Morgunblaðið - 06.01.2012, Page 11

Morgunblaðið - 06.01.2012, Page 11
Bieber til Íslands! Bieber Parade á Íslandi síðastliðið haust var nokkuð fjölmenn eins og hér sést. saman. Við urðum dálítið reiðar þegar fréttist af barninu. Þá varð allt brjálað í umræðunum. Við vild- um ekki trúa þessu upp á hann enda reyndist þetta ekki vera satt,“ segir Olga Katrín og vísar til þess þegar ung kona sagðist hafa eignast barn með Bieber. Ilmvatn og rúmföt Eitt af því sem fylgir slíkri stjörnudýrkun er að safna ýmiss konar hlutum með myndum af goð- inu og er aðdáendahópur Justins Biebers þar ekki undanskilinn. „Eftir jólin voru allir að setja inn hvað þeir hefðu fengið um jólin eins og t.d. Justin Bieber-rúmföt, plaköt og ilmvötn. Ég á sjálf ilm- vatnið og rúmfötin og fékk alveg fullt í jólagjöf,“ segir Olga Katrín. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Nú þegar kalt er í veðri er mikilvægt að gleyma ekki blessaðri húðinni. Vendu þig á að bera á hana gott krem því annars verður húðin eins og hreistur, þurr og hrjúf viðkomu. Á andlitið er gott að setja milt krem á morgnana. Andlitskremin frá Eucerin og ĹOccitane eru t.d. tilvalin fyrir þá sem eru með viðkæma húð. En auðvitað er úrvalið mikið og best að prófa sig áfram til að finna það sem hentar manni best. Fyrir okkur dömurnar er gott að nota litað dag- krem sem gefur frískleika og raka yf- ir daginn. Svo er að muna líka eftir kroppnum og þá virkar kókosfita t.d. mjög vel á þurra húð en hana má líka nota í eldhúsinu. Smá ólífuolía í bað- ið virkar líka vel. Þurr húð Morgunblaðið/Kristinn Góð Kókoshnetan nýtist í ýmislegt. Kókosfita og ólífuolía Kanadíski söngvarinn Justin Drew Bieber, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1. mars árið 1994. Það var umboðsmaðurinn Scooter Braun sem upp- götvaði Bieber árið 2008 þegar hann sá mynd- band með honum á YouTube. Fyrsta plata söngvarans, My World 2.0, kom út í mars árið 2010 og sló lagið Baby fljótlega í gegn víðs vegar um heim, en platan náði á topp tíu lista yfir vinsælustu plöturnar í mörgum löndum og varð platínuplata í Bandaríkjunum. Bieber er í sambandi með ungleikkonunni Selenu Gomez. Justin Bieber sló í gegn með Baby SÖNGVARINN Justin Bieber Söngvarinn á sér marga aðdáendur víða um heim. Reuters NAUTA RIBEYE 3.495 KR/KG NAUTA HAKK 1 FL. 1.250 KG/KG SÚPUR 3 TEG., HUMAR, ÍSLENSK KJÖTSÚPA OG UNGVERSK GÚLLASSÚPA -30% TRIPPAFILE Í STEIKARMARINERINGU 2.495 KR/KG KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - 6.-7. JANÚAR Þökkum móttökurnar AFMÆLISTILBOÐ ALLA HELGINA VIÐ ERUM EINS ÁRS Opnunartími: föstudagur 10-18.30 laugardagur 11-16 KYNNINGAR föstudag og laugardag Samkvæmt lista breska tímaritsins Glamour eru þessir menn hér til hlið- ar á lista yfir þá myndarlegustu á árinu sem var að líða. En á listanum var að finna ýmsa þekkta kvik- myndaraleikara bæði breska og bandaríska. Lesendum vefsíðu tímaritsins bauðst að velja þá sem þeim fyndist bera af í þokka og fegurð. Auðvitað er smekkur okkar misjafn og getur hér auðveldlega skeikað einhverju en þó er varla hægt að segja annað en að þeir séu ágætlega myndarlegir. Mennirnir í efstu sætunum voru í yngri kantinum en aftarlega voru til að mynda Johnny Depp og Gerald Butler. Ekki þarf nú mikið að kvarta yfir þeim en líklega höfða þeir síður til yngri lesenda Glamour. Nú er bara spurning hvort þeir efstu muni halda sæti sínu á komandi ári eða hvort einhverjir nýir og enn meira spennandi muni stíga fram á sjónarsviðið. Breska tímaritið Glamour Listi yfir flott- ustu leikarana á árinu 2011 Nr 4 Paul Walker.Nr 2 Lee Pace. Nr 1 Ewan McGregor. Nr 5 Alexander Skarsgaard.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.