Milli mála - 26.04.2009, Page 143
gerð. Þeir voru heillaðir af kvikmyndaforminu sem listformi og
vildu nálgast áhorfendur á annan hátt en áður hafði verið gert. Þeir
höfðu lítinn áhuga á pólitískum straumum eða félagslegum álita-
málum – sem best má sjá á því að umdeildustu þættir basknesks
samfélags, hryðjuverk ETA og sjálfstæðisbarátta, koma hvergi fyrir
í myndum þeirra. Myndir Julios Medems sverja sig einna helst í
ætt við kvikmyndir Carlosar Saura, óhefðbundnar sögur þar sem
lögð er meiri áhersla á sálarlíf persónanna og táknmyndir en sögu-
þráðinn sem slíkan. Myndir Medems eru þó lausar við þann póli-
tíska undirtón sem ríkjandi er í myndum Saura. Þær eru ljóðrænar
og upphafnar og lítt tengdar því samfélagi sem leikstjórinn sprett-
ur úr, nema að því marki sem það þjónar sögunni eða hugðarefnum
hans. Medem heldur sig einnig sjaldan við línulega frásögn og leyf-
ir sér talsvert frjálsræði í formi og strúktúr. Nokkrar mynda hans
hafa náð umtalsverðri frægð utan Spánar; Lucia og kynlífið (sp. Lucia
y el sexo, 2001) er líklega sú þekktasta.
Juanma Bajo Ulloa hóf sína kvikmyndagerð um svipað leyti og
Julio Medem. Fyrstu tvær myndir hennar, Fiðrildavængir (sp. Alas
de mariposa, 1991) og Dauða móðirin (sp. La madre muerta, 1993),
eru hægar, formfastar myndir þar sem lögð er áhersla á að skapa
magnað andrúmsloft með lýsingu og löngum tökum. Kvikmynda-
vélin leikur álíka mikilvægt hlutverk og persónurnar í myndinni,
hver rammi og hreyfing myndavélarinnar er úthugsuð. Oft fær
áhorfandinn að sjá meira en persónurnar og hann fær á tilfinning-
una að þær séu fastar í neti og að örlög þeirra séu fyrirframráðin. Þó
að myndin um Dauðu móðurina fjalli um líf smáþjófs sem flækir sig
í net eigin gjörða hefur hún enga beina skírskotun í spænskt sam-
félag. Borgin þar sem myndin gerist gæti verið hvaða borg sem er,
einu menningarlegu vísanirnar eru í teiknimyndirnar um Steinaldar-
mennina (e. The Flintstones, 1960–1966) og sagan byggist að ein-
hverju leyti á minninu um Rauðhettu og úlfinn.28
Kvikmyndaleikstjórinn Alex de la Iglesia sækir fyrirmyndir opin-
skátt í bandaríska poppmenningu. Myndir hans snúast um að flétta
saman mismunandi tegundir kvikmynda og forma með minnum
og vísunum sem áhorfendur þekkja úr kvikmyndasögunni. Hann
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ERLINGSSON
143
28 Carlos F. Heredero, 20 nuevos directores del cine español, Madríd: Editorial Alianza, 1999, bls. 52.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 143