Milli mála - 26.04.2009, Page 166
(‘fitja upp á trýnið’), die Hände über dem Kopf zusammenschlagen
(‘fórna höndum’, bókstaflega ‘slá saman höndum yfir höfði sér’), sich
die Haare raufen (‘reyta hár sitt’), den Kopf schütteln (‘hrista höfuð-
ið’); kinka kolli, ranghvolfa augunum, hnykla brýrnar, fitja upp á
trýnið, reyta hár sitt og fórna höndum.
Athyglisvert er að leiða hugann að því hvort fórna höndum sé
hreyfiyrði eða e.t.v. gervihreyfiyrði (þ. Pseudo-Kinegramm), þ.e.
hvort málnotendur hefji í raun hendur til lofts þegar þeir fórna
höndum eða ekki.
3.4.5 Fleyg orð (þ. Geflügelte Worte)
Í flokki fleygra orða er alltaf unnt að finna heimildina, höfund eða
upprunalegan stað þar sem orðasambandið kom fyrir fyrst en það get-
ur verið t.d. í bókmenntum, bókmenntaþýðingum, auglýsingum,
kvikmyndum eða íþróttum. Fleyg orð eru oft fullyrðingar en þó er
það ekki nauðsynlegur eiginleiki þeirra. Dæmi: Grau, teurer Freund ist
alle Theorie, / Und grün des Lebens goldner Baum (Goethe), Der Ball ist
rund und das Spiel hat 90 Minuten (Sepp Herberger); Nú falla öll vötn
til Dýrafjarðar (Gísla saga), Vér mótmælum allir (Jón Sigurðsson), Öll
veröldin er leiksvið (Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar).
3.5 Föst orðasambönd sem mynda fullyrðingar
Eins og fram kemur í upphafi þessa kafla er gerður greinarmunur á
nokkrum flokkum fastra orðasambanda sem mynda fullyrðingar.
Burger gerir þar greinarmun á frösum annars vegar og tveimur
undirflokkum af tópískum formúlum, þ.e. málsháttum og algild-
um sannleika, hins vegar.
3.5.1 Málshættir (þ. Sprichwörter) og algildur sannleikur (þ.
Gemeinplätze)
Innan fraseólógíunnar er hugtakið „tópískur“, sem fengið er úr
grísku mælskulistinni og dregið af orðinu topos (‘staður’), notað yfir
þau föstu orðasambönd sem mynda fullyrðingar og ekki er þörf á að
tengja textasamhengi með ákveðnum hætti; þetta eru málshættir
og algildur sannleikur.
ORÐ TIL TAKS
166
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 166