Morgunblaðið - 06.01.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.01.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Páll Vilhjálmsson dregur álykt-anir af nýliðnum atburðum:    Steingrímur J. Sigfússon og klík-an í kringum hann lítur á Vinstrihreyfinguna grænt framboð sem sína prívatfasteign sem megi selja eða veðsetja eftir hentug- leikum pólitískra hrossakaupa.    Grundvallarmálflokksins fara fyrir lítið ef í boði er feitt ráðherraemb- ætti.    Framferði Stein-gríms J. og fé- laga grefur undan stjórnmálamenn- ingu landsins.    Þegar félagsmenn og kjósendurstjórnmálaflokka geta ekki lengur treyst því að margítrekaðar samþykkir landsfunda haldi er skammt í pólitíska upplausn.    Líkt og aðrir stjórnmálaflokkarmeð fulltrúa á alþingi fær Vinstrihreyfingin grænt framboð opinbert fé til rekstursins.    Almannafé til pólitískrar starf-semi er réttlætt með vísun til þess að í lýðræðisþjóðfélagi skuli al- menningur eiga valkosti í stjórn- málum.    Lágmarksvirðing forystu stjórn-málaflokka fyrir flokkssam- þykktum er forsenda fyrir því að þessir valkostir séu raunverulegir en ekki blekking.    Kjósendur Vinstrihreyfingarinn-ar græns framboðs fengu stefnu Samfylkingarinnar eftir síð- ustu kosningar vegna svika forystu Vinstri grænna þann 16. júlí 2009.“ Páll Vilhjálmsson Flokkur eða fasteign? STAKSTEINAR Steingrímur J. Veður víða um heim 5.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 alskýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -3 skýjað Kirkjubæjarkl. -2 skýjað Vestmannaeyjar 2 alskýjað Nuuk -12 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur -1 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 8 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 5 skúrir Hamborg 5 skúrir Berlín 5 skýjað Vín 8 alskýjað Moskva 1 léttskýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 skýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal -6 léttskýjað New York 0 alskýjað Chicago 2 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:54 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 15:25 SIGLUFJÖRÐUR 11:37 15:06 DJÚPIVOGUR 10:51 15:15 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Almenningur keypti tvöfalt fleiri nýja fólksbíla í fyrra en árið 2010. Alls seldust 5.042 nýir fólksbílar hér á landi í fyrra, samkvæmt tölum Umferðarstofu. Af þeim voru 2.547 bílar seldir öðrum en bílaleigum, að sögn Bílgreinasambandsins. Árið 2010 keypti almenningur 1.266 nýja fólksbíla og því meira en tvöfaldaðist salan á nýjum fólksbílum til almenn- ings á milli ára. Í fyrra seldist mest af Toyota- fólksbílum eða 787 bílar. Þar næst kom Volkswagen með 614 bíla og svo Suzuki með 516 bíla. Íslenskir bílablaðamenn völdu Volkswagen Passat Eco Fuel, sem er sérstaklega smíðaður fyrir metan, bíl ársins 2012. Kaupendur tóku þessum bíl vel í fyrra og seldust þá 125 bílar í metanútfærslu. Einnig seldist á þriðja tug Volkswagen Caddy sendibíla í metanútfærslu. Marinó Björnsson, sölustjóri Heklu, sagði Passat-metanbílinn vera með tank fyrir 34 m3 af met- angasi og 31 lítra bensíntank. Bíllinn kemst 450 km á metanfyllingunni og 430 km á bensíninu eða 880 km alls. Volkswagen Passat er án vöru- gjalda vegna þess að hann er met- anknúinn. Marinó sagði að útreikn- ingar í júní í fyrra hefðu sýnt að miðað við ekna 1.000 km hafi verið helmingi ódýrara að aka á metankn- únum bíl en á bensínknúnum miðað við samskonar tegundir bíla. 101% fleiri fólksbílar til almennings  Almenningur keypti 2.547 nýja fólksbíla í fyrra 101% aukning í sölu nýrra bíla til almennings 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2010 2011 1.266 2.547 Heimild: BGS Morgunblaðið/Kristinn Metan Marinó Björnsson sölustjóri við metanknúinn Volkswagen Passat. Sími 555 2992 og 698 7999 VERIÐ VIÐBÚIN VETRINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum NÁTTÚRUAFURÐ úr selgraslaufum Þeir tveir ráð- herrar sem hurfu úr ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurð- ardóttur um ára- mótin; Jón Bjarnason og Árni Páll Árna- son, eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði hvor, þ.e. þeir halda ráð- herralaunum í þann tíma að frá- dregnu þingfararkaupi. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneyt- inu gera þetta 2,7 milljónir króna á hvorn ráðherra, eða samanlagt 5,4 milljónir króna. Til viðbótar eiga aðstoðarmenn ráðherranna rétt á biðlaunum í þrjá mánuði hvor en forsætisráðuneytið segir kostnaðinn óljósan. Fari að- stoðarmennirnir í annað starf falla biðlaunin niður eða að þeir fá greiddan mis- mun. Áform eru uppi um frekari sam- einingu ráðu- neyta á þessu ári, og þá í eitt atvinnuvegaráðuneyti með samruna sjávarúvegs- og land- búnaðarráðuneytisins annars vegar og iðnaðarráðuneytisins hins vegar. Einnig gæti hluti verkefna efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins far- ið þar inn í. Kostnaður við þessar breytingar liggur ekki fyrir en und- irbúningsvinna er hafin. bjb@mbl.is 5,4 milljónir króna í biðlaun ráðherra Árni Páll Árnason Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.