Milli mála - 26.04.2009, Side 145
sína Hinir (sp. Los otros eða e. The Others, 2001) með Nicole Kid-
man í aðalhlutverki. Myndin, sem framleidd var í Hollywood,
naut mikilla vinsælda um allan heim.29 Samtímis þessu hafa
nokkrir leikstjórar leitast við að gera listrænar myndir sem ætlaðar
eru fyrir alþjóðlegan markað. Þeirra á meðal er Isabelle Coixet
sem gert hefur margar af sínum bestu myndum með enskumæl-
andi leikurum og eru sumar þeirra teknar utan Spánar. Þess má
geta að nýjasta mynd hennar, Kort af hljóðum Tókíó-borgar (e. Map
of the Sounds of Tokyo, 2009), keppti um Gullpálmann í Cannes
árið 2009.30
Á síðustu árum tíunda áratugarins og í byrjun tuttugustu og
fyrstu aldar hefur borið á nýrri raunsæisbylgju í spænskri kvik-
myndagerð, nokkru sem Núria Triana-Toribio kýs að kalla „samfé-
lagslega kvikmyndagerð“ (sp. cine social) og líta má á sem hvort
tveggja í senn, viðbrögð við breyttum heimi og andsvar við hægri-
stefnu stjórnvalda í valdatíð Josés María Aznars á árunum
1996–2004. Frá því að vinstristjórn Josés Luis Rodríguez Zapa-
teros vann kosningarnar árið 2004 hafa ungir kvikmyndagerðar-
menn lagt áherslu á málefni minnihluta- og jaðarhópa.31 Aðstæður
innflytjenda, verkamanna og afvegaleiddra ungmenna, sem og kyn-
bundið ofbeldi, hafa verið leikstjórum eins og Iciar Bollaín (f.
1967) og Fernando León de Aranoa (f. 1968) afar hugleikin. Á
meðal þekktustu mynda þess síðarnefnda eru Hverfið (sp. Barrio,
1998), Mánudagshangs (sp. Los lunes al sol, 2002) og Prinsessurnar
(sp. Las princesas, 2005). En meðal þekktustu mynda Bollaín má
nefna Blóm annarra heima (sp. Flores de otro mundo, 1999), Augu mín
eru þín (sp. Te doy mis ojos, 2003) og Rigninguna líka (sp. También la
lluvia) sem beðið er með mikilli eftirvæntingu enda tekin upp í
Bólivíu og með stórstjörnunni Gael García Bernal í aðalhlutverki.
Bakslag alþjóðavæðingarinnar, efnahagskollsteypa samtímans og
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ERLINGSSON
145
29 Núria Triana-Toriblo, Spanish National Cinema, bls. 162. Myndin er byggð á smásögu arg-
entínska rithöfundarins Julios Cortázars „Yfirtekna húsinu“ (sp. „La casa tomada“).
30 Spánverjar hafa fengið þrenn Óskarsverðlaun. Fyrst fékk José Luis Garci verðlaunin fyrir mynd-
ina Að byrja upp á nýtt (sp. Volver a empezar) árið 1983. Síðan fékk Fernando Trueba þau fyrir
myndina Glæstir tímar árið 1994 og nú síðast Pedro Almodóvar fyrir mynd sína Allt um móður
mína árið 2000.
31 Núria Triana-Toriblo, Spanish National Cinema, bls. 155–158 (um er að ræða kaflann „Cine
Social in the Late 1900s and Beyond“).
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 145