Milli mála - 26.04.2009, Page 158
… orðtakseðli. Með því er átt við að liðirnir (einingar orðtaksins)
mynda heild sem ekki verður fyllilega útskýrð út frá setninga-
fræðilegum eða merkingarfræðilegum reglum [eða regluleika] orða-
sambandsins. Sá hluti fastra orðasambanda sem uppfyllir einnig
þetta skilyrði myndar orðtök.22
Burger skýrir orðtakseðlið nánar á eftirfarandi hátt:
Ef það er yfirleitt misræmi á milli yfirfærðrar og eiginlegrar merk-
ingar orðasambandsins þá er það „ídíómatískt“ í merkingarfræði-
legum skilningi. Því meiri munur sem er á þessum tveimur merk-
ingarsviðum, því „ídíómatískara“ [yfirfærðara, óeiginlegra] er fasta
orðasambandið. Merkingarlegt orðtakseðli er sem sagt stigbund-
inn eiginleiki fastra orðasambanda.23
Gerður er greinarmunur á eiginlegri eða bókstaflegri merkingu
(þ. eigentliche Bedeutung, wörtliche Bedeutung) og merkingu sem nefnd
er yfirfærð eða óeiginleg merking (þ. übertragene Bedeutung).
Fleischer gefur eftirfarandi dæmi um eiginlega merkingu fullyrð-
ingar og merkingu orðtaks og skýra þau þann mun sem þar er á:
• Gustav hat bei seinem Vater ein Auto in der Garage,24 (‘Gustav er
með bíl í bílskúrnum hjá föður sínum’) og
• Gustav hat bei seinem Vater einen Stein im Brett,25 (‘Gustav er í
uppáhaldi hjá föður sínum’, bókstaflega ‘Gustav er með
stein/peð á spilaborði föður síns’; orðasambandið er þekkt allt
frá 16. öld og er dregið af spili þar sem steinum var raðað í
röð á spilaborði).
ORÐ TIL TAKS
158
22 „… Idiomatizität. Damit ist gemeint, dass die Komponenten eine durch die syntaktischen
und semantischen Regularitäten der Verknüpfung nicht voll erklärbare Einheit bilden. Die
Teilklasse von Phraseologismen, die auch dieses Kriterium erfüllen, bildet den Bereich der
Idiome.“ Harald Burger, Phraseologie, bls. 15.
23 „Wenn überhaupt eine Diskrepanz zwischen der phraseologischen Bedeutung und der
wörtlichen Bedeutung des ganzen Ausdrucks besteht, dann ist der Ausdruck idiomatisch im
semantischen Sinn. Je stärker die Diskrepanz zwischen diesen beiden Bedeutungsebenen ist,
umso stärker idiomatisch ist der Phraseologismus. Semantische Idiomatizität ist also eine
graduelle Eigenschaft von Phraseologismen.“ Harald Burger, Phraseologie, bls. 31.
24 Wolfgang Fleischer, Phraseologie der deutschen Gegenwartssprache, bls. 35.
25 Sama rit, bls. 35.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 158