Milli mála - 26.04.2009, Page 162
3.1 Orðtök (þ. Idiome)
Orðtök30 eru mjög stór flokkur fastra orðasambanda og mikið not-
uð í ræðu og riti. Oft eru þau myndræn og einkenni þeirra er, eins
og kemur fram í 2. kafla, að merkingin er yfirfærð, þau búa yfir
orðtakseðli á misháu stigi. Þau mynda setningarliði og í hverjum
texta eru þau sett í textalegt samhengi. Eftirfarandi dæmi úr dag-
blaðstexta sýnir hversu oft er gripið til orðtaka (skáletranir eru höf-
undar):
… Nú geta kratar í Hafnarfirði nagað sig í handarbökin. Fyrir
kosningar tefldu þeir fram bæjarstjóranum Lúðvík Geirssyni og
átti hann að taka við keflinu af Hafnarfjarðarkratanum Gunnari
Svavarssyni. Það var því auðvitað áfall að Árni Páll Árnason skyldi
verða hlutskarpari í prófkjörinu og uppskera oddvitasætið. Þá kom
Lúðvík með krók á móti bragði, óskaði eftir fimmta sæti á framboðs-
listanum, baráttusætinu, og ætlaði með því að leiða sigur Samfylk-
ingarinnar í kjördæminu. Kannski vildi hann styrkja stöðu sína í
formannsslagnum þegar Jóhanna hættir. En lotteríið gekk ekki
upp – Lúðvík komst ekki á þing. Ekki frekar en Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir sem fór úr stóli borgarstjóra fyrir þingkosningarnar
2003 og settist í baráttusætið í Reykjavík norður. Hún hafði ekki
erindi sem erfiði. Það má líka rifja upp að Ellert B. Schram stóð upp
fyrir sjómanninum Pétri Sigurðssyni eftir að hafa unnið hann í
prófkjöri fyrir þingkosningarnar 1978 og þóttist með því styrkja
stöðu sína innan flokksins. En niðurstaðan varð sú að hann náði
ekki kjöri og stuðningsmönnum hans fannst hann hafa brugðist
sér. Eftir það náði Ellert sér aldrei á strik innan flokksins og settist
að lokum á þing fyrir Samfylkinguna. Reynslan sýnir að pólitísk-
ar kúnstir af þessum toga duga ekki.31
Í þessu stutta textadæmi koma fyrir orðtökin naga sig í handarbökin,
taka við keflinu af einhverjum, verða hlutskarpari, koma með krók á móti
bragði, hafa ekki erindi sem erfiði, standa upp fyrir einhverjum og ná sér á
strik. Orðtökin eru greinilega notuð til þess að krydda frásögnina,
ORÐ TIL TAKS
162
30 Mörg fleiri heiti eru til yfir orðtök bæði á íslensku og þýsku, t.d. orðatiltæki og talsháttur á
íslensku og Redewendung og sprichwörtliche Redensart á þýsku.
31 „Baráttan um baráttusætið“, Morgunblaðið, 29. apríl 2009, bls. 10.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 162