Morgunblaðið - 06.01.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.01.2012, Qupperneq 25
merking en í því svo mjög notaða enska. Undanfarna tvo áratugi lágu leiðir okkar Óskars sjaldan sam- an, hann trúlega eins og ég upp- tekinn af börnum og barnabörn- um utan vinnutíma. Mér hefur þó löngum fundist ég vonast til að við ættum eftir að hittast af og til í góðu tómi til að rabba og rifja upp skemmtileg og sérstæð atvik frá samstarfi okkar á áttunda áratugnum. Mér var því illilega brugðið er mér var tilkynnt um andlát hans, enda kom það mér í opna skjöldu. Við hjónin vottum Kristbjörgu og fjölskyldum þeirra Óskars innilega samúð okkar. Honum verð ég ævinlega þakklátur. Rögnvaldur S. Gíslason. Fyrir réttum 36 árum hitt- umst við Óskar Maríusson fyrst. Ég var þá staddur í jólafríi heima og var að leita fyrir mér um vinnu. Ekki man ég mikið frá þessum fyrsta fundi okkar en andinn var einkar þægilegur og það varð úr að ég réðst til starfa hjá Málningu fáum mánuðum síðar. Þegar ég lít til baka og kveð vin og velgerðarmann til margra ára þá lít ég á það sem eitt af gæfusporum í lífinu að hafa starfað með Óskari í einn og hálfan áratug. Hann var mikill fræðari og kennari af guðs náð og kenndi hann efnafræði í hlutastarfi um margra ára skeið m.a. í MR. Nemendur hans vitna sérstak- lega til þess hversu vel honum tókst að opna heim efnafræðinn- ar fyrir þeim. Fyrir ungt fólk sem hefur lok- ið námi og tekur sín fyrstu skref í atvinnulífinu er fátt dýrmætara en góður stuðningur sem felst m.a. í góðum leiðbeiningum, að veita ábyrgð og sýna áhuga á hugmyndum nýliðanna. Það kunni Óskar afar vel, gaf sér góð- an tíma til að meta verkefni og hvetja til frekari verka. Honum var einnig ljúft að veita innsýn inn í víðfeðman reynslubrunn sinn. Óskar stýrði tæknimálum hjá Málningu um þriggja ár- utuga skeið og ávann sér mikillar virðingar bæði innan fyrirtækis- ins og utan. Ég veit að ég get mælt fyrir munn samstarfsfólks hans um lengri eða skemmri tíma að því er þakklæti og virð- ing í huga við leiðarlok. Óskar hlaut verkfræðimenntun sína í Þýskalandi og eins og gjarnan vill verða þá skipar það land sem fólk sækir menntun sína til stór- an sess. Það var því sérstök ánægja hjá honum þegar við fengum tæknifólk frá Þýskalandi í heimsókn til okkar í Málningu. Þá fékk hann líka tækifæri til að nota sína afbragðsgóðu þýsku- kunnáttu. Það var mjög einkennandi fyr- ir Óskar að hann nálgaðist hvert verk mjög skipulega, greindi vel forsendur og vann markvisst að lausninni. Öllum gögnum var komið fyrir af stakri nákvæmni, ef til vill af þýskum grunni. Það voru mörg verkefnin sem Óskar fór höndum um á ofangreindan hátt á þessum þremur áratugum hjá Málningu, sem ekki verða talin upp hér en afraksturinn er glæsilegur. Þá var umbrotaskeið í íslenskum iðnaði en á þessum árum náði Málning að verða öfl- ugt fyrirtæki og á ýmsum sviðum í fararbroddi. Þarna má víða sjá handbragð Óskars. Í viðbót við verkfræðina var Óskar mikill fagurkeri, hafði t.d. yndi af myndlist og fékkst nokk- uð við slíka iðju í frístundum og aflaði sér að sjálfsögðu þekking- ar á því sviði. Hann þekkti vel til myndlistamanna og veitti mörg- um aðstoð þegar þurfti að finna réttu efnin eða leysa úr vanda- málum tengdum efnafræðinni. Engum duldist að Óskar hafði af- ar gaman af þessum málum, naut þess virkilega að geta aðstoðað listamanninn við að fullkomna sköpun sína. Góður vinnufélagi er gulls ígildi en til viðbótar eignuðumst við hjónin góða og trygga vini þegar kynnin jukust við Óskar og Kristbjörgu. Við áttum með þeim fjölda gleðistunda sem gott er eiga minningar um. Fyrir það erum við afar þakklát og sendum Kristbjörgu, sonunum þremur og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Jón Bjarnason. Mér eru minnisstæð fyrstu kynni mín af Óskari. Síminn hringir. Kurteis og viðkunnan- legur maður kynnir sig og vill hitta mig. Sá málaflokkur sem ég fari með hafi marga snertifleti við hans starf. Í kjölfarið kom Óskar í ráðuneytið og áttum við ánægjulegt og gott spjall. Það reyndist rétt að samstarfsfletirn- ir væru margir og ekki síst eftir að Óskar hóf störf hjá Vinnuveit- endasambandinu. Við Óskar unn- um að fjölmörgum verkefnum saman í um fjórtán ár. Óskar lagði áherslu á vandvirkni, sam- ráð og að öll sjónarmið kæmu fram. Áherslur voru oft ólíkar og fulltrúar atvinnulífs og stjórn- valda stundum ósammála. Óskar hafði hins vegar einstakt lag á að vinna þannig að virðing og kurt- eisi væru ætíð til staðar. Hann hugsaði í lausnum og stuðlaði að víðtækri sátt. Óskar varð góður vinur minn og vinátta okkar mér dýrmæt. Við áttum ýmislegt sameiginlegt. Bæði höfðum við numið verkfræði í Þýskalandi. Bæði strákaforeldrar. Drengirn- ir hans Óskars á aldur við mig, eldri syni mínir á aldur við eldra holl barnabarna Óskars og minn yngsti á aldur við yngra hollið. Óskar var kennari að eðlisfari. Alltaf til í að fræða og útskýra. Óskar var stundum að aðstoða barnabörnin við námið og þekkti því námsefnið og var að forvitn- ast um það hvernig mínum drengjum gengi og hvernig mér líkaði þessi kennslubókin eða hin. Áhugi strákanna minna á raun- greinum gladdi Óskar. Mikið var hann ánægður þegar elsti sonur minn fór í verkfræði og það við háskóla í þýsku málumhverfi. Óskar sagði mér að þegar þau Kristbjörg voru ung hefðu þau um skeið búið í íbúð þar sem þröskuldarnir voru slitnir og illa farnir. Óskar tók sig til, pússaði þá, lakkaði og gerði fína. Það var bara eins og íbúðin væri ný. Þessi saga lýsir Óskari vel. Hann vildi hafa snyrtilegt í kringum sig. Óskar keyrði mig oft og var mikið spjallað í þeim ferðum þó stuttar væru. Eitt sinn í fallegu veðri og lítilli umferð á Sæbraut- inni vorum við það djúpt sokkin í samræður að Óskar ók yfir á rauðu ljósi og ég æpti. Þessi ró- legi maður minnti mig oft á þessa ökuferð, hló og sagði að hann hafi fipast og farið yfir á rauðu af því að ég æpti. Óskar bauð mér heim til sín og sótti mig á meðan Kristbjörg lagaði matinn. Þegar heim var komið útbjó hann for- drykk og svo tók við ljúf og nota- leg kvöldstund. Óskar var sann- ur heiðursmaður, kurteis, traustur, hógvær, vandvirkur, ljúfur og skemmtilegur. Hann naut lífsins með Kristbjörgu sinni. Naut þess að borða góðan mat, drekka góð vín og ferðast. Á ferðalögum héldu þau hjónin oft dagbækur og er heim var komið var gengið frá myndum og ferða- sögu. Það var unun að hlusta á Óskar segja frá stöðum sem hann sótti heim, hvort sem það var hér á landi með tjaldvagninn eða erlendis. Óskar vissi að komið var að kveðjustund og sagði að lífið hefði verið sér gott. Hann væri sáttur og þakklátur þegar hann liti yfir farinn veg. Ljúf minning um góðan dreng lifir. Kristbjörg mín, ég sendi þér og fjölskyld- unni allri mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Með þakklæti, væntumþykju og trega kveð ég Óskar Maríusson. Sigurbjörg. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 ✝ Jón Strand-berg fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 31. ágúst 1919. Hann lést 27. desember 2011. Foreldrar hans voru hjónin Magnfríður Sigríð- ur Sigurðardóttir, f. 4.1. 1879, d. 1958, og Sigmund- ur Bergur Sig- mundsson Strandberg, f. 25.6. 1861, d. 1934. Fósturforeldrar Jóns voru hjónin Ólína Sigríð- ur Bjarnadóttir, f. 1863 og Jón Hólmsteinn Guðmundsson, f. 1867. Systkini Jóns voru Krist- jana Sigríður Guðrún Sveins- dóttir, f. 1916, d. 1997, Jenný Margrét Guðný, f. 1918, d. 1997, og Friðþjófur Ingimund- ur, f. 1921, d. 2011. Jón kvæntist Elínu Ólafs- dóttur, f. 21.8. 1923, d. 6.9. 2004, í nóvember 1951. For- eldrar hennar voru hjónin Val- gerður Guðmundsdóttir, f. var giftur Helgu Leifsdóttur, f. 1951, d. 2004. Þau skildu. Þeirra sonur er Ingibergur Jón, f. 20.7. 1973. Sigurður eignaðist soninn Gunnar, f. 31.12. 1980, móðir hans er Sig- rún Gunnarsdóttir. Kona Sig- urðar er Gunnhildur Halldórs- dóttir, f. 16.10. 1955. Þeirra dóttir er Hanna Dóra, f. 6.12. 1992. Jón fór ungur til sjós, var á fiskibátum gerðum út frá Þingeyri frá 1933-1940. Á ár- unum 1941-47 var hann lengst af á strandferðaskipinu Súð- inni. Lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1950 og starfaði sem stýrimaður hjá Ríkisskip og Landhelgisgæsl- unni fram til ársins 1957. Starfaði eftir það sem toll- vörður í Reykjavík og síðast sem deildarstjóri við Tollgæslu Íslands í Hafnarfirði. Útför Jóns fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 6. janúar 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. 1893 og Ólafur Sigurðsson, f. 1879. Dætur þeirra eru Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 24.8. 1958. Hún var gift Ásbirni Þ. Björgvinssyni, f. 4.9. 1957. Börn þeirra eru Ragn- heiður, f. 21.7. 1983, gift Jacob Jörgensen, f. 3.1. 1981, Elín, f. 24.8. 1987, og Hjörtur, f. 31.1. 1989, í sambúð með Hörpu Sóleyju Kristjáns- dóttur, f. 1.1. 1989. Sambýlis- maður Sigríðar er Eggert Þór Ísberg, f. 18.6. 1953. Ólöf Jóns- dóttir, f. 6.6. 1961, gift Harrý Þór Hólmgeirssyni, f. 29.1. 1958. Dætur þeirra eru Ágústa, f. 10.9. 1990 og Hilda Rut, f. 9.10. 1994. Fyrir átti Harrý Geir, f. 27.11. 1986. Fyrir átti Jón soninn Sigurð Örn, f. 26.6. 1948, móðir hans var Iðunn Sigurðardóttir, f. 17.9. 1921, d. 1989. Sigurður Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Trausti Á. Reykdal.) Margs er að minnast og margt ber að þakka á hinni löngu ævi sem hann pabbi lifði. Ótal minn- ingar og atvik koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka. Flestar eru tengdar við mömmu en þau voru mjög sam- heldin og miklir vinir alla tíð og báru ómælda virðingu hvort fyrir öðru, þó að þau hefðu ólíkar skoð- anir á mörgum hlutum. Þau elskuðu að vera úti í garði og rækta hann með yfir 100 teg- undum af plöntum undir það síð- asta. Þau voru mjög hrifin af ræktun á dalíum og höfðu ávallt miklar áhyggjur á vorin, hvort eitthvað kæmi nú upp eða ekki. Einnig á ég margar minningar úr fjölda veiðitúra í Hlíðarvatn í æsku, margar ferðir á hverju sumri voru farnar þangað og mis- mikið veitt. Og seinni árin fóru Harry og barnabörnin stundum líka með. Svo voru farnar margar ferðir vestur á firði þar sem pabbi elsk- aði að vera, enda Dýrfirðingur mikill. Þá var mikið tínt af berjum í berjasaft fyrir veturinn. Þegar við dæturnar vorum farnar að heiman dreif hann sig bara sjálfur vestur og fór á sjóinn með vinum sínum og veiddi í soðið fyrir vet- urinn. Saltaði og verkaði aflann. Alltaf var hann boðinn og búin til að aðstoða ef hann mögulega gat, og handlaginn við flest sem hann kom nálægt. Hann átti at- hvarf úti í bílskúr þar sem sagir og smíðavélar áttu hug hans allan og skar einnig mikið út eftir að hann hætti að vinna. Þau voru alla tíð mjög natin við barnabörnin sín sem áttu athvarf hjá þeim hvenær sem þau vildu, og fengu oft að gista hjá þeim og dunda með afa í kjallaranum með- an amma bakaði pönsur eða skonsur á efri hæðinni. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi minn, og ég veit að mamma mun taka vel á móti þér. Þín dóttir, Ólöf. Elsku besti afi, að setjast niður og skrifa minningargrein um þig er svo erfitt. Tárin streyma niður kinnarnar því upp koma svo yndislegar minningar. En núna ertu loksins kominn til Lillu þinnar, sem hefur beðið svo lengi eftir þér. Síðustu daga hef ég reynt að hugsa allt það fallega og góða sem þú kenndir mér. Allar góðu stund- irnar síðustu ár, sérstaklega eftir að þú komst á Hrafnistu og þegar ég byrjaði að vinna þar. Ég held ég sé heppnasta barnabarn í öllum heiminum að hafa kynnst þér og við barnabörn- in öll. Þú ert góðhjartaðasti mað- ur sem ég veit um, hugsaðir svo vel um okkur í Stekkjarkinninni hjá ykkur ömmu. Alltaf grjónó með saft eða nýbakaðar pönnsur. Þegar ég var bara rúmlega 4 mánaða fékk ég að njóta þess að vera hjá þér og ömmu í pössun. Þegar ég fór að labba fórum við í göngutúra á hverjum degi, alltaf sömu leiðina niður Stekkjarkinn- ina að læknum, upp á Grænaróló og Hringbrautina og tylltum okk- ur þar í gamla bláa strætóskýlið. Þegar þú settir mig í band úti í garði, því ráðskonan, eins og þú kallaðir mig alltaf, var svo mikill kjáni, alltaf að „hjálpa“ til í fallega garðinum ykkar. Við skulum ekki gleyma því heldur að við tvö hrjótum ekki, eða þetta sagðir þú alltaf þegar pabbi byrjaði að hrjóta. Og að ógleymdum veiðitúrun- um í Hlíðarvatn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að vera í ná- lægð þinni, skutlast með þig í Mosó á hverjum föstudegi í heilan vetur í nudd, við að syngja saman Villa Vill, Hauk Morthens og Ragga Bjarna. Þegar þú bjóst á vistinni og ég nýbyrjuð að vinna á Hrafnistu, þegar þú vissir upp á mínútu hvenær ég var í mat gerð- irðu rúmið tilbúið svo ég gæti lagt mig í smá. Þetta voru svo frábærir tímar, elsku afi. Að fá að kveðja þig um jólin var erfitt en rosalega gott, að rifja upp svo margt og fá að halda í höndina á þér. Ég gæti skrifað heila bók um þig. Þú hefur kennt mér svo margt. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og hlakka til þess að knúsa þig aftur. Þín nafna og vinkona, Ágústa. Elsku afi. Það er bæði erfitt og gott að kveðja þig. Gott af því að núna ertu loksins kominn til ömmu, sem hefur örugglega beðið þín með rjúkandi heitar pönnsur, nýbakaðar klein- ur, kalt kaffi í blómakönnunni þinni og útbreiddan faðminn. Og erfitt vegna þess að þú ert svo góður maður og það hefur alltaf verið svo gott að eiga þig að. En ég veit líka að ég mun ennþá eiga þig að þó svo þú sért ekki lengur hérna með okkur. Ég er mjög þakklát fyrir allan tímann sem við áttum saman, þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða þér. Þegar ég flutti til þín, eftir að amma dó, studdum við hvort ann- að í söknuðinum og urðum góðir vinir. Stundum var erfitt en oftast var gaman. Ég var bara krakki þá í rauninni en að búa með þér gerði mig að einstaklingnum sem ég er í dag. Mér eru svo minnisstæð kvöld- in sem við sátum saman við eld- húsborðið og spiluðum (og þú rústaðir mér). Og hafragrautar- morgnunum, þegar þú sættir þig við að ég vildi hafa minn þykkan einsog steypu og þegar ég lærði að hætta að nota salt. Allir göngu- túrarnir voru frábærir, bæði þeg- ar þeir voru langir um Hafnar- fjörðinn og þegar þeir urðu styttri. Jólin verða líka erfið án þín, elsku afi. Ég tengi þig svo sterkt við þau. Ég man þegar við hjálp- uðumst að við að smíða jólatré og skreyta, þegar við pökkuðum saman inn gjöfunum og hlustuð- um á vínyl-plötur á Hrafnistu. Jólamessurnar verða líka alltaf okkar. Þess vegna fannst mér svo mikilvægt að sitja hjá þér og hlusta á messuna í útvarpinu síð- astliðið aðfangadagskvöld. Ég veit að þú verður þarna til að taka á móti mér þegar minn tími kemur og þá getum við rifjað saman upp allar fallegu minning- arnar sem við eigum saman. Elín Ásbjarnardóttir Strandberg. Mig langar með línum þessum að þakka vini mínum og fyrrver- andi tengdaföður 30 ára sam- fylgd. Það er svo margs að minn- ast og margar skemmtilegar stundir sem koma upp í hugann þegar ég kveð hann Nonna minn. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman við silungsveiðar í Hlíðarvatni, á sjóstöng vestur í Önundarfirði eða bara að tefla eða spila við eldhúsborðið í Stekkjar- kinn 13. Nonni var einstaklega hlýr, góður og skemmtilegur kall sem bar hag fjölskyldunnar alltaf fyrir brjósti og var duglegur að taka þátt í uppeldi barna- barnanna og aðstoða okkur tengdasynina við ýmislegt smá- legt í sambandi við heimilishaldið, hvort það var að smíða eða mála eða þá bara að fá lánað eitt og annað í litla BYKÓ eins og við kölluðum bílskúrinn í Stekkjar- kinninni. Nonni hafði alla tíð mjög gam- an af því að smíða og skera út ýmsa fallega gripi, hvort heldur fyrir börnin eða barnabörnin, hnýta flugur, binda inn sögur og heilu bækurnar eða grúska í ætt- fræði fjölskyldunnar sem rekja mátti að mestu leyti vestur á firði en þangað leitaði hugurinn hans Nonna mikið síðustu árin sem hann var heill heilsu og þá sér- staklega í Dýrafjörðinn enda fór hann margar ferðir þangað til að komast á sjóinn með „dauðafær- ið“, keflið sem hann notaði frekar en sjóstöng til að moka upp þorskinum þangað til að það blæddi úr fingrunum, já ákafinn og gleðin varð öllum sársauka yf- irsterkari og ferðirnar vestur ávallt mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur öll. Síðustu árin dvaldi Jón á Hrafnistu þar sem við áttum margar góðar stundir við spila- mennsku eða þá í púttkeppni á vellinum sunnan við húsið. Göngutúrarnir voru líka ófáir og margt spjallað í þeim og ekki hvað síst um barnabörnin og hvað þau væru dugleg og efnileg enda voru þær frænkur Elín og Ágústa afa sínum, að öllum öðrum ólöstuð- um, afar góðar og heimsóttu hann nánast daglega og pössuðu upp á hann og glöddu eftir að amma El- ín dó. Elsku Nonni minn, ég vil þakka þér allar góðar stundir, vináttu og hlýju sem þú sýndir mér og mín- um alla tíð og bið góðan Guð að geyma þig. Elsku Sigga, Olla, Siggi og fjölskyldur, ég sendi ykk- ur öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásbjörn Björgvinsson. Jón Ágúst Sigmunds- son Strandberg Það er nú einu sinni þannig með fólkið sem við elskum og dáum að sá möguleiki að það fólk hverfi frá okkur fyrir fullt og allt er það fjarlægur að okkur kemur ekki til hugar að gera ráð fyrir slíku. Þó að okkur væri kunnugt um hvers væri að vænta var það okkar fjölskyldu mikil harma- fregn þegar okkur bárust fréttir um að Didda hefði lagt augun aft- ur í hinsta sinn aðfaranótt föstu- dagsins 16. desember sl. Óhjá- kvæmilega renna minningabrot frá ánægjulegum samverustund- Þórunn Marín Þorsteinsdóttir ✝ Þórunn MarínÞorsteinsdóttir fæddist á Lækn- esstöðum á Langa- nesi 22. nóvember 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 13. desember 2011. Útför Þórunnar Marínar var gerð frá Þórshafn- arkirkju þriðjudaginn 27. des- ember 2011. um um hugann en þær hafa verið ófáar á umliðnum árum. Af ýmsu er að taka en ofarlega í huga eru sunnu- dagsgöngutúrarnir þar sem viðkoma í kaffi á Ingimars- stöðum var fastur liður. Margt var þá skrafað og alltaf mikið hlegið en það sem upp úr stendur í minning- unni frá þessum samverstundum er hlýjan, jákvæðnin og glettnin sem mætti okkur í hvert sinn sem við börðum upp á. Þau eru því þung sporin þegar við fylgjum henni Diddu á Ingi- marsstöðum í hennar hinstu ferð. Við vottum Adda, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Frá okkur er farin, allt of snemma, góð kona sem áorkaði miklu á sinni lífs leið og mun minning hennar lifa á meðal okk- ar um ókomna tíð. Björn Ingimarsson, Sigrún Jóna Óskarsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.