Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
✝ Óskar Mar-íusson, efna-
verkfræðingur,
fæddist á Akranesi
23. júní 1934. Hann
lést á heimili sínu
28. desember 2011.
Foreldrar hans
voru Maríus Jóns-
son, vélstjóri í
Reykjavík, f. 25.
nóv. 1908 í Nes-
kaupstað, d. 20.
okt. 1994, og k.h. María Kristín
Pálsdóttir, f. 24. sept. 1906 í
Bæjum, Snæfjallahr., N.-Ís., d. 9.
feb. 1993. Óskar var næstelstur
fjögurra systkina. Þau eru Inga,
f. 22. okt. 1931, d. 8. júní 1997,
Steinunn, f. 20. des. 1941, María,
f. 7. apr. 1948.
Þann 10 okt. 1958 gekk Óskar
að eiga Kristbjörgu Þórhalls-
dóttur, f. 22. október 1938 á
Laufási í Arnarfirði, leiðsögu-
mann. Foreldrar hennar voru
þau Þórhallur Guðmundsson,
verkamaður í Reykjavík, f. 9.
feb. 1900 á Setbergi í Fellum,
N.-Múl., d. 30. júní 1987, og k.h.
Marta Guðmundsdóttir, f. 27.
júlí 1901 í Stykkishólmi, d. 13.
maí 1987. Börn Óskars og Krist-
bjargar eru 1) Maríus, kerfis- og
rekstrarfræðingur, f. 23. apr.
1959 í Darmstadt, Þýskalandi.
kvæmdastjóri. Hann var stunda-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík 1962-1973 og kennari
við öldungadeild MH 1972-1973.
Óskar var forstöðumaður um-
hverfisdeildar Vinnuveitenda-
sambands Íslands 1992-1999 og
verkefnisstjóri umhverfismála
hjá Samtökum atvinnulífsins frá
1999-2004. Óskar átti sæti í
nefnd um þróun iðnaðar fram til
1980 á vegum Rannsóknaráðs
ríkisins (1974-1975), sat í stjórn
Iðnþróunarfélags Kópavogs
1987-90, í Staðlaráði Íslands frá
1993-95, í stjórn Landverndar
1997-2001 auk fjölda nefnda og
stjórna sem fulltrúi atvinnurek-
enda. Óskar sat í stjórn Vinnu-
eftirlits ríkisins 1985-2004.
Hann var á vegum Umhverf-
isráðuneytisins í Spilliefnanefnd
1996-2002, í Hollustuháttaráði
1998, í Umhverfisfræðsluráði
1998. Hann starfaði einnig á
vegum Iðnaðarráðuneytisins í
Rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma 1999-
2003. Hann var formaður EVFÍ
1963-64, sat í stjórn VFÍ 1974-76
og 1980-82. Hann var í ritnefnd
TVFÍ 1974-76 og í stjórn Lífeyr-
issjóðs Verkfræðinga, Lífsverk,
2005-2010. Hann skrifaði
kennslubækur í efnafræði auk
ýmissa tæknirita um málningu
og lökk.
Útför Óskars fer fram frá
Seljakirkju í dag, 6. janúar 2012
og hefst kl. 13.
K.h. er Katrín Hild-
ur Jónasdóttir leik-
skólakennari, f. 24.
feb. 1975. Börn
þeirra eru a) Hrafn-
hildur Ósk, f. 8. feb.
1999 og b) Marta
Sonja, f. 23. maí
2005. 2) Ragnar,
grafískur hönn-
uður, f. 29. jan.
1961 í Darmstadt.
K.h. var Björg Ólöf
Bjarnadóttir, háskólanemi, f. 23.
júlí 1964, d. 8. apríl 2009. Börn
þeirra eru a) Þormar Elí, f. 7.
ágúst 1989, b) Hafsteinn Veigar,
nemi, f. 26. sept. 1995 og c)
Ragna Sól, f. 7. okt. 2004. Auk
þeirra á Ragnar fyrir d) Halldór
Leví, f. 1. apríl 1982, en Björg
átti fyrir e) Bjarna Birgi Fáfn-
isson, f. 15. des. 1983. 3) Þórhall-
ur, tæknifræðingur, f. 22. nóv.
1963 í Reykjavík. K.h. Lilja
Björgvinsdóttir, sjúkraliði, f. 27.
maí 1967. Börn þeirra eru a)
Björgvin Rúnar, f. 11. okt. 1989
og b) Kristbjörg, f. 24. júlí 1992.
Óskar varð stúdent frá MR
1954 og lauk prófi í efnaverk-
fræði frá Technische Hochsc-
hule Darmstadt 1961. Hann
starfaði hjá Málningu hf. í Kópa-
vogi 1962-1992, þar af síðustu
15 árin sem tæknilegur fram-
Ég var ekki hár í loftinu þegar
pabbi bauð mér fyrst með sér á
myndlistarsýningu. Þær urðu
margar og eftirminnilegar. Hann
kynnti mér verk Ásmundar
Sveinssonar, Einars Jónssonar,
Kjarval og fleiri af þeim eldri.
Þarna voru líka sýningar samtíð-
armanna eins og Hrings Jóhann-
essonar, Jóns Gunnars Árnason-
ar, Magnúsar Kjartanssonar og
fleiri. Langur listi. Svo voru það
sýningarsalirnir, eins og Boga-
salurinn, Nýlistasafnið, Norræna
húsið og fleiri.
Pabbi þekkti líka marga af
þessum meisturum. Það fannst
manni merkilegt. Hann aðstoðaði
Ragnar Kjartansson, mynd-
höggvara við blöndun Epoxy-
efna í afsteypur af verkum og í
staðinn fengum við eldri bróðir
minn námskeið hjá Ragnari í leir
og mosaik. Svona var þetta ein-
hvern veginn.
Samhengið í hlutunum var
ekki til staðar í þá daga, en
seinna meir áttaði maður sig á
því hversu mikil hvatning fólst í
þessum samverustundum.
Þetta var ekki úr lausu lofti
gripið því pabbi var listrænn og
fékkst við marga hluti í gegnum
tíðina. Hann sótti námskeið hjá
Ragnari Kjartanssyni í módel-
leir. Útúr því komu nokkrar gull-
fallegar styttur sem hlutu nafnið
Jósefínur, samheiti yfir naktar
konur í styttuformi. Hann sótti
einnig námskeið í módelteikn-
ingu hjá Hring Jóhannessyni.
Mér er það líka eftirminnilegt
þegar hann fór með trönu,
ramma og olíu út í móa og málaði
landslag.
Tónlistin var heldur ekki langt
undan. Fyrstu minningar mínar
eru tengdar harmonikkunni. Svo
man ég eftir honum á gítar í
miklum rytmaleik. Seinna fékk
hann sér stofu-orgel með fót-
bassa. Hann náði góðum tökum á
því og það gustaði af honum þeg-
ar hann var í stuði. Hann hlust-
aði líka stundum á skemmtilega
tónlist. Hjá honum kynntist ég
Lionel Hampton, Gene Krupa,
Ink Spots og fleiri.
Þessu sinnti hann öllu sam-
hliða mikilli vinnu og farsælu
starfi sem efnaverkfræðingur.
Þar fengu sköpunarkraftarnir að
njóta sín líka. Mér er það minn-
isstætt þegar ný málning kom á
markaðinn, Steinvari 2000. Það
var pabbi sem stýrði litlum hópi
efnafræðinga hjá Málningu hf.,
sem smíðuðu þessa málningu.
Hún hafði þann eiginleika að
verja steypu fyrir vatni, en
hleypa raka steypunnar út. Al-
veg magnað.
Seinna beitti hann kröftum
sínum að fullu að umhverfismál-
um. Meðferð spilliefna og fyrir-
byggjandi þættir voru honum of-
arlega í huga. Hann sýndi græna
hugsun í verki og vann ötullega
að ólíkum verkefnum í ýmsum
opinberum nefndum og ráðum
sem nutu góðs af þekkingu hans,
auk þess að veita forstöðu nýrri
umhverfisdeild innan Vinnuveit-
endasambandsins, síðar Samtök-
um atvinnulífsins.
Pabbi var í bærilegu formi áð-
ur en hann greindist. Hann hafði
nóg að gera þó hann væri hættur
að vinna, eins og það er kallað.
Veikindin urðu hins vegar að
hans stóra verkefni og vann hann
það eins og önnur, skipulega og
af raunsæi. Hann skráði af ná-
kvæmni hjá sér allar upplýsingar
og tölur sem komu við sögu í bar-
áttunni. Það á eftir að koma í ljós
hvort þessi samantekt nýtist
læknavísindunum eða hvort
þetta er eingöngu baráttusaga.
Í dag kveð ég pabba og þakka
fyrir allt.
Ragnar Óskarsson.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt það sem þú hef-
ur sýnt, kennt og gefið okkur.
Hvíldu í friði, elsku Óskar afi.
Björgvin Rúnar
og Katharina Ólöf.
Lítil 6 ára stúlka með stóra
slaufu í hárinu, í nýju rauðu 17.
júní skónum, heldur fast í hönd
mömmu sinnar. Þær bíða
spenntar eftir að sjá nýstúdent-
inn í skrúðgöngu, hann Óskar
bróður minn. Stuttu seinna er
hann farinn í framhaldsnám til
Þýskalands. Minningar um leik-
föng sem ekki sáust í hérlendum
búðum og send voru litlu systur
eru skýrar, líka er mér í fersku
minni þegar hann kom með sætu
stelpuna, hana Boggu, heim í ein-
hverju fríinu. Hann tryggði sér
hana með því að bera strax upp
bónorðið þegar hún féllst á fara
með honum á bíó. Það var hans
gæfa út lífið að eignast slíka eig-
inkonu sem hún var honum.
Árið 1961 kom sendibréf þar
sem stungið var upp á að Idda
litla systir, eins og ég var og er
enn af sumum kölluð, fengi að
fara út til að hjálpa til og passa
Maríus og Ragnar. Þrettán ára
lagði ég ein upp í langferð (þó
undir eftirliti flugfreyju) með
brottför frá braggaflugstöð Loft-
leiða á Reykjavíkurflugvelli,
flaug til Glasgow, Oslóar og
Kaupmannahafnar og síðan með
Lufthansa til Hamborgar. Þar
tóku Sigurður Björnsson og Ósk-
ar á móti mér og keyrt var á
Volkswagen bjöllu Sigurðar til
Darmstadt. Fyrsta verk Óskars
var að fara niður á pósthús til að
senda „komin“ í símskeyti til
mömmu. Þetta var ævintýrasum-
ar sem hafði mikil áhrif á mig.
Skemmtilegur félagsskapur,
barnastúss, þýskunám og ferða-
lög. Spjallað um allt mögulegt,
borðaður öðruvísi matur og spil-
aður Manni á kvöldin. Ein kvöld-
stund er mér þó minnisstæðari
en önnur. Óskar bauð mér einni á
bíó. Ég skyldi æfa mig í að ganga
á fyrstu hælaskónum. „Réttu úr
hnjánum, settu herðablöðin sam-
an og lyftu hökunni.“ Ráðlegg-
ingunum fækkaði ekki eftir að
þau fluttu heim. Fyrst bjuggu
þau í Kópavogi, þangað sem ég
gjarnan fór í helgarferð með
strætó úr Lækjargötu. Seinna
var Sörlaskjólið nálægt Mela- og
Hagaskóla, svo heimsóknirnar
voru tíðar, drengirnir orðnir 3 og
í nógu að snúast. Passa á kvöldin
svo þau kæmust eitthvað út og
mér hlýtt yfir námsefni og lagðar
lífsreglurnar. Þarna sýndu þau
Bogga unglingnum væntum-
þykju og umhyggju sem ekki
gleymist og ég vil þakka fyrir.
Lengra varð á milli heimsókna
þau 19 ár sem ég síðan bjó á Ísa-
firði. Drengirnir komu stundum
vestur og pössuðu börnin mín,
hlutverkin snérust við. Bróðir
minn var alvörugefinn maður en
manna skemmtilegastur þegar
svo bar undir. Um tíma kenndi
hann í MR gömlu skólasystkin-
um mínum. „Hann var afburða-
kennari,“ segir gamall bekkjar-
bróðir. Orð að sönnu. Þeir eru
margir sem notið hafa tilsagnar
hans allt fram á þennan dag og
náð tilskildum prófum með hans
aðstoð. Honum tókst líka að hafa
þau áhrif á nemendur að þeir
gerðu námsgreinina að lífsstarfi.
Hann hafði áhrif á samferðafólk-
ið sitt og hvað mig snerti fann ég
alltaf fyrir honum á hliðarlín-
unni. Bróðir minn sem frestaði
fermingunni af því að ég var að
koma í heiminn og hélt síðan á
mér undir skírn, er hér kvaddur.
Boggu mágkonu minni og fjöl-
skyldunni bið ég Guðs blessunar.
María Maríusdóttir.
Óskar Maríusson, vinur okkar
og félagi til 60 ára, er fallinn frá,
fjórði af 8 manna hópi æsku-
félaga, flestir úr vesturbænum,
komnir úr ólíku umhverfi sem
ekki háði vináttunni.
Þetta var hópur æskuglaðra
ungmenna í kringum 1950. Hóp-
urinn var íþróttasinnaður og
stundaði íþróttir af kappi á þess-
um árum, ásamt útiveru, og holla
lífshætti. Óskar var Víkingur og
spilaði með þeim handbolta í
nokkur ár. Okkur KR-ingum
þótti það skrítin ráðstöfun en þar
við sat. Stóð hann sig vel í Vík-
ingsliðinu. Alla tíð síðan var hann
harður Víkingur. Við félagarnir
hittumst oftast á Stýrimannastíg
13 en það var æskuheimili Ósk-
ars og í forstofuherbergi sem
hann hafði til umráða. Þar voru
lögð á ráðin um hvað ætti að að-
hafast. Oftast var þetta um helg-
ar og stundum dró hann fram
nikkuna sína og spilaði fyrir okk-
ur. Sérstaklega ef við vorum að
fara út að skemmta okkur. Í
þessu herbergi ræddu ungir
menn vandamál heimsins og lífs-
gátuna en ekki leystum við öll
vandamálin og ég held að þau
séu ennþá að stórum hluta
óleyst.
Snemma komu í ljós þeir eig-
inleikar Óskars sem einkenndu
hann öðrum fremur, en það var
samviskusemi og nákvæmni í öll-
um störfum sínum, hvort sem var
í námi eða atvinnulífinu.
Það mun vera fágætt að hópur
æskufélaga haldi vináttu og nán-
um samskiptum í marga áratugi
án þess að skugga beri á. Eftir að
við félagarnir eignuðumst fjöl-
skyldur hélst þessi vinátta áfram
óbrengluð fram á þennan dag og
eiginkonur okkar urðu góðar vin-
konur.
Um störf Óskars í þágu at-
vinnulífsins munu aðrir skrifa
sem þekkja betur til, en hann var
ákaflega farsæll í öllum störfum
sínum. Hann var stundakennari í
nokkur ár bæði við MR og MH.
Ég hef átt þess kost að kynnast
nokkrum nemendum hans frá
þessum tíma og ber þeim öllum
saman um að hann hafi verið frá-
bær kennari, miðlað námsefninu
auðveldlega á ljósan hátt. Það er
ekki öllum gefið og sýnir vel
hæfileika og næmi í slíku starfi.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við félagarnir heiðra
minningu þessa vinar okkar, vin-
áttu sem hefur staðið áratugum
saman og þakka honum sam-
fylgdina.
Farðu vel vinur.
Elsku Bogga, synir og tengda-
dætur, við félagarnir sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
F.h. KK8,
Þorkell G. Guðmundsson.
Óskar Maríusson er einn
þeirra sem mér þykir vert að
minnast eftir að lífshlaupi lýkur.
Hann er starfandi sem annar
tveggja framkvæmdastjóra
Málningar hf. í upphafi árs 1976
og auglýsir eftir laghentum
manni til að annast viðhald á
tækjum fyrirtækisins sem og
húsakosti eftir föngum. Margir
sóttu um, en Óskar ræður mig og
hefst þar með 3ja ára samvinna
okkar og vinátta sem entist allt
til þessa, eða lengur að ég hygg.
Óskar hafði þá ekki sinnt öðru
starfi til þessa frá því námi hans
lauk. Óskar var um margt slíkur
maður sem ég vildi sjálfur verða.
Hann var afburða samviskusam-
ur, vandvirkur, nákvæmur,
skipulagður og góður stjórnandi
sem þá stýrði stærstu efnarann-
sóknarstofu í einkaeign á Íslandi.
Margar átti ég stundir með
Óskari á skrifstofu hans, þegar
hann kallaði mig til sín til skrafs
um lausnir hinna ýmsu mála sem
framleiðslunni laut eða þegar ég
bankaði uppá og bar undir hann
þá lausn mála sem mér þótti lík-
legust til arðs.
Ég hefi sjaldan eða aldrei á
lífsleið minni átt rökréttari sam-
skipti við nokkurn mann en Ósk-
ar, þar fór maður í góðu jafn-
vægi, sáttur við sína eigin tilveru
og það fyrirtæki sem hann vann
fyrir.
Ég hefi oft á tíðum velt því
fyrir mér, hverjir eru þeir sem
mest áhrif hafa haft á líf mitt og
þroska. Þar set ég Óskar Mar-
íusson á háan hest. Þriggja ára
samstarf skildi eftir virðingu,
vináttu og þroska sem ég þakka
honum. Svo lengi sem land bygg-
ist, framfarir verða og þróun lífs
og lands, munum við þakka slík-
um mönnum eða demöntum sem
Óskar var. Sjálfur þakka ég sam-
fylgd og leiðsögn hans af heilum
hug. Megi hans eftirlifendur
njóta tilvistar hans um ókomna
tíð.
Maggnús Víkingur
Grímsson.
Fallinn er frá vinur okkar,
Óskar Maríusson efnaverkfræð-
ingur. Um árabil störfuðum við
mikið saman að málefnum um-
hverfisráðuneytisins, söfnun og
meðhöndlun spilliefna og úr-
vinnslu úrgangs. Skaphöfn Ósk-
ars einkenndist af áreiðanleika,
nákvæmni, samviskusemi og
mikilli yfirsýn yfir þau málefni
sem fjallað var um. Hann gekk
mjög skipulega til verks og hafði
augun á hagkvæmri og árang-
ursríkri lausn. Óskar gat verið
formfastur en undir yfirbragði
vinnusemi og yfirburða þekking-
ar var þessi létta glaðværð og
stundum gáski, snjallar hnitmið-
aðar athugasemdir með meitluð-
um setningum og nákvæmu skoti
í mark.
Hann var góður vinur og lét
sér annt um aðstæður þeirra sem
með honum unnu. Skilningsríkur
ef til hans var leitað og ævinlega
reiðubúinn að rétta hjálparhönd.
Hann hafði lokið ævistarfi sínu,
sinnti fjölskyldu sinni og áhuga-
málum. Störf hans og þátttaka á
sviði atvinnulífsins og efnafræði-
kennslu voru mikil að vöxtum
enda tókst hann á við hvert verk-
efni af heilum hug.
Spurul óvissa fyllir hug okkar
hvert sinn sem vinur fer yfir
móðuna miklu. Ef lífsgátan er
rétt ráðin á þann veg að líf sé eft-
ir þetta líf munum við hitta Ósk-
ar aftur, ræða glaðbeittir um
liðna tíð. Reynist lausnin önnur
eigum við þó eftir að geyma í
huga okkar minningu um góðan
dreng og þökk fyrir að hafa feng-
ið að ganga með honum dálítinn
spöl af leiðinni.
Konu hans og börnum sendum
við samúðarkveðjur. Á þessari
stundu fyllir hugann þakklæti
fyrir að hafa átt hann að vin og
notið þess að kynnast góðum
dreng.
Guðmundur G. Þórarinsson,
Ólafur Kjartansson,
Guðlaugur Sverrisson,
Már Karlsson.
Ég læt ekki undir höfuð leggj-
ast að minnast fyrrverandi yfir-
manns míns og vinar, Óskars
Maríussonar, í stuttri grein nú
þegar hann mér að óvörum er
allur.
Óskar lít ég á sem minn síð-
asta læriföður, eða mentor eins
og það heitir á útlendu máli, einn
örfárra slíkra og þann sem mér
finnst hafa verið mér mikilvæg-
astur. Ég var svo lánsamur er ég
kom til landsins nýbakaður efna-
verkfræðingur að fá starf undir
hans leiðsögn, sem ég naut í 10
ár, nánast allan áttunda áratug-
inn. Frá honum finnst mér ég
hafa komið nánast fullmótaður.
En Óskar var mér meira en yf-
irmaður og lærifaðir þennan
tíma, þar eð hann var einnig góð-
ur vinur og mjög skemmtilegur
félagi, enda margt skrafað og
gamansögur sagðar. Hann hafði
fágað og gott skopskyn. Reyndar
sé ég þennan áratug með honum
fremur í ljósi samstarfs, þar sem
við unnum saman að rannsókn-
um, vöruþróun, gæðaeftirliti,
ráðgjöf, framleiðslutækni og fyr-
irtækisrekstri.
Óskar var kennari í eðli sínu,
naut þess að útskýra og leið-
beina, enda rómaður fyrir slíkt
við kennslu sína í MR og víðar,
eftir því sem ég hef orðið
áskynja. Hef ég alla tíð síðan not-
ið góðs af þessum eiginleika
hans. Reynslan af samstarfinu
finnst mér hafa verið mér ómet-
anleg. Hann hvatti mig strax
fyrsta veturinn sem ég var hjá
honum til að taka að mér stunda-
kennslu í efnafræði við MR.
Reyndar má segja að hann hafi
nánast sett mig í að taka þar við
kennslu af sér og finnst mér það
hafa orðið mér dýrmætt og
ánægjulegt.
Óskar sagði mér frá talsverðu
andstreymi og skorti á leiðsögn
þegar hann kom til starfa úr sínu
námi, og þó að slíkt hafi áreið-
anlega ekki þurft til þá hafði ég á
tilfinningunni að hann hafi viljað
kappkosta að ég þyrfti ekki að
upplifa þess háttar.
Mér er minnisstætt að eitt
sinn sagði Óskar um mann sem
komið hafði til fundar við okkur,
að sá væri einn þriggja mestu
séntilmanna sem hann hefði
kynnst. Ég velti fyrir mér hverjir
hinir tveir hefðu verið, en af ein-
hverjum ástæðum spurði ég
einskis. Að Óskari, vini mínum,
gengnum get ég ekki annað en
sagt um hann að hann hafi verið
einn örfárra mestu séntilmanna
sem ég hef kynnst. Ég lít svo á
að í þessari íslenskun á orðinu
gentleman felist dýpri og æðri
Óskar Maríusson
Elskuleg vinkona okkar og ná-
granni, Guðfinna Ása Jóhannes-
dóttir, er látin eftir erfið veik-
indi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
Guðfinna Ása
Jóhannesdóttir
✝ Guðfinna ÁsaJóhannesdóttir
fæddist á Siglufirði
hinn 7. mars 1946.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 16. desem-
ber sl.
Útför Guðfinnu
Ásu fór fram frá
Keflavíkurkirkju
28. desember 2011.
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurð-
ardóttir.)
Við vottum dætr-
um Guðfinnu Ásu,
tengdasonum, barnabörnum og
langömmubörnum okkar dýpstu
samúð.
Guð geymi þig, elsku Guðfinna
Ása.
Hvíl í friði.
Anna Karen og Kristín.