Milli mála - 26.04.2009, Síða 157
Í afbrigðunum koma skíðin, hanskarnir, sýningarskórnir og kylfan
í stað skónna í fasta orðasambandinu leggja skóna á hilluna.
Alger orðasafnsleg festa (þ. absolute lexikalische Festigkeit) kem-
ur fyrir í mjög fáum föstum orðasamböndum en rannsóknir sýna að
hún er hvað algengust þar sem um stakyrði (þ. unikale Komponente)
er að ræða.19 Stakyrði koma fyrir í ýmsum föstum orðasamböndum
í þýsku og íslensku og fylgja hér nokkur dæmi: auf dem Holzweg
sein, am Hungertuch nagen, Kohldampf schieben, aus dem Stegreif,
am helllichten Tage, alle Jubeljahre, frank und frei; vera á villigötum,
vera á biðilsbuxunum, fara í humátt á eftir einhverjum, leggja sig í
líma við eitthvað, reka smiðshöggið á eitthvað, það er töggur í ein-
hverjum, um hábjartan dag, holt og bolt.
Hér hefur verið fjallað um festu fastra orðasambanda í setninga-
fræðilegum skilningi. Rétt er að nefna að festa getur einnig verið
bundin ákveðnum aðstæðum í samskiptum og er það nefnt tjá-
skiptaleg festa (þ. pragmatische Festigkeit). Með því er átt við að til-
tekin föst orðasambönd eru notuð við sérstakar aðstæður.20 Dæmi
um slík föst orðasambönd eða samskiptaformúlur (þ. Routinefor-
meln21) er að finna í 3.3.
2.3 Orðtakseðli fastra orðasambanda
Hluti fastra orðasambanda býr yfir þeirri sérstöðu hvað merkingu
viðvíkur að við þá eiginleika sem fjallað hefur verið um, þ.e. að vera
fleiryrt og búa yfir verulegri festu á milli einstakra orða, bætist sá
eiginleiki að merking þeirra er ekki skilgreind sem summa af
merkingu einstakra liða orðasambandsins. Slík föst orðasambönd
nefnast orðtök (þ. Idiome).
Innan fraseólógíunnar skipa eftirfarandi skilgreiningar Burgers
á hugtökunum orðtak og orðtakseðli (þ. Idiomatizität) mikinn sess;
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
157
19 Harald Burger, Phraseologie, bls. 25. Heitið „stakyrði“ er hér valið sem þýðing á unikale
Komponente og er það í samræmi við notkun Jóns G. Friðjónssonar á heitinu. Sjá Jón G.
Friðjónsson, Mergur málsins, bls. xi.
20 Harald Burger, Phraseologie, bls. 29.
21 Sjá Florian Coulmas, Routine im Gespräch. Zur pragmatischen Fundierung der Idiomatik, Wies-
baden: Akademische Verlagsgesellschaft Athenaion, 1981.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 157