Milli mála - 26.04.2009, Síða 142
cación, 2004) og Endurkoman (sp. Volver, 2006), eru svo til marks
um enn sjálfhverfari áherslur því að þær eru að einhverju leyti
byggðar á bernskuminningum hans sjálfs.
4. Nýtt blómaskeið í spænskri kvikmyndagerð
En Pedro Almodóvar var ekki einn á ferð. Ungir leikstjórar sem
stefndu í nýjar áttir komu fram á sjónarsviðið í byrjun tíunda ára-
tugarins – leikstjórar sem höfðu alist upp á Stjörnustríði (e. Star
Wars, 1977) og kvikmyndum Stevens Spielbergs og hans líka. Meðal
þeirra má nefna basknesku leikstjórana þrjá, Julio Medem, Juanma
Bajo Ulloa og Alex de la Iglesia, sem hver á sinn hátt höfðu tals-
verð áhrif á kvikmyndagerð tíunda áratugarins. Segja má að þessir
leikstjórar hafi innleitt póstmódernismann í spænska kvikmynda-
„ÆÐSTA FORM ALLRA LISTA“
142
Til athugunar í kennslu
Þegar hér er komið sögu væri ekki úr vegi að nemendur undir-
búi fyrirlestur um kvikmyndir Pedros Almodóvars. Hver nem-
andi (eða tveir saman) velur tiltekna mynd og gerir grein fyrir
henni samkvæmt fyrirframákveðnum tilmælum. Þannig mætti
fjalla um birtingarmyndir ólíkra þjóðfélagshópa eða um það
hvort myndirnar staðfesti eða hafni ríkjandi staðalmyndum um
Spán og Spánverja. Gott dæmi væri umfjöllun um nautabana
og nautaat eins og hún birtist í Nautabananum (sp. Matador,
1986) annars vegar og Talaðu við hana hins vegar. Enn fremur
mætti fjalla um birtingarmyndir ofbeldis og átaka eða vináttu
og samkenndar eins og í myndunum Bittu mig, elskaðu mig og
Kika þar sem fjallað er um kynferðisofbeldi og framsetningu
þess á tjaldi. Ekki væri heldur úr vegi að veita einstökum atrið-
um, s.s. kvikmyndun, tökutækni, birtu, sjónarhornum, hljóði,
tónlist, persónusköpun, málnotkun o.m.fl., sérstaka athygli.
Athyglisvert væri enn fremur að bera myndir frá fyrri hluta fer-
ilsins, eins og Pepe, Luci, Bom og aðrar stelpur úr fjöldanum og
Kika, saman við myndir frá síðari hluta hans, eins og Allt um
móður mína, Slæm menntun eða Endurkomuna.
Milli mála 1-218 29.4.2010 8:59 Page 142