Morgunblaðið - 06.01.2012, Side 4
Staðgreiðsla
Staðgreiðsla skatta 2012 er reiknuð í þremur þrepum.
Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir:
Af fyrstu 230.000 kr. 37,34%
Af næstu 474.367 kr. 40,24%
Af fjárhæð umfram 704.367 kr. 46,24%
Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur,
sem er 46.532 kr. á mánuði.
Sjómannaafsláttur er 493 kr. á dag.
Frádráttur vegna iðgjalda
í séreignarsjóð
Heimill frádráttur vegna greiðslu launþega í séreignar-
sjóð lífeyrisréttinda breytist úr 4% í 2% frá og með
1. janúar 2012.
Laun frá fleiri en einum
launagreiðanda
Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda
þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á
staðgreiðslu. Fari laun yfir 230.000 kr. hjá einum launa-
greiðanda þarf að reikna 40,24% staðgreiðslu af launum
hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,24%.
Tryggingagjald
Tryggingagjald er 7,79% og lækkar frá fyrra ári.
Fjármagnstekjuskattur
Skattur á fjármagnstekjur er 20%.
Framtal og álagning
Barnabætur
Barnabætur með fyrsta barni hjóna eru 152.331 kr. og
með hverju barni umfram eitt 181.323 kr. Bætur með
fyrsta barni einstæðra foreldra eru 253.716 kr. og með
hverju barni umfram eitt 260.262 kr.
Skerðingarmörk vegna tekna eru 3.600.000 kr. hjá hjónum
og 1.800.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Bæturnar
skerðast um 3% af tekjum umfram þessi mörk fyrir eitt
barn, 5% fyrir tvö börn og 7% ef börnin eru þrjú eða fleiri.
Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en 7 ára er
61.191 kr. og skerðist um 3% af tekjum umfram ofan-
greind mörk.
Vaxtabætur
Hámark vaxtabóta er 400.000 kr. fyrir einhleyping,
500.000 kr. fyrir einstætt foreldri og 600.000 kr.
fyrir hjón/sambúðarfólk.
Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta ekki orðið hærri
en 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðarkaupa og að
hámarki 800.000 kr. hjá einhleypingi, 1.000.000 kr. hjá
einstæðu foreldri og 1.200.000 kr. hjá hjónum og sam-
búðarfólki. Skerðing vegna tekna er 8% af tekjustofni.
Vaxtabætur einhleypinga og einstæðra foreldra byrja að
skerðast við nettóeign 4.000.000 kr. og falla niður þegar
hún nær 6.400.000 kr.
Vaxtabætur hjóna og sambúðarfólks byrja að skerðast
við nettóeign 6.500.000 kr. og falla niður þegar hún nær
10.400.000 kr.
Sérstök vaxtaniðurgreiðsla
Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök
niðurgreiðsla vaxta.
Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðar-
húsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá
einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk
og einstæða foreldra.
Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en eignatengd
og byrjar að skerðast þegar nettóeign einstaklings fer yfir
10.000.000 kr. eða nettóeign hjóna, sambúðarfólks og
einstæðra foreldra fer yfir 15.000.000 kr. og fellur niður
við tvöfalt hærri fjárhæð.
Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí
og 1. ágúst.
Auðlegðarskattur
Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr.
og að 150 milljónum kr. og nettóeign hjóna umfram
100 milljónir kr. og að 200 milljónum kr. er lagður 1,5%
auðlegðarskattur. Á nettóeign umfram þessar fjárhæðir
er lagður 2% auðlegðarskattur.
Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög.
Skattar, gjöld og