Milli mála - 01.01.2013, Page 58
58
ingar innan forsetningarliðar og flutt þær milli höfuðsins (forsetn-
ingarinnar) og nafnliðarins. Hér er átt við forsetningar í þýsku sem
stýra annaðhvort þolfalli (t.d. bis, durch, für) eða þágufalli (t.d. aus,
bei, mit) en ekki þær sem geta stýrt tveimur föllum (t.d. in, an, auf,
über, unter), annað hvort þolfalli eða þágufalli (Baten 2011: 459).17
Á stigi fjögur er komið að fallmörkun andlaga. Málnemi getur
nú flutt upplýsingar á milli liða í setningunni og föll á þessu stigi
fá hlutverkslegt gildi. Þar með er aðgreining á þolfalli og þágufalli
möguleg og málnemar geta líka fært nafnliði til innan setningar-
innar, þeir geta haft beint andlag í þolfalli á undan sögn og frumlag
í nefnifalli á eftir sögn. Auk þess gerir Baten ráð fyrir því að mál-
nemar verði færir um að nota forsetningar sem geta stýrt tveimur
föllum á kerfisbundinn hátt á þessu stigi. Það er rökrétt þar sem
notkun þeirra krefst úrvinnslu á setningaplani þar sem það er
merking sagnarinnar sem ræður fallinu á nafnlið forsetningarinnar.
3.2 Stigveldisspá um föll í íslensku
Fallaspá Batens tekur aðeins til þróunarinnar á milli c-gerðar og f-
gerðar, þ.e. málfræðihlutverk í tengslum við setningastöðu. Hann
rannsakar ekki sérstaklega tengslin á milli a-gerðar og f-gerðar, þ.e.
á milli merkingarhlutverka og málfræðihlutverka. Hér verður gerð
tilraun til að setja fram stigveldisspá um þróun falla í íslensku, en
hún byggir m.a. á niðurstöðum Batens. Hér má líka nefna rannsókn
Maisu Martin (2002) á finnsku sem öðru máli í anda úrvinnslu-
kenningarinnar. Martin dregur þá ályktun út frá niðurstöðum
sínum að fallmörkun liggi á mismunandi stigum í úrvinnslustig-
veldinu. Merkingarleg föll segir hún koma á undan setningarlegum
föllum, þ.e. strax á stigi 2 þar sem upplýsingarnar um föllin koma
með orðunum úr orðasafni.
Við setjum fram spá um þróun tengsla milli setningarstiganna
þriggja í tvennu lagi. Annars vegar skoðum við þróun tengslanna á
milli merkingarhlutverka og málfræðihlutverka, þ.e. þróun orða-
17 Eins og í þýsku eru algengar staðarforsetningar í hópi þeirra forsetninga sem stýra ýmist þolfalli
eða þágufalli í íslensku, t.d. forsetningarnar í og á. Ekki er ólíklega að málnemar noti þessar forset-
ningar aðeins í einu falli (þágufalli) í byrjun máltileinkunar, þ.e. noti forsetningarnar í og á sem
einsfallsforsetningar. Við skoðuðum ekki forsetningarliði sérstaklega í gögnum okkar; athugun á
þeim bíður betri tíma.
FALLATILEINKUN Í ÍSLENSKU SEM ÖðRU MÁLI