Morgunblaðið - 06.01.2012, Page 21

Morgunblaðið - 06.01.2012, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Jónas Erlendsson Frá suðurbrúnum Seldals Í hlaupinu í fyrrasumar fyllti Múlakvísl farveginn og vel það en nú rennur hún ekki frá Mýrdalsjökli og aðeins er þarna bergvatn úr Höfðabrekkuafrétti. Í Morgunblaðinu 23. des. sl. birtist í þætt- inum Baksvið úttekt eftir Helga Bjarnason blm. um álverið í Helguvík og þær hindranir sem sýni- legar eru í brautinni að orkusölusamn- ingum vegna álvers- ins, m.a. um óvissu í skipulags- og leyf- ismálum. Úttekt þessi í Mbl. er afar at- hygliverð, vel unnin og sýnir, að mati undirritaðs, hve langt er í land hjá okkur Íslendingum að ná sam- komulagi innbyrðis um hvernig standa eigi að frekari fram- kvæmdum á sviði orkumála í land- inu. – Ekki bara fyrir Helguvík – heldur líka orkuöflun á landsvísu fyrir uppbyggingu í atvinnurekstri innlendra sem erlendra fyrirtækja. Helguvíkin – pólitískt bitbein Enginn þarf að efast um að fram- kvæmdir í Helguvík eru sérstaklega illa séðar hjá þeirri vinstri ríkis- stjórn sem nú situr, einkanlega Vinstri grænum, sem álíta ennþá sérhverja framkvæmd og endurnýj- un á svæðinu í kringum Keflavík- urflugvöll framhald á „áhrifum“ bandaríska varnarliðsins þar syðra. Það þarf því ekki að koma á óvart að reynt sé að tefja framkvæmdir á þessu svæði. Orkuöflun með nýjum virkjunum er því hluti af þráteflinu um Helguvík. Bæjarfélög á Suðurnesjum eiga bágt með að rísa upp og krefjast þess að hindrunum verði rutt úr vegi. Þau eru sjálf mörg fjárvana, undir ríkisvaldið sett, og vilja ekki „styggja“ landsfeðurna sem eiga oft fullt í fangi með að halda aftur af hinum fámennu og harðskeyttu hópum sem nánast mætti kalla öfgahópa, og fylgjast náið með hverju fótmáli sem stigið er til lausnar á orkuöflun. Oft virðist óljóst, hvort þessi hóp- ar vinna sjálfstætt eða eru beint handbendi ráðamanna eða ráðherra í einstökum ráðuneytum stjórn- arráðsins. Óvissa um lagningu svo- kallaðrar Suðurnesjalínu, í lofti eða í jörðu niðri er einn þáttur þessarar magnþrungnu deilu. Uppbygging og rekst- ur álversins í Helguvík er hins vegar al- gjörlega háð því að flutningur um þessa línu verði tryggður. – Og raunar allar virkj- anir á Suðurnesjum. Vatnsaflið sem „vernda“ skal Það virðist sem það sé fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum að koma ekki beint að þeirri harðvítugu baráttu sem umhverf- issinnar standa að um verndun alls vatnsafls í landinu, svo að það nýtist ekki til þeirrar „óhreinu“ starfsemi sem þeir segja felast í stóriðju og jafnvel hvers konar uppbyggingu annarri ef það tengist erlendum fyr- irtækjum. Það kæmi ekki á óvart þótt deilan um Helguvík endaði með því að Norðurál segði skilið við samskiptin við Íslendinga og hyrfi frá fyrirhug- uðum framkvæmdum. – Staðfest er að HS Orka getur ekki afhent orku við núverandi aðstæður. Engin trygg leið er í augsýn til orkuöflunar önnur en vatnsaflið, sem er orðið „heilög kýr“ þegar kemur að virkjun á þeim orkuríku vatnsföllum sem hér bíða þess að verða að liði í framþróuninni. – Í hinni örlagaríku deilu um álver í Helguvík, sem gæti orðið upphafið á ríkulegri uppbyggingu atvinnulífs víða um land, virðist sem skrifað á vegginn: Helguvík burt – vatnsaflið „kjurt“. Fossarnir til að horfa á Það er kunnara en endurtaka þurfi, að erlendir ferðamenn eru gjarnan leiddir að fossum landsins til að mynda og dást að þar til úðinn blindar augun og eru fegnastir að fá skjól í rútunni, því ekki er til að dreifa aðbúnaðinum fyrir þessa hópa á þessum fjölsóttu ferða- mannastöðum. Á þekktum ferðamannastöðum erlendis þar sem fossaflið hefur ver- ið beislað – t.d. við Niagara-fossana í Vesturheimi og í Noregi er að- dráttarafl náttúrunnar samnýtt risavatnsaflsvirkjunum sem svo bjóða ferðamönnum aðstöðu til hvers konar afþreyingar. – Hér hef- ur skortur á salernisaðstöðu lengst af verið helsta fyrirstaða þess að ferðamenn gætu dvalið lengur en þörf krefur á vinsælum áning- arstöðum í náttúrunni! En það er eins og fyrri daginn hér, að einmitt íslensk náttúra er ekki föl nema fyrir útvalda, og verða þeir hinir sömu þá einnig að hafa eftirfarandi að leiðarljósi: Bara horfa, ekki snerta! Og það gildir auðvitað um íslensku fossana, og al- veg sérstaklega um þá: Fossarnir skulu „verndaðir“ – ekki virkjaðir! Auðæfin leysi fjárþörfina Sæstrengur héðan til Evrópu til raforkuflutnings getur aflað Íslandi ómældra tekna. Hefur enda í reglu- verki ESB um „Samevrópsk net“ verið sett inn skilgreing á því sem forgangsverkefni að Ísland gæti notið stuðnings við slík áform. Það þarf því ekki að furða sig á að ís- lenskir fossar skuli lengi hafa verið á skrá yfir hugsanlega virkj- unarstaði. Ekki síst Gullfoss. – Um slíkar hugleiðingar má m.a. lesa í skrifum fyrrv. orkumálastjóra, Jak- obs Björnssonar, í Mbl. – síðast 28. maí sl. (Virkjun Hvítár við Gullfoss og víðar). Auðlindir bíða þess að verða virkjaðar. Ekki bara vatnsaflið, heldur einnig hin þykku setlög á Skjálfandaflóa sem Shell Intl. sótt- ist eftir að rannsaka, svo og gasupp- sprettur á öllu Tjörnesbrotabeltinu, sem eru lítt rannsakaðar. – Auðlind- ir sem leystu Ísland undan óþarfa ádráttarlánum frá nágrannaþjóðum fyrir gjaldeyrisforða í Seðlabank- anum. Eftir Geir R. Andersen » Það kæmi ekki á óvart þótt deilan um Helguvík endaði með því að Norðurál segði skilið við sam- skiptin við Íslendinga og hyrfi frá fram- kvæmdum. – Staðfest er að HS Orka getur ekki afhent orku við núverandi aðstæður. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Helguvíkin burt – vatnsaflið „kjurt“ Nýjasta sönnun þess hversu brýnt er að auka upplýsingaskyldu stjórn- valda í umhverfismálum birtist okkur í kadmíum- áburðarmálinu svokall- aða. Þegar alltof mikið magn af þungmálminum kadmíum fannst í áburði sem seldur var í fyrra var ekki upplýst um málið – hvað þá gripið til ráðstaf- ana – fyrr en ríflega hálfu ári síðar, löngu eft- ir að allt efnið var komið á tún og þar með út í vistkerfið. Málsbætur eft- irlitsaðila eru þær að ekki hafi þótt bráð hætta á ferðum þar sem einungis hafi verið um einangrað tilvik að ræða og neikvæð áhrif kadmíums séu ekki teljandi nema frávikið endurtaki sig ár eftir ár. Kadmíum telst engu að síður til óæskilegra þungmálma sem safnast fyrir í vefjum lífvera og í vistkerfum. Þannig safnast það til dæmis fyrir í innyflum dýra sem ýmis matvara er unnin úr, og í kartöflum og grænmeti. Á vef Umhverfisstofnunar segir að efnið sé hugsanlega krabbameinsvald- andi, það veiki bein, skemmi nýru og lungu og valdi beinverkjum í liðamót- um. Viðbragðsleysi eftirlitsstofnana hlýtur því að vekja áleitnar spurn- ingar um rétt almennings og frum- kvæðisskyldu stjórnvalda þegar jafn mikið frávik á sér stað frá lögboðnum takmörkunum óæskilegra efna í um- hverfinu, og þarna varð. Flestum er enn í fersku minni díox- íðmálið sem kom upp á síðasta ári, þegar í ljós kom að díoxíðmengun frá þremur sorpbrennslustöðvum á lands- byggðinni hafði um langt skeið verið tugfalt yfir leyfilegum mörkum. Þá, líkt og nú, kom í ljós að stjórnsýslan og eftirlitsaðilar virðast ófær um að bregðast skjótt og fumlaust við slíkum atvikum. Skortur á upplýsingaflæði, lítil eftirfylgni og takmörkuð heild- arsýn virðist ráða þar mestu – í díox- íðmálinu réð einnig lélegt gagnalæsi og ráðaleysi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú er það ekki þannig að þving- unarúrræði skorti, eða eftirlitsreglur vegna starfleyfisveitinga. Það sem á skortir er festa og fag- mennska við fram- kvæmd þeirra. Hlutverk stjórn- sýslu- og eftirlitsstofn- ana er – samkvæmt ís- lenskum lögum og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að – að verja almannahags- muni og vernda íbúa landsins. Þetta hlut- verk hefur hins vegar þynnst út í þeim hluta lagasetningarinnar sem útfærir nánar af- markaða þætti stjórn- sýslu og eftirlits. Almannahagsmuni og almannaheill þarf að skýra betur í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Lög- gjöfin þarf að kveða fastar á um við- bragðs- og upplýsingaskyldu stjórn- valda gagnvart almenningi, sem og rétt íbúa til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði. Af þessari ástæðu lagði ég fram á síðasta vorþingi, og aftur nú á haust- þingi, frumvarp til laga um herta upp- lýsingaskyldu stjórnvalda í umhverf- ismálum. Lagðar eru til þó nokkrar breytingar á þremur greinum laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um um- hverfismál. Lagt er til að við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein sem skyldar stjórnvöld afdráttarlaust til þess að hafa frumkvæði að upplýs- ingagjöf sé ástæða til að ætla að veru- leg frávik vegna mengandi efna í um- hverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Allar miða breyting- arnar að því að tryggja rétt almenn- ings til þess að fá og frumkvæð- isskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar um umhverfismál. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Upplýsingaskylda stjórnvalda – ekki vanþörf á Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir »Kadmíum-áburð- armálið er ljós sönn- un þess hversu brýnt er að skerpa skyldu stjórn- valda til þess að upplýsa um umhverfisvá og vernda almenning. Höfundur er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.