuttmyndir verið sýndar. Myndirnar báru titla eins og Anda-
lúsískur dans (sp. Baile andaluz), Á tannlæknastofu (sp. En casa de un
dentista) og Á kránni (sp. En una taberna) og vöktu strax mikla at-
hygli.5 Hvort sem það var vegna þessa uppruna eða ekki er athyglis-
vert að spænskar kvikmyndir mótuðust strax frá upphafi mjög af
því viðhorfi að þær væru vettvangur umræðna um spænskt þjóðfé-
lag, þ.e. að þær væru eins konar samfélagsspegill og vitnisburður
þess tíma sem þær spretta úr. Fleiri fetuðu í fótspor Edisons auk
þess sem erlendir gestir sóttu borgina heim. „Lífgæddu ljósmynd-
anna“, eða „hreyfimyndanna“ (sp. fotografías animadas), var hins
vegar fyrst getið á prenti í Madríd árið 1896, sama ár og spænski
fræðimaðurinn Joaquín T. Cánovas Belchí telur marka upphaf
spænskrar kvikmyndagerðar. Hann rekur það ekki hvað síst til þess
að sendimaður hinna frönsku Lumière-bræðra, upphafsmanna kvik-
myndagerðar í Frakklandi, kom færandi hendi til Madrídar og
sýndi nokkrar myndir þeirra bræðra.6 Spánverjar hrifust, líkt og
aðrir, af þessu nýja fyrirbrigði, kvikmyndinni, og hófu í auknum
mæli að gera sínar eigin myndir. Í upphafi voru þetta einfaldar og
frumstæðar myndir sem fólu í sér upptökur af venjulegu fólki við
hversdagslegar kringumstæður. Það leið þó ekki á löngu þar til haf-
ist var handa við gerð ögn flóknari myndskeiða sem byggðust á frá-
sögnum af fyrirbærum þar sem tilteknar aðstæður eða viðburðir
komu við sögu.
Um aldamótin 1900 voru kvikmyndir vinsælasta dægradvölin í
höfuðborg Spánar og gengu mjög á vinsældir leikhúsanna. Á þess-
um tíma var farið að tala um kvikmyndagerð sem atvinnugrein og
einstakt og sjálfstætt listform á síðum blaðanna og í Madríd voru á
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ERLINGSSON
127
5 Fernando Mendez Leite, Historia del Cine Español, bls. 23–25.
6 Belchí hefur á undanförnum árum rannsakað ítarlega upphaf spænskrar kvikmyndagerðar. Sjá
m.a. umfjöllun hans „Las primeras sesiones del „Cinematógrafo Lumière“ en Madrid“ á heima-
síðu Menningarmálastofnunar Spánar þar sem eftirfarandi kemur fram: „Sagnfræðingum sem
rannsaka þetta tiltekna tímabil í sögu spænskrar kvikmyndagerðar ber saman um að fyrsta sýn-
ing Lumière-bræðra í Madríd hafi verið 15. maí 1896.“ Belchí segir frá því að sýningin hafi far-
ið fram í kjallara Hotel Rusia við San Jerónimo-götu og að hún hafi kallast á við sýningar
Roberts Williams Pauls og Hugos Herzogs um svipað leyti. Hann bætir við: „Staðfest hefur
verið að Alexandro Promio hafi verið í Madríd á sama tíma og undirbúið sýningu á eigin hreyfi-
myndum. Loks er rétt að benda á að spænskir sagnfræðingar staðfesta enn fremur að á sama
tíma hafi fyrstu upptökurnar sem gerðar voru af fylgismönnum Lumière-bræðra, á meðan á dvöl
þeirra í Madríd stóð, einnig verið sýndar.“ http://www.cervantesvirtual.com [sótt 6. júní 2009].
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 127