Morgunblaðið - 06.01.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
„Það hefur verið óvenjumikið að gera miðað við
árstíma, venjulega er rólegt á þessum tíma,“
sagði Elvar Örn Magnússon, bifreiðasmiður, á
pústverkstæðinu Púst hjá Einari. Þar vinnur
fullskipað lið við að laga biluð pústkerfi á bílum.
„Það hefur allt verið fullt frá áramótum. Við
vorum með opið á milli jóla og nýárs og þá var
mikið að gera en enn meira nú,“ sagði Elvar.
Hann sagði annirnar hafa aukist þegar snjóaði.
Elvar sagði greinilegt að menn væru að reka
bílana niður og skemma pústkerfin. Ástæðan sé
klakinn á götunum, snjóhryggir sem fólk reyni
að troðast yfir og ófærðin almennt. Svo er að sjá
sem of lágt sé undir bílana miðað við ástandið á
götunum og eins kann að vera að bílstjórarnir
oftreysti ökutækjum sínum í ófærðinni.
Elvar sagði oft og tíðum hægt að laga
skemmdirnar. „Það er um að gera fyrir fólk að
koma strax og eitthvað bilar í staðinn fyrir að
draga pústið á eftir sér um bæinn. Þá getur það
eyðilagst alveg.“ gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pústkerfin púsluð saman eftir átökin við ófærðina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fram kom í Kastljósi Ríkisútvarps-
ins á miðvikudag að búið væri að
leysa mál öryrkjans Alberts Jensen
sem hóf mótmælasvelti vegna
óánægju með þá umönnun sem hon-
um bauðst hjá velferðarsviði Reykja-
víkurborgar. Albert sagði í gær að
þetta væri ekki rétt, sennilega hefði
Kastljósið fengi rangar upplýsingar.
Málið væri enn óleyst. „Heiða í
Vinun sagði mér í dag að ekki hefði
verið gengið að hennar tilboði,“ sagði
Albert. Fulltrúar borgarinnar hefðu
sagt að ekki væri hægt að ganga að
tilboði Vinunar sem er einkarekin
ráðgjafar- og þjónustumiðstöð. Að-
spurður sagðist Albert, sem er á ní-
ræðisaldri, þó ekki hefja strax mót-
mælasvelti á ný. Hann ætlaði að gefa
mönnum færi á að leysa deiluna enda
væri um algert neyðarúrræði að
ræða. Albert er með mænuskaða,
hann þjáist af ofnæmi og segir starfs-
fólk Vinunar geta veitt þá sérhæfðu
þjónustu sem hann þurfi en ekki
starfsmenn velferðarsviðsins.
Alls vinna sem stendur 18 manns
hjá Vinun, margir þó í hlutastarfi,
tveir eru hjúkrunarfræðingar en hin-
ir með margvíslega menntun á sviði
umönnunar. Skjólstæðingarnir eru
nú liðlega 30, margir kaupa þjón-
ustuna beint, oft tímabundið og um-
fang þjónustunnar er misjafnt. Einn-
ig hefur Vinun gert samninga við
borgina.
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir,
framkvæmda-
stjóri miðstöðv-
arinnar, segir að
margir langveikir
og fatlaðir fái ekki
þjónustu sem þeir
eigi í reynd rétt á,
um sé að ræða
stórt gat í lög-
bundinni velferð-
arþjónustu hér-
lendis og hafi lengi verið.
En hvað kostar þjónusta Vinunar?
„Við tökum mið af launum á mark-
aðnum og seljum almenna þjónustu á
3.000 til 3.200 kr. á tímann í dagvinnu,
en svo þurfum við að borga launa-
tengd gjöld sem eru alls um 43% af
töxtunum. Hins vegar höfum við
aldrei skilið viðmiðanir borgarinnar,
þeirra taxtar eru svo lágir.“
Stella Víðisdóttir er sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs hjá Reykjavíkurborg.
Hún segir að allmargir þurfi afar
mikla umönnun en þörfin sé ávallt
metin hjá hverjum fyrir sig eftir
ákveðnum reglum. Alls séu nú um
100 þjónustusamningar í gildi hjá
sviðinu við fólk sem kjósi fremur að
fá peninga til að kaupa þjónustu en fá
hana hjá starfsmönnum sviðsins.
Stella segist ekki ræða mál ákveð-
inna skjólstæðinga en hún fagni um-
ræðunni.
Vantar ramma til að vinna eftir
„En hún þarf auðvitað að vera
bæði fagleg og málefnaleg,“ segir
Stella. „Það er mjög haldið á lofti
hugtakinu notendastýrð, persónuleg
aðstoð sem gengur út á að fólk fái
fjármagnið, geti keypt sér þjónustu,
valið hver veiti hana og hvenær.
Þetta er auðvitað framtíðin.“ Hún
segir að beðið sé eftir leiðbeiningum
eða handbók frá nefnd velferðarráðu-
neytisins til þess að vinna eftir, öll
sveitarfélög bíði eftir henni. Þá verði
hægt að móta reglur, m.a. um kaup
og annan kostnað.
– En þarf ekki að hlusta á rödd
skjólstæðingsins, ekki síst ef hann er
mjög örvæntingarfullur?
„Við erum að vinna í því að leysa
slík mál, höfum reynt að leggja aukna
áherslu á samráð við notendur, þann-
ig að hann geti keypt þjónustu af
þriðja aðila. Við reynum alltaf að
mæta fólki ef það er óánægt, reynum
að leysa úr því með samtölum.“
Segir deilu sína við borgina enn óleysta
Öryrkinn Albert Jensen er hættur mótmælasvelti í bili og hyggst veita mönnum færi á að leysa málið
Hann fékk að vita í gær að velferðarsvið Reykjavíkurborgar gæti ekki gengið að tilboði Vinunar
Albert Jensen
ÚTSALA
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Verðdæmi: áður: nú:
Kjólar 9.900 4.950
Kápa/ermar 13.900 6.950
Poncho 6.900 3.450
Bolir 3.900 1.950
Buxnaleggings
10.900 5.450
Allt nýjar og
nýlegar vörur
50%
afsláttur
Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík
sími 568 2870 | www.friendtex.is
ÚTSALA
ALLT AÐ 60%
AFSLÁTTUR
SOO.DK
barnafötin seld með
40% afslætti
Opið: mán.- fös. kl. 11-18 – lau. kl. 11-14
N
Ú
ER
BA
RA
H
Æ
GT
AÐ
G
ER
A
GÓ
Ð
KA
UP
LANGUR
LAUGARDAGUR
LAUFLÉTT ÚTSÖLUSTEMNING Í MIÐBORGINNI!
VELKOMIN Í MIÐBORGINA OKKAR. ÁVALLT!
VERÐLAUNAHLJÓMSVEITIN WHITE SIGNAL VERÐUR Á FARALDSFÆTI
FRÁ GÖMLU HÖFNINNI KL. 13:30 AÐ HALLGRÍMSKIRKJU OG HLEMMI
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
Um 15 þúsund manns hafa komið í
Bláfjöll það sem af er vetri. Opið hef-
ur verið í 20 daga, þar af í 13 daga
fyrir almenning. Einar Bjarnason
rekstrarstjóri á Skíðasvæðunum í
Bláfjöllum, segir aðsóknina búna að
vera góða og nýtingu mjög góða, en í
allan fyrravetur var aðeins opið fyrir
almenning í fimm daga.
Nýting á skíðasvæðunum í Blá-
fjöllum hefur verið misjöfn síðustu
ár. Sum árin hefur skortur á snjó
komið í veg fyrir að höfuðborg-
arbúar hafi getað rennt sér þar á
skíðum. Nú er nægur snjór og ekk-
ert sem bendir til að hann sé á förum
í bráð. Það er því bara veðrið sem
getur komið í veg fyrir að þar sé op-
ið. Miðað við veðurspá næstu daga
er hætt við að það verði ekki hægt að
halda opnu alla daga í næstu viku.
Um 15 þúsund
gestir í Blá-
fjöllum í vetur