Morgunblaðið - 06.01.2012, Side 27

Morgunblaðið - 06.01.2012, Side 27
Alltaf þegar við vorum í veislum eða í kringum hátíðir þá vildi maður vera hjá þér, því þú varst alltaf svo hress og vildir láta alla skemmta sér. Alltaf um verslun- armannahelgina fórum við frændsystkinin og foreldrar upp í bústað með þér og ömmu. Það varst þú sem sást alltaf um stuð- ið og að öllum liði vel. Þú varst kallaður brennukóngurinn í Vinaminni og þú leyfðir barna- börnum þínum að kveikja upp í brennunni og taka þátt í undir- búningnum. Það var skrítið að halda ára- mótin án þín, elsku besti afi, því það var alltaf svo gaman að hafa þig hjá okkur. Ég gleymi aldrei þegar þú og amma fóruð með okkur frændsystkinum og for- eldrum til Kanaríeyja um ára- mótin 2006-2007. Þetta var skemmtilegasta ferð til útlanda sem ég hef farið í. Elsku besti afi, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og veitt mér í lífinu. Þitt elsku barnabarn, Ebba Ósk. Elsku afi Ingó Okkur hefur alltaf þótt vænt um þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Birgitta, Davíð, Edward og fjölskyldur. Það er sárt að þurfa að kveðja elsku afa Ingó. Afi hafði verið hraustur alla sína tíð og það átti enginn von á því að veikindin myndu sigra hann. Eftir að hafa unnið alla sína tíð var nú komið að því að njóta sín í sumarbú- staðnum Vinaminni og á Kanarí með ömmu. Afi varð aldrei gam- all eða svo sagði hann sjálfur, hann sagðist bara vera þroskað- ur maður. Afi var harður og ákveðinn en umfram allt sann- gjarn og réttsýnn með mikinn og skemmtilegan húmor. Birgir man vel eftir því þegar hann var 11 ára, jólin þegar afi fékk þá skemmtilegu hugmynd að klæða hann í jólasveinabúning og bera út jólapakka til starfs- manna I.B. Við skemmtum okk- ur vel yfir þessu uppátæki. Við nutum þeirra forréttinda að fá vinnu hjá afa á sumrin og stund- um með skóla. Það var lang- mesta sportið að fá að vera með höfðingjanum sjálfum, þá fékk maður líka að fara með í kaffi til ömmu sem stóð alltaf fyrir sínu og var með allt tilbúið. Við bræður eigum yndislegar og ógleymanlegar minningar um afa, og margar þeirra úr sum- arbústaðnum. Þegar við spiluð- um Akravision í bústaðnum átti afi það til að kalla á hjálp frá „guðinum Alla“ til að fá rétta tölu á teninginn, þetta vakti mikla lukku. Þess verður sárt saknað að geta ekki lengur farið til afa og fá góðar og nytsamlegar ráð- leggingar. Afi var svo sannarlega góð fyr- irmynd og góður afi. Hann var svo mikið alvöru, eitthvað svo ekta. Þínir afastrákar, Ingólfur, Birgir og Brynjar. Kær vinur, svili, mágur og frí- múrarabróðir er fallinn fyrir hendi hins miskunnarlausa afls sem dauðinn er. Þó að við höfum oft rætt það mál að ekkert líf sé án dauða og enginn dauði án lífs þá er ekki auðvelt að sætta sig við brotthvarf einstaklings sem var fullfær fyrir aðeins nokkrum mánuðum, en hart var barist síð- ustu vikurnar. Það er svo skammt síðan að við ræddum möguleika á því að eiga góða dvöl saman á góðum sumardvalarstað þó ekki hefði verið ákveðið end- anlega hvenær. Samferð fjöl- skyldna okkar hefur verið óslitin frá því árið 1963 og aldrei komið upp neinn skuggi í þeim sam- skiptum, frændsemi, vinnu eða leik. Okkur eru margar stundirnar ógleymanlegar, t.d. þegar Ingó, Halli og Lúlli með eiginkonum ásamt Einari Gíslasyni fluttu okkur Eddu og drengi okkar í núverandi hús. Gerðu fokhelt hús að hýbýli á einni helgi í desember 1966 og gerðist Ingó sjálfkrafa verkstjóri. Raftengingar klárað- ar, málað í hólf og gólf, konurnar skelltu upp gardínum og skil- rúmum, vaskar og hreinlætis- tæki tengd og Ingó smíðaði bráðabirgða-eldhúsinnréttingu á laugardagskveldi og sunnudags- morgni og svo flutt í húsið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kraftur, áræði og dugnaður var nokkuð sem fylgdi Ingó, án þess að hann tæki eftir því að hann var fremri öðrum. Hans orðtæki var „það eru engin vandamál, bara verkefni að leysa“. Það eru minnisverðar stundir þegar sumarbústaður þeirra Dóru og Ingó var byggður. Á einum sólarhring var bústaður- inn reistur og gerður fokheldur vestur við Langá, unaðsreiturinn Vinaminni þar sem stórfjölskyld- an úr Litlabænum frá Keflavík hefur átt ógleymanlegar sam- verustundir um áratuga skeið. Við hjónin á Esjubraut 27 á Akranesi höfum átt einstakar ánægjustundir með Ingó og Dóru. Minnisstæðar eru ung- hjónaklúbbsferðirnar frá Kefla- vík, sumarferð til Mallorka og svo afmælin, giftingarnar, skírn- ir og fermingar. Allt þetta hefur bundið fjölskyldurnar úr Litla- bænum órjúfanlegum böndum. Ingó var sannkallað félagsmála- tröll. Þeim málum hafa glögglega verið gerð skil og verður það ekki endurtekið hér, en margir hafa notið góðs af fórnfúsum at- höfnum Ingólfs á félagslegum sviðum. Það eru aðeins fá orð og fá- tækleg sem eru hér sett á blað. En þeim fylgir innileg samúðar- kveðja til þín, kæra Dóra, og allr- ar fjölskyldunnar. Höfum minn- ingu góðs drengs í hávegum og óskum honum alls góðs á vegum hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar. Edda, Gísli og fjölskyldan frá Esjubraut 27, Akranesi. Minn kæri bróðir og mágur er fallinn frá, baráttu hans er lokið við illvígan sjúkdóm sem var mjög erfiður en stuttur. Það er margs að minnast þegar við vor- um að alast upp, ég eina systirin ásamt 4 bræðrum og næst yngst. Þær minningar ætla ég að hafa fyrir mig, sem allar eru góðar. Fyrstu kynni mágs míns og vinar voru þegar hann vann sem smið- ur hjá Varnarliðinu kringum 1958 og því kom það mér spánskt fyrir sjónir þegar systir hans kynnti Ingólf sem bróður og raf- virkja í Krossinum forðum þegar við vorum að byrja að draga okk- ur saman. Árin liðu og okkar kynni urðu mjög náin ásamt Dóru og voru fjölskyldur okkar mjög samrýnd- ar, sérlega eftir að við byggðum sumarhús okkar í næsta ná- grenni við þau hjá Langá á Mýr- um. Svo þótti okkur mjög nota- legt að búa við hliðina á ykkur í Kjarrmóanum, það kom sér vel, sem maður saknar, og bar aldrei skugga á samskiptin sem alltaf hafa verið mjög góð. Við eigum skemmtilegar minningar frá mörgum ferðum sem við fórum saman til útlanda og þann mis- skilning sem oft skapaðist í hót- elmóttökum vegna föður- nafnanna. Það var unun að sjá ykkur, elsku Dóra, hvað hjóna- band ykkar var hamingjusamt og farsælt og hvað þið unnuð sam- eiginlega að öllum hlutum. Að- alkostur Ingólfs að okkar mati var hvað hann var fljótur til hjálpar innan og utan fjölskyld- unnar og alltaf með þetta góða skap og í jafnvægi. Strax að loknu námi sínu í raf- virkjun stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem hann rak af dugn- aði fram á síðasta dag og með sínu starfi var hann einnig virkur í bæjarmálum Njarðvíkur til margra ára og voru margar áætl- anir sem hann stóð fyrir í bæj- arfélaginu til góðs. Við Ingólfur mágur sátum saman í sóknar- nefnd Ytri-Njarðvíkursafnaðar yfir tuttugu ár þar sem hann var formaður til margra ára og lét hann þar margt af sér gott leiða. Elsku Dóra, börn og fjölskyldur ykkar. Góður Guð gefi ykkur styrk í sorginni og megi minning hans lýsa ykkur og ylja um alla framtíð. Þín systir og mágur, Guðlaug Bárðardóttir og Ólafur Guðmundsson. Snemma í ágúst í sumar fórum við saumaklúbbssystur ásamt mökum okkar í hina árlegu sum- arferð. Þetta er hefð, að fara einu sinni á sumri út á land, skoða áhugaverða staði og njóta sam- verunnar. Í þetta sinn var farið í Stykkishólm og Snæfellsnesið skoðað. Það var sól og blíða og umhverfið skartaði sínu fegursta. Mikil gleði og kátína ríkti í hópn- um eins og ávallt þegar við hitt- umst. Ingólfur vinur okkar í aðal- hlutverki eins og svo oft áður, hann var í miklu stuði, sagði sög- ur og brandara, dró búninga upp úr tösku, setti upp leikþátt og fór á kostum, allir grenjandi úr hlátri. En skjótt skipast veður í lofti. Ekki hvarflaði það að nein- um þá að Ingólfur væri lasinn, mánuði seinna alvarlega veikur og nú 27. desember dáinn, horf- inn, farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Það tekur tíma að átta sig á því. Hópurinn okkar, saumaklúbb- urinn og makar, hefur verið sam- an í meira en hálfa öld og margt brallað. Eins og áður hefur kom- ið fram ferðumst við saman á innanlands á sumrin og höfum farið víða, t.d. á vestur í Ísafjarð- ardjúp, í Skagafjörð, norður í Þingeyjasýslu, austur á Hérað, til Hafnar í Hornafirði og að Hala í Suðursveit, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum varið mörgum stundum saman á Kanaríeyjum á veturna, þar náði fjörið oft há- marki. Ekki má gleyma heimboð- um í sumarbústaði hver til ann- arra. Og að sjálfsögðu höfum við mætt í stórafmæli klúbbfélaga. En lífið hefur ekki alltaf verð dans á rósum og við sem höfum deilt svo mörgu í svo mörg ár höfum líka þurft að takast á við sorg og missi. Þá höfum við stað- ið saman og stutt hvert annað eftir megni. Nú er mikið tómarúm í hópn- um okkar, hann Ingólfur var fyr- irferðarmikill maður og ég sé ekki hvernig þetta skarð verður fyllt. Dóra og Ingó, eins og við köllum þau, oftast nefnd í sama orði, eins og skópar sem verður að standa saman. En nú er hann farinn, horfinn, búinn að kveðja. Það er staðreynd sem horfast verður í augu við hversu erfitt sem er að kyngja því. Og við verðum að halda áfram og standa saman eins og áður þó allt sé breytt, Það hefði Ingólfur viljað. Elsku Dóra, megi Guð styðja þig og styrkja og alla ykkar fjöl- skyldu. Missir ykkar er mikill. En þú veist að þú átt vini. Fyrir hönd saumaklúbbsins og maka, Sigríður Auðunsdóttir. Fallinn er frá Ingólfur Bárð- arson rafvirkjameistari og lög- giltur rafverktaki í Njarðvík. Ingólfur nam rafvirkjun við Iðn- skólann í Keflavík og lauk sveins- prófi árið 1962. Hann fékk raf- verktakaleyfi árið 1965 og rak frá þeim tíma Rafmagnsverk- stæði IB allt til síðasta dags. Ingólfi var annt um starf sitt og starfsgrein og lét fljótt til sín taka í félagsmálum rafverktaka, var í stjórn Rafverktakafélags Suðurnesja í níu ár og í stjórn Landssambands íslenskra raf- verktaka í 14 ár. Ingólfur mætti manna best á fundi samtakanna, var óspar á að lofa það sem vel var gert og hvatti menn ávallt til góðra verka. Ingólfur var stoltur af sínu og sinni stétt, var mikill áhugamaður um framgang og menntun rafiðnaðarmanna og einlægur stuðningsmaður Raf- iðnaðarskólans. Ingólfur hlaut gullmerki LÍR og var heiðurs- félagi í Rafverktakafélagi Suður- nesja. Með Ingólfi er fallinn frá öfl- ugur félagsmaður og góður drengur. Samtök rafverktaka senda eiginkonu Ingólfs og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Hjörleifur Stefánsson, for- maður Rafverktakafélags Suðurnesja. Góður Lionsfélagi og vinur er fallinn frá. Ingólfur Bárðarson gekk til liðs við Lionsklúbb Njarðvíkur 1970 og hefur verið frá fyrsta degi einn okkar öfl- ugasti félagsmaður. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir klúbbinn og var m.a. formaður 1976-77. Ingólfur var hrókur alls fagn- aðar á fundum klúbbsins og oftar en ekki hafði hann eitthvað til að gleðja okkur félagana með á fundum. Ingólfur lét sig ekki vanta í neina ferð sem farin var á vegum klúbbsins og var Dóra, eiginkona hans, þá ætíð með í för og eftirtektarvert þótti hversu samrýmd þau hjón voru. Ingólfur hefur verið ötull við að fá nýja félaga í klúbbinn og eru þeir ekki fáir félagarnir í Lionsklúbbi Njarðvíkur í dag sem hann hefur fengið til liðs við klúbbinn og var honum líka um- hugað um að vel væri tekið á móti þeim og að þeim liði vel í klúbbnum. Á einu ári höfum við í Lions- klúbbi Njarðvíkur séð á eftir þremur félögum klúbbsins og er þeirra allra sárt saknað. Fyrir hönd félaga í Lions- klúbbi Njarðvíkur viljum við þakka Ingólfi Bárðarsyni fyrir gott og öflugt starf í þágu klúbbsins. Eftir stendur minn- ingin um góðan félaga og vin. Eiginkonu, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur, Hafsteinn Ingibergsson, Ólafur Thordersen, Reynir Ólafsson. Í Ingólfi Bárðarsyni kveðjum við góðan félaga. Hann var allt í senn, leiðtogi, ráðgjafi og fót- gönguliði. Á þeim 58 árum sem hann var félagi í Sjálfstæðis- flokknum gegndi hann flestum þeim trúnaðarstöðum sem til eru í okkar starfi. Það lýsti Ingólfi hvað best að allar þeirra tók hann alvarlega og gekk til þeirra af sömu einurð og krafti, hvort heldur sem var oddvitasæti í bæjarstjórn eða að raða stólum fyrir félagsfund. Það byrgði Ing- ólfi ekki sýn þó á brattann væri að sækja, þvert á móti efldist hann við mótlætið og vílaði ekki fyrir sér að ganga gegn straumn- um ef því var að skipta. Sá eig- inleiki hans var jafn mikilvægur hvort heldur sem standa þurfti fast á sínu eða fylgja eftir mála- miðlunum í samstarfi við aðra flokka eða einstaklinga. Án Ing- ólfs og hans líka væri Sjálfstæð- isflokkurinn ekki það afl sem hann er í íslensku þjóðlífi. Án staðfestu og framsýni Ingólfs væri bærinn okkar ekki samur. Við sendum fjölskyldu Ingólfs og aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Sigurgestur Guðlaugsson formaður. SJÁ SÍÐU 28 MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS H. INGIBJARTSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar- daginn 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 9. janúar kl. 11.00. Ingi J. Valgeirsson, Ingi V. Ingason, Birgir Geir Valgeirsson, Jóna Kristín Jónsdóttir, Harpa Sól Birgisdóttir, óskírð Birgisdóttir, Valdís Valgeirsdóttir, Herdís Ósk Unnarsdóttir, Jón Unnar Sverrisson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 2. janúar. Útförin verður frá Áskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn J. Óskarsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Elín Óskarsdóttir, Jón Leví Tryggvason, Pálína G. Óskarsdóttir, Rafn Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ SIGURÐARSON, Húnabraut 22, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fimmtudaginn 22. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bóthildur Halldórsdóttir. ✝ Elsku sonur okkar, bróðir, frændi og mágur, EINAR LAVERNE LEE, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Soffía Gísladóttir, Elís Heiðar Ragnarsson, John Lee, Susan Lee, Edda Guðrún Heiðarsdóttir, Stefán Ragnar Magnússon, Katla Marín Stefánsdóttir, Elís Heiðar Stefánsson, Rakel Theódóra Heiðarsdóttir, Jón Bjarni Hrólfsson, Ástþór Andri Jónsson, Lóa Linda Hermannsdóttir, Heiðar Andri Heiðarsson, Helga Sóley Heiðarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, INGIGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 4. janúar. Egill Á. Kristbjörnsson, Auður Egilsdóttir, Einar Guðlaugsson, Kristbjörn Egilsson, Ólafur Guðbrandsson, Guðbjörg Egilsdóttir, Steingrímur Þormóðsson, Logi Egilsson, Anna Guðmundsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.