Milli mála - 26.04.2009, Page 134
kjölfar kúbversku byltingarinnar, snerist orðræða menntamanna
og almenn pólitísk umfjöllun um kúgaða alþýðu og auðvalds-
seggi, um eignarhald framleiðslutækjanna og landrétt frum-
byggja – svo fátt eitt sé nefnt. Kvikmyndagerð víða um heim, og
ekki hvað síst í hinum spænskumælandi heimi, mótaðist í kjöl-
farið mjög af þessum áherslum.
Þeir kvikmyndagerðarmenn sem völdu að dvelja á Spáni á
valdatíma einræðisherrans Franciscos Francos, frá 1939 til 1975,
fundu leiðir til að halda áfram að sinna kvikmyndagerð þó að
halda megi því fram með nokkrum sanni að spænsk kvikmynda-
gerð hafi ekki náð sér á strik aftur fyrr en upp úr 1950. Þá hafði
áhrifamiklum kvikmyndaskóla verið komið á laggirnar á vegum
spænska ríkisins og ungir kvikmyndagerðarmenn útskrifuðust
þaðan með nýjar hugmyndir, innblásnir af erlendum straumum
eins og ítalska nýraunsæinu.18 Leikstjórar eins og Juan Antonio
Bardem og Luis García Berlanga gerðu raunsæjar myndir þar sem
litið var á samfélagið með gagnrýnu auga. Sem dæmi má nefna
myndina Velkominn Hr. Marshall. Myndina, sem flokka mætti sem
gaman- og ádeilumynd, unnu þeir í sameiningu og fjallar hún um
þá upplausn sem skapast í litlu afskekktu þorpi þegar frétt berst
af því að sendinefnd á vegum Marshall-aðstoðarinnar sé á leið til
þorpsins.19 Leikstjórarnir gagnrýna tvöfeldni spænskra stjórn-
valda sem hampa því sem þau telja með sönnu „spænskt“ en
skortir um leið reisn til að standa gegn bandarískri eftirstríðsað-
stoð. Önnur mynd sem vert er að geta er myndin Aðalgatan en í
henni fjallar Bardem um stöðu kvenna í dæmigerðu spænsku
þorpi þar sem hefðir og kirkja þvinga konur til að velja hlutverk
hinnar undirgefnu eiginkonu eða pipra ella. Þær sem brjótast
undan vilja feðraveldisins og hafna hlutverkinu eiga fáa aðra kosti
en að gerast vændiskonur (í það minnsta er litið á þær sem slík-
ar). Líta má á persónur myndarinnar sem táknmyndir fyrir ýmsar
stofnanir spænsks samfélags, s.s. kirkjuna, stjórnvöld o.fl. Rétt er
í þessu sambandi að ítreka hversu strangt eftirlitið var og hversu
„ÆÐSTA FORM ALLRA LISTA“
134
18 Til frekari upplýsingar sjá t.d. umfjöllun ólíkra fræðimanna um málið í The Spanish Civil War
and the Visual Arts, ritstj. Kathleen M. Vermon, Ithaca: Cornell University Press, 1990.
19 Wendy Rolph, „Bienvenido Mr. Marshall!“, Spanish Cinema. The Auteurist Tradition, ritstj. Peter
William Evans, Oxford: Oxford University Press, 1999, bls. 8–19.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 134