Milli mála - 26.04.2009, Page 164
anna er sú sama innan og utan fasta orðasambandsins. Venja hefur
skapast um notkun þessara orða í ákveðnu samhengi, oft er um al-
gengar athafnir daglegs lífs að ræða. Dæmi: sich die Zähne putzen
(‘bursta tennurnar’), Blumen gießen (‘vökva blóm’); hér eru íslensku
þýðingarnar jafnframt dæmi um orðastæður í íslensku.
Rannsóknir á orðastæðum hafa eflst á undanförnum árum og
hafa þær ótvírætt hagnýtt gildi fyrir nám í erlendum tungumálum.
3.3 Samskiptaformúlur (þ. Routineformeln)
Samskiptaformúlur (einnig viðkvæði34) eru þau föstu orðasam-
bönd nefnd sem koma fyrir í samskiptabundnu textasamhengi.
Dæmi: guten Morgen (‘góðan dag’), guten Appetit (‘verði þér að góðu’),
grüß Gott (‘góðan dag, komdu sæll’), guten Rutsch (‘hafðu það gott
um áramótin’); takk fyrir síðast, gleðilegt sumar, takk fyrir matinn,
verði þér að góðu.
3.4 Sérstakir flokkar fastra orðasambanda
Burger nefnir auk ofangreindra flokka nokkra flokka fastra orða-
sambanda til viðbótar og er gerð grein fyrir þeim helstu hér.35
Flokkun hans er tilraun til þess að veita yfirlit yfir hið víðfeðma
svið fastra orðasambanda og auðvelda þar með umfjöllun um hana.
Ekki er um flokkun að ræða þar sem flokkað er eingöngu eftir
ákveðnum einkennum svo sem gerð, merkingu o.s.frv. heldur er
leitast við að kortleggja föst orðasambönd til þess að gefa yfirsýn yfir
sviðið. Hér er getið nokkurra helstu flokka og sýnd dæmi um þá á
þýsku og íslensku.36
ORÐ TIL TAKS
164
34 Sbr. Henning Bergenholtz, Ilse Cantell, Ruth Vatvedt Fjeld, Dag Gundersen, Jón Hilmar
Jónsson og Bo Svensén, Nordisk leksikografisk ordbok, Oslo: Universitetsforlaget, 1997, bls. 227.
35 Í umfjölluninni hér er fjórum flokkum (þ. Autorphraseologismen, onymische Phraseologismen, phraseo-
logische Termini og Klischees) sleppt þar sem fræðimenn greinir mjög á um það hvort þeir teljist
til fastra orðasambanda.
36 Harald Burger, Phraseologie, bls. 45.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 164