Milli mála - 26.04.2009, Page 129
arinnar, sem geisaði í landinu á árunum 1936–1939, mótaði sögu
landsins með ótvíræðum hætti – ekki hvað síst sögu kvikmynda-
gerðar og -framleiðslu.10 Umbrotatímar á Spáni við upphaf þriðja
áratugarins höfðu afgerandi áhrif á allt menningarlíf landsins og í
þeirri ólgu miðri birtist kvikmyndagerðarmaðurinn Luis Buñuel
(1900–1983) sem, ásamt félögum sínum Salvador Dali og Federico
García Lorca, hafði mótandi áhrif á listir og menningu síns tíma.11
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ERLINGSSON
129
10 Fernando Mendez Leite fjallar um þetta tímabil sem „annað tímabilið“ í spænskri kvikmynda-
gerð. Hann gerir í bók sinni Historia del cine español frá 1965 þó mest úr „þriðja tímabilinu“ sem
hann telur hefjast árið 1939. Í bókarkaflanum „El cine español vuelve a nacer“ (bls. 387–513)
gerir hann því ítarleg skil. Sjá enn fremur umfjöllun Joaquíns T. Cánovas Belchís og Julios
Pérez Perucha í Florentino Hernández Girbal y la defensa del cinema español, Murcia: Universidad
de Murcia, 1991.
11 Ítarlega umfjöllun um ævi og höfundarverk Lorca er að finna í eftirfarandi bókarköflum: Mar-
grét Jónsdóttir, „Formáli“, Federico García Lorca, Yerma. Harmljóð í þremur þáttum og sex atrið-
um, þýð. Karl J. Guðmundsson og Margrét Jónsdóttir, ritstj. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Reykja-
vík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2004, bls. 9–51; Hólmfríður
Garðarsdóttir, „Inngangur“, Federico García Lorca, Gustur úr djúpi nætur. Ljóðasaga Lorca á Ís-
landi, ritstj. Hólmfríður Garðarsdóttir, Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum, 2007, bls. 15–48.
Til athugunar í kennslu
Þegar hér er komið sögu í kennslu á námskeiði um kvikmynda-
sögu tiltekins lands eða málsvæðis mætti beina athygli nem-
enda í ólíkar áttir, fjalla t.d. sérstaklega um tæknilega hlið
kvikmyndagerðar, þróun hennar og framgang. Einnig væri
verðugt viðfangsefni að skoða betur sögulega framvindu, innan
og utan Spánar, eða beina athyglinni að tilteknum áhrifavöld-
um hennar. Enn fremur mætti leggja rannsóknarverkefni fyrir
nemendur sem beindu sjónum þeirra að áhrifum fyrri heims-
styrjaldar á kvikmyndagerð á Spáni og/eða í Evrópu allri, áhrif-
um ítalskrar, franskrar og/eða rússneskrar kvikmyndagerðar á
þá spænsku, eða uppgangi Hollywood og áhrifum hugmynda
sem þaðan streymdu á kvikmyndagerð í Evrópu. Til viðbótar
mætti rannsaka framlag tiltekinna kvikmyndaleikstjóra og
rýna fræði- eða tæknilega í nokkrar þeirra mynda sem tiltekn-
ar eru hér á eftir.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 129