Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 ✝ Steinn Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1932. Hann lést á Hrafn- istu í Kópavogi 28. desember 2011. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 27. nóv- ember 1896, d. 21. febrúar 1966, er var sonur Gyðríðar Steinsdóttur frá Einarshöfn á Eyrarbakka, og Jóns Sigurðs- sonar frá Brekkum í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu. Móð- ir Steins var Sigurást Níelsdóttir, f. 6. nóvember 1896, d. 29. nóvember 1978, er var dóttir Marsibil Sigurðardóttur úr Staðastaðasókn og Níelsar Ólafssonar úr Ingjaldshólssókn. Systkini Steins voru Karl Guð- mundsson, f. 1924, Guðmundur V. Guðmundsson, f. 1926, d. 2007, Marsibil Katrín Guð- mundsdóttir, f. 1939. Steinn kvæntist 13.11. 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu Guðbjörgu Þorvalds- dóttur frá Hóli í Bakkadal, Arn- arfirði, f. 8.1. 1932. Foreldrar deildarstjóri málmiðn- aðardeildar um árabil. Hann var einn af stofnendum Málm- suðufélags Íslands, og formaður þess um skeið. Sat í fræðslu- nefnd fyrir málmiðngreinar og formaður um skeið, skrifaði námsskrá með öðrum fyrir sömu greinar. Hann var með- limur í Suðutæknifélagi Sví- þjóðar og sótti til þess nýjungar í faginu. Hann gekk á unga aldri í knattspyrnufélagið Fram og lék upp alla knatt- spyrnuflokka félagsins. Sat í stjórn þess um skeið, þar af eitt ár sem formaður. Steinn end- urvakti skíðadeild Fram og beitti sér fyrir stofnun „Fram- kvenna“. Hann var einn af heið- ursfélögum Fram. Var knatt- spyrnuþjálfari um árabil, en sneri sér síðan að dómgæslu og var knattspyrnudómari í tíu ár, en hóf þá félagsstörf fyrir dóm- arasamtökin. Sat í norrænni dómaranefnd, og kenndi á dóm- aranámskeiðum hér á landi. Hann var sæmdur gullmerkjum ÍSÍ, KSÍ og KDSÍ, ásamt fleiri viðurkenningum fyrir stöf sín að íþróttamálum. Hann starfaði í Oddfellowreglunni í rúmlega 40 ár og gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir hana, og var fyrir nokkrum árum sæmdur heiðursmerki Reglunnar. Útför Steins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. hennar voru Theó- dóra Jónsdóttir frá Granda í Bakkadal, Arnarfirði og Þor- valdur Jón Gíslason frá Austmannsdal, Dalahreppi. Börn Steins og Önnu eru: 1) Dóra Steins- dóttir, f. 19.11. 1952, á tvö börn: Sirrý, Anna Lauga, maki Páll Guð- bergsson 2) Ásta Steinsdóttir, f. 27.1. 1956, á tvö börn: Linda Björk, Dóra Sif, maki Jörgen Pétur Guðjónsson, 3) Guð- mundur Steinsson, f. 18.7. 1960, á þrjú börn: Íris, Steinn, Logi, 4) Þorvaldur Steinsson, f. 7.1. 1964, á þrjú börn: Olga Dís, Anna Dís, Þorbergur Steinn, maki Guðrún Ólöf Þorbergs- dóttir. Barnabarnabörnin eru sjö og eitt á leiðinni Steinn lærði ketil- og plötu- smíði við Iðnskólann í Reykja- vík. Tók sveinspróf 1954 og fékk meistarabréf 1957. Vann að iðn sinni til 1960, en sótti síð- an nám til Svíþjóðar. Var settur kennari við Iðnskólann í Rvk 1963 og skipaður 1964. Var Við eigum svo góðar minning- ar um afa á Háó. Alltaf svo ljúfur og í góðu skapi, og hafði svo mik- inn áhuga á því sem við vorum að gera, bæði í skólanum og í íþrótt- um. Horfa saman á enska boltann en afi hélt alltaf með þeim liðum sem spiluðu í bláum búningi, enda mikill Frammari. Yndislegt að koma í Skorradalinn þar sem hann naut sín svo vel og tók alltaf svo vel á móti okkur. Elsku afi, minningarnar eru svo ótal marg- ar og við eigum eftir að sakna þín mikið. Guð blessi þig og geymi, elsku afi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnur) Olga Dís, Anna Dís og Þorbergur Steinn. Elsku afi okkar, takk fyrir all- ar frábæru stundirnar okkar saman og góðu minningarnar sem munu seint gleymast. Við munum alltaf búa að því að hafa haft þig í okkar lífi. Nú hefur þú kvatt okkur en fallega sálin þín mun alltaf lifa í hjartanu okkar. Það var alltaf svo gott að kom til ykkar ömmu á Haó, alltaf hlýja brosið og góða viðmótið sem tók á móti manni. Líka eftir að við fór- um að eignast okkar eigin börn sá maður alltaf gleðina í augunum þegar þú sást langafabörnin. Sem börn fannst okkur alltaf yndislegt að koma í Skorró til ykkar, þaðan eru sko margar góðar minningar. Eins og að fara út á vatn í bátnum með þér, brennurnar um verslunaranna- helgina, göngutúrar um svæðið, berjamó á haustin og óteljandi samverustundir sem stórfjöl- skyldan áttum saman. Takk fyrir allt. Við elskum þig ávallt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Linda Björk Jörgensdóttir og Dóra Sif Jörgensdóttir. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Við fráfall Steins Guðmunds- sonar sér Fram á bak góðum og traustum félaga. Steinn lagði mikið starf af mörkum í þágu Knattspyrnufélagsins Fram, inn- an leikvallar sem utan. Hann var yngstur þriggja bræðra sem léku knattspyrnu með Fram, hinir voru Karl og Guðmundur Valur, sem hófu allir ungir að leika knattspyrnu með Fram og léku með öllum aldursflokkum félags- ins. Eftir að þeir lögðu keppnis- skóna á hilluna gerðust þeir allir þjálfarar og Guðmundur Valur og Steinn urðu virkir dómarar. Steinn vann margvísleg fé- lagsstörf í þágu Fram. Hann átti sæti í aðalstjórn félagsins og var formaður 1976-1978. Steinn var fyrsti formaður skíðadeildar Fram 1972-1973. Fyrir mikil störf í þágu Fram var Steinn gerður að heiðursfélaga félagsins 2003. Steinn fylgdist ávallt með sínu gamla félagi og sýndi ræktarsemi sína og góðan hug til félagsins með ýmsu móti – átti persónulega vináttu margra Framara. Hann leit við í getraunakaffi í Safamýr- ina á laugardagsmorgnum og lét sig ekki vanta á heimaleiki Fram á Laugardalsvellinum. Synir Steins, Guðmundur og Þorvaldur, fetuðu í fótspor föður síns og léku knattspyrnu með Fram. Aðalstjórn Fram kveður heið- ursfélaga sinn Stein Guðmunds- son með söknuði og hlýju og þakkar honum vel unnin störf í þágu félagsins. Eiginkonu hans og fjölskyldu eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar, Sigmundur Ó. Steinarsson. Kveðja frá samstarfs- mönnum við Iðnskólann í Reykjavík Steinn Guðmundsson, fyrrum kennari og deildarstjóri, er lát- inn. Steinn var einn af upphafs- mönnum verkmenntakennslu við skólann en hann var ráðinn til Iðnskólans í Reykjavík árið 1962. Þá hafði hann aflað sér víð- tækrar þekkingar á sérgrein sinni málmsuðu og bætti þar sí- fellt við með því að sækja fjölda námskeiða hér heima og erlend- is.Fyrir íslenskan málmiðnað var mjög mikilvægt að fá svo færan mann til kennslustarfa en á þess- um árum var ör tækniþróun í málmtækni og mikil gróska í mannvirkjagerð og skipasmíði. Steinn kenndi á fjölmörgum nám- skeiðum samhliða kennslu sinni við skólann og bætti verklag og tækni við málmsuðu víða um land. Árið 1968 urðu vatnaskil í verkmenntasögu hérlendis. Þá var komið á fót sérstakri verk- námsdeild fyrir málm- og rafiðn- að. Steinn og Sigurður Kristjáns- son yfirkennari skipulögðu þetta nám sem var fyrst starfrækt í húsnæði Landsmiðjunnar en fluttist síðar í viðbyggingu Iðn- skólans. Þeir skipulögðu húsnæð- ið frá grunni og útbjuggu sér- hæfðar vinnustofur sem þjónuðu flestum þáttum málm- og rafiðn- aðar. Að þessari deild réðu þeir úrvalslið reyndra iðnmeistara. Deildin var vinsæl meðal ung- menna, einkum kraftmikilla stráka sem áhuga höfðu á verk- námi og var ein sú fjölmennasta í skólanum. Þúsundir iðnnema hlutu þarna veganesti sem dugði þeim vel í áframhaldandi námi og vinnu. Steinn var frá upphafi fremstur meðal jafningja í þessu starfi en samvinna þeirra Sigurð- ar var einstök. Þeir sýndu sam- starfsmönnum sínum fullt traust við að útfæra námsgögn og verk- efni. Þannig uppskáru þeir vönd- uð vinnubrögð, góðan vinnuanda og síðast en ekki síst áhugasama og duglega nemendur. Steinn var mikill félagsmála- maður og sinnti stjórnarstörfum í Sambandi Sérskóla. Knatt- spyrnufélagið Fram og Oddfel- lowreglan nutu einnig starfs- krafta hans. Hann lék lengi knattspyrnu með Fram og eftir að þeim ferli lauk hélt hann áfram að sinna knattspyrnunni við þjálf- un og dómgæslu. Þar nýttust vel ýmsir eðliskostir hans svo sem rósemi, yfirvegun, sanngirni og samskiptatækni, sömu eiginleik- ar sem áttu sinn þátt í því að gera hann að úrvalskennara. Hann var lengi í dómaranefnd KSÍ og beitti sér fyrir nýjungum í þjálfun og kennslu knattspyrnudómara. Á ferðalögum starfsmanna og nemenda Iðnskólans erlendis var eðlilegt að fela Steini fararstjórn. Þar nutum við þess að hann var alvanur að fara með íþróttahópa í keppnis- og æfingaferðir. Sér- staklega var gaman að fara til Skotlands með honum og á Ibrox Stadium buðu Glasgow Rangers menn gjarnan í heldri manna stúku þegar Steinn var með í ferð. Hjá Slaters, stærstu herra- fataverslun Glasgowborgar, dugði að flytja kveðju frá Gud- mundsson til að fá úrvalsþjón- ustu og góðan afslátt. Líklega hafa Skotarnir ekki áttað sig á því hve margir Guðmundssynir byggju á Íslandi. Fyrir þeim var bara einn Gudmundsson. Við kveðjum Stein með kærri þökk fyrir vináttu og samstarf í áratugi og sendum eftirlifandi eiginkonu hans Önnu og fjöl- skyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Frímann I. Helgason. Þegar góður vinur fellur frá, þá er margs að minnast í leik og starfi undanfarinna ára. Ég kynntist Steini þegar ég gekk í Oddfellowregluna 1993 í stúkunni Skúla fógeta. Í starfi innan stúkunnar kynntist ég Steini betur, þá fann maður fljótt að þar var maður sem gott var að leita til með hin ýmsu mál. Hann hafði skoðanir á málum og var fastur fyrir þegar það þurfti. Hann var skemmtilegur, form- fastur og hafði hlýtt og gott við- mót. Alltaf var gott að leita til Steins, úrræðagóður og hjálp- samur í hvívetna. Í stúkunni Skúla fógeta vorum við saman, þar til hann ásamt okkur öðrum í þeirri stúku ákvað að stofna nýja stúku í Hafnarfirði. Ný stúka var síðan stofnuð í apríl 1996 og fékk nafnið Þorlákur helgi. Það var mikið og krefjandi verk, sýndi Steinn þar að hann var vel að sér í öllu sem slíkt verk krafðist. Reyndi á alla þá sem að komu og ekki síst þá sem höfðu áralanga reynslu af stúkustarfi Oddfellow- reglunnar. Var Steinn valinn fyrsti yfirmeistari stúkunnar og vann vel það hlutverk af sam- visku og af alúð. Einnig sinnti hann mörgum trúnaðarstörfum og hefur fengið viðurkenningar fyrir vel unnin störf á undanförn- um áratugum. Steinn Guðmunds- son var góður félagi og ráðgef- andi í mörgum málum. Hann hafði hlýtt og gott handtak sem ekki gleymist. Blessuð sé minning Steins Guðmundssonar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Við stúkubræður vottum Önnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Sigurður Jónsson. Hann Steini Gúmm er fallinn frá eftir erfið veikindi. Steina kynnist ég sem lítill drengur þeg- ar hann kom í fjölskylduna með Önnu móðursystur minni. Við mamma bjuggum þá með afa og ömmu í Rauðagerðinu sem var samastaður fjölskyldunnar og þar var alltaf mikið um að vera og glatt á hjalla. Steini var einn af þeim mönnum sem sýna börnum athygli. Hann hafði mikil áhrif á mig, lítinn guttann. Hann var mér fyrirmynd í mörgu. Mér þótti hann svo flottur knatt- spyrnumaður. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur strák- ana í hverfinu og horfa á okkur spila fótbolta, gefa okkur ráð og hvetja. Steini spilaði með Fram og var mikill Framari. Hann hvatti mig og strákana til að ganga í Fram og við vorum tveir sem tókum þeirri áskorun og lögðum land undir fót oft í viku til að æfa með Fram. Ekki vorum við þeir vinsælustu í Víkings- hverfinu eftir það. Það var alltaf gaman að hitta hann á vellinum og ræða fótbolta. Allir í fjölskyld- unni voru stoltir þegar Gummi sonur hans varð stjarna á knatt- spyrnuvellinum og þá var gaman að hitta stoltan pabbann. Ógleymanlegar voru heim- sóknirnar á Laugaveg 141. Þar bjuggu Anna og Steini og gaman var að koma og leika við krakk- ana, að ég tali nú ekki um að fá að fletta ensku fótboltablöðunum hans Steina. Þarna kviknaði áhuginn á ensku knattspyrnunni sem haldist hefur síðan. Áður en Steini og fjölskylda fluttu tímabundið til Svíþjóðar bjuggu þau hjá okkur í Rauða- gerðinu og var frábært að hafa frænkurnar Dóru og Ástu til að leika við. Ég man hvað var erfitt að kveðja fjölskylduna þegar hún lagði af stað til Svíþjóðar. Í Steina átti ég alltaf góðan vin og velgjörðarmann. Til hans gat ég leitað hvenær sem var með hvað sem er, sama hvort voru íþróttir eða umræður um nám, alltaf hjálpaði Steini og er ég mjög þakklátur fyrir hans hjálp í öllum mínum málum í gegn um tíðina. Á síðari árum var gaman að koma á Háaleitisbrautina og ræða málin við Önnu og Steina og heyra sögur úr Arnarfirðinum. Þar á heimilinu voru til allar vest- firsku bækurnar og var æðislegt að fá þær lánaðar til lestrar og hlæja með Steina að vestfirskum bröndurum. Alltaf var Steini áhugasamur um okkar hagi og fylgdist með mér og mínum. Gott var að fá að hafa hann og Önnu með á stórum stundum í fjöl- skyldunni. Ég þakka Steina Gúmm fyrir umhyggju, stuðning og langa vin- áttu. Vil ég biðja góðan Guð að blessa Önnu, Dóru, Ástu, Gumma og Þorvald og fjölskyldur á kveðju- og sorgarstund. Far þú í friði, kæri vinur. Þorvaldur Sigurðsson. Straumhvörf urðu í starfsemi Knattspyrnufélagsins Fram árið 1972, þegar ákveðið var að flytja starfsemina úr Skipholtinu í Safamýri. Félagið hafði látið sér nægja einn malarvöll og lítið fé- lagsheimili fyrir neðan Sjó- mannaskólann frá 1945 meðan helstu keppinautar Fram höfðu komið sér upp stórum íþróttahús- um og grasvöllum. Enn sem kom- ið var hafði þessi aðstöðumunur ekki haft mikil áhrif á getu Fram- ara á íþróttasviðinu og þetta ár 1972 varð Fram Íslandsmeistari í knattspyrnu og handknattleik karla. Engu að síður var forystu- mönnum Fram ljóst að lítið þýddi að bíða með uppbyggingu nýs fé- lagssvæðis við Safamýri. Var Steinn Guðmundsson í hópi þeirra, sem hvöttu til aðgerða, en hann var þá varaformaður aðal- stjórnar. Síðar tók hann við for- mennsku og var formaður Fram árin 1976-78. Uppbygging í Safamýri gekk vonum framar og var Steinn Guð- mundsson þar í fremstu víglínu. Góð samvinna tókst við Álftamýr- arskóla um afnot af mannvirkjum skólans meðan á byggingu félags- heimilisins stóð og var framlag Ragnars Júlíussonar skólastjóra ómetanlegt í því sambandi. Á þessum árum beitti Steinn Guðmundsson sér fyrir endur- reisn skíðadeildar Fram á Blá- fjallasvæðinu. Varð hann fyrsti formaður endurreistrar skíða- deildar Fram. Eftir að hann tók við sem for- maður aðalstjórnar beitti hann sér fyrir stofnun félags Fram- kvenna, sem hefur reynst félag- inu ómetanlegur bakhjarl til margra ára. Þá ber einnig að nefna, að Steinn beitti sér fyrir stækkun félagssvæðisins í Safamýri, sem gerði kleift að byggja myndarlegt íþróttahús á svæðinu. Tengsl Steins Guðmundssonar við Fram voru honum í blóð bor- in. Eldri bræður hans Guðmund- ur og Karl voru landsfrægir knattspyrnumenn. Karl var bæði landsliðsmaður og þjálfari ís- lenska landsliðsins og sá Íslend- ingur, sem einna fyrst gat sér frægð sem þjálfari erlendis. Sjálfur lék Steinn með meistara- flokki og gerðist síðar knatt- spyrnudómari með góðum ár- angri. Aðalstarf Steins Guðmunds- sonar var kennsla við Iðnskólann í Reykjavík, þar sem hann kenndi málmsmíði. Hann lét sér það þó ekki nægja. Mikil eftirspurn var eftir slíkri kennslu úti á lands- byggðinni. Ferðaðist Steinn víða um land og efndi til námskeiða í málmsmíði. Var sú kennsla þakk- samlega þegin og eignaðist Steinn vini og kunningja um land allt, sem kunnu að meta þetta framlag hans. Steinn Guðmundsson var alla tíð stoltur af fjölskyldu sinni. Þau Anna byggðu sér og fjölskyldu sinni glæsilegt heimili á Háaleit- isbraut, þar sem synir og dætur þeirra ólust upp í öruggu um- hverfi. Stutt var að fara á Fram- svæðið og strákarnir Guðmundur og Þorvaldur fóru snemma að venja komur sínar í Safamýrina. Guðmundur var einn mesti markaskorari Fram fyrr og síðar og lék marga leiki með íslenska landsliðinu. Steinn Guðmundsson var gerður að heiðursfélaga Fram fyrir vel unnin störf. Það er með söknuði sem ég kveð þennan samherja til margra ára. Vafa- laust blasa við honum nýjar lend- ur, þar sem hann er boðinn vel- kominn til leiks og starfs á nýjum vettvangi. Blessuð sé minning hans. Alfreð Þorsteinsson. Steinn Guðmundsson Hún Björg skólasystir og vin- kona hefur kvatt. Eitthvað sem erfitt er að trúa. Við Björg áttum samleið frá því við vorum litlar stelpur. Ég man þegar hún var að heimsækja Arnlaugu ömmu sína og frændfólk sitt á Seljalandi. Ég man eftir fundum okkar á Hvols- velli, þegar ég átti leið austur. Hún kom oft til mín þegar ég átti heima á Háaleitisbraut, en for- eldrar hennar bjuggu í sömu húsalengju. Einnig heimsótti ég hana í Melgerði. Við Björg áttum ótal símtöl í gegnum árin, þá einkum viðvíkjandi samkomur skólafélaga okkar, útskriftarhóps 1963 frá Skógaskóla. Hún var alltaf tilbúin að hitta okkur þegar eitthvað stóð til, ferðalög eða Björg Arndís Baldvinsdóttir ✝ Björg ArndísBaldvinsdóttir fæddist á Seljalandi undir Vestur- Eyjafjöllum 22. september 1947. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 29. september 2011. Útför Bjargar fór fram í kyrrþey. samkomur, jafnvel eftir að hún var orð- in veik. Þegar við hittumst í Vík í Mýr- dal áttum við Björg ánægjulega kvöld- stund þar sem við ræddum lífshlaupið, veikindi hennar, sigra og ósigra. Þeg- ar ég hringdi í hana til að spyrja um líð- an hennar svaraði hún alltaf, „þetta er allt að koma“. Styrkur og bjartsýni hennar var ótrúleg. Síðastliðið vor ætlaði hópurinn í dagsferð til Vest- mannaeyja og hittast síðan og borða saman á Hellu og ætluðu Björg og Helgi að hitta okkur þar. En sú ferð var aldrei farin. Nú hefur hún Björg lagt af stað í sína hinstu ferð. Hún sem var svo hraust, svo sterk, svo jákvæð og dásamlegur vinur og skólafélagi. Hennar er og verður sárt saknað. Skarð hefur verið höggvið í hóp- inn okkar. Ég votta fjölskyldu hennar, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Kveðja, Helga Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.