Milli mála - 01.01.2013, Page 324
324
að vera hugrakkir í bardögum og sýna konunum ástríki. Hann
segir þeim frá því sem í vændum er og hvernig það sem þeir ráðast
í muni fara; hann hvetur þá ýmist eða letur til þess að fara í stríð.
En þessu fylgir sá skilmáli að ef hann spáir ekki rétt og ef hlutir
gerast með öðrum hætti en hann sá fyrir er hann brytjaður í þúsund
bita, ef þeir ná honum, og dæmdur fyrir að vera falsspámaður. Af
þessu leiðir að sá sem hefur rangt fyrir sér einu sinni sést ekki
framar.
Spámennskan er guðsgjöf, þess vegna eru það refsiverð svik að
misnota hana. Þegar spámenn Skýþa höfðu óvart rangt fyrir sér voru
þeir hlekkjaðir á höndum og fótum og lagðir niður á kerrur sem
voru hlaðnar lyngi og uxum var beitt fyrir, og þar voru þeir látnir
brenna. Þeim sem sjá um mál er lúta að mannlegri getu er fyrir-
gefið hafi þeir lagt sig alla fram. En hinir sem koma og ljúga því að
þeir hafi yfirskilvitlega krafta sem eru utan okkar þekkingar, þarf
ekki að refsa þeim fyrir að efna ekki loforð sín og fyrir fífldirfskuna
sem olli svikunum?
Þeir fara í stríð við þjóðirnar sem búa handan við fjöllin, lengra
inni í landi, og þangað fara þeir kviknaktir og ekki vopnaðir öðru
en boga eða trésverði sem er með odd á öðrum endanum eins og
járnoddurinn á höggspjótunum okkar. Harkan í bardögum þeirra er
furðumikil og þeim lýkur alltaf með dauða og blóðsúthellingum
vegna þess að þeir vita ekki hvað flótti og ótti er. Hver og einn
tekur með sér höfuð óvinarins sem hann drap sem sigurtákn og
hengir það við inngang vistarveru sinnar. Eftir að hafa annast fanga
sína um langt skeið og veitt þeim öll þau þægindi sem hugsast
getur býður fangavörðurinn öllum sem hann þekkir til samkomu.
Hann bindur reipi við annan handlegg eins fangans og heldur í
enda þess í nokkurra skrefa fjarlægð, af ótta við að fanginn meiði
hann, og lætur svo besta vin sinn halda í hinn handlegg fangans á
sama hátt, og fyrir framan viðstadda slá þeir fangann með sverðum
þar til hann rotast. Að því búnu er hann steiktur yfir eldi og allir
eta saman og senda bita til þeirra vina sinna sem ekki eru við-
staddir. Þetta er ekki, eins og halda mætti, til þess að næra sig eins
og Skýþar gerðu forðum, heldur til þess að ná fram fullkominni
hefnd. Það má sjá af því að þegar þeir sáu að Portúgalar, sem höfðu
slegist í lið með óvinum þeirra, notuðu aðra aðferð til þess að drepa
AF MANNÆTUM