Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Látinn er góður félagi minn og
vinur, Ingólfur Bárðarson. Fyrir
viku heimsóttum við hjónin hann
á Borgarspítalann, hann sagðist
vera í rannsókn og verða kominn
heim eftir 4 daga. Ég hafði rætt
við hann fyrir nokkrum dögum
um veikindi hans, hann sagðist
vera mjög hraustur líkamlega að
öllu leyti öðru en því sem væri að
angra sig í brjóstholinu, en nú
væru læknavísindin komin á það
hátt stig að þeir hlytu að ráða við
það sem væri að honum, en það
fór á annan veg.
Við hjónin kynntumst þessum
indælu hjónum, Dóru og Ingólfi,
fljótlega eftir að við komum til
Njarðvíkur árið 1965, þegar ég
hóf störf hjá rafveitunni þar.
Fljótlega varð Ingólfur formaður
rafveitunefndar svo við unnum
þar saman að ýmsum málefnum
á vegum hennar. Sum af börnum
Dóru og Ingólfs voru á sama
aldri og börn okkar hjónanna og
hefur vinátta þeirra haldist æ
síðan.
Við Ingólfur vorum saman í
mörgum félögum og fórum með
okkar konum í ýmis góð ferðalög
bæði hér innanlands og erlendis,
þær ferðir voru ógleymanlegar
og þar var oft glatt á hjalla. Hlý-
legt var að koma til þeirra hjóna í
sumarbústað við Langá og dvelj-
ast hjá þeim næturlangt. Ekki
ætla ég að nefna öll þau störf í
þágu félagsmála, félögum, og
stjórnmálum, sem Ingólfur tók
þátt í fyrir utan að reka sitt eigið
rafmagnsverkstæði með prýði í
yfir 40 ár, það munu aðrir gera,
heldur að minnast hans sem vin-
ar og hans góðu fjölskyldu.
Dóra mín. Þessar fáu línur
sem ég skrifa eru einungis til að
minna á þá vináttu sem við Elsa
áttum með ykkur hjónum saman.
Við vitum að okkar vinátta mun
haldast með þér og þínum af-
komendum. Megi góður guð gefa
þér styrk og blessun um ókomin
ár
Jóhann Líndal.
Í dag kveð ég einn af mínum
bestu og traustustu vinum til
margra ára, Ingólf Bárðarson.
Það einkenndi lífshlaup hans að
hann var hamhleypa til allra
verka og vildi láta hlutina ganga
hratt fyrir sig. Í kringum hann
var engin lognmolla. Hann var
reglusamur og traustur. Hans
lokastríð var stutt og hart barist,
en því lauk á aðeins þremur mán-
uðum.
Ég kynntist Ingólfi fyrst er
hann var um tvítugt og var ásamt
bróður sínum Olgeiri að byggja
sitt fyrsta hús í Njarðvíkunum.
Það var ekki að minni gerðinni,
einar þrjár hæðir og mikið að
flatarmáli. Þeir þóttu afar stór-
huga bræðurnir að ráðast í þessa
framkvæmd.
Seinna lágu leiðir okkar sam-
an þegar okkur þótti orðið veru-
lega vanta upp á skemmtana-
haldið fyrir ungt fólk á
Suðurnesjum. Við vorum þá bún-
ir að festa ráð okkar. Dóra búin
að klófesta Ingó og Björg búin að
næla í mig. Við stofnuðum
skemmtiklúbb ásamt fleirum og
kölluðum hann Unghjónaklúbb
Suðurnesja. Ingó var kosinn for-
maður. Hver skemmtun hófst
með ávarpi formanns. Það þótti
ekki hægt að byrja að skemmta
sér fyrr en Ingó var búinn að
ávarpa gesti. Þegar félagar í
klúbbnum voru orðnir 40 ára
gengu þeir sjálfkrafa úr klúbbn-
um. Við brugðum því á það ráð að
stofna Nýja hjónaklúbbinn því
ekki ætluðum við að hætta að
skemmta okkur.
Seinni árin fór að bera á því að
fólk mætti seint á böllin. Brugð-
um við þá á það ráð að allir sem
mættu eftir kl. 10 yrðu látnir
skemmta. Ingó var fæddur leik-
ari og hafði troðið upp víða á sín-
um yngri árum. Þetta skipti
sköpum og fólk kom hlaupandi í
sínu fínasta pússi til að ná inn
fyrir kl. 10.
Konurnar okkar gengu saman
í Húsmæðraskólann og síðar
stofnuðu þær saumaklúbb með
fimm öðrum skólasystrum. Eru
þær búnar að halda hópinn í 55
ár. Það er föst venja hjá sauma-
klúbbnum að bjóða eiginmönn-
unum í ferðalag minnst einu sinni
á ári utan lands eða innan. Þá
komu hinir meðfæddu hæfileikar
Ingós fram í því að sjá um
skemmtiatriði og láta félagana
sprella. Síðasta ferð okkar var
farin sl. sumar og var gist í
Stykkishólmi. Farið var í dags
skoðunarferð um Snæfellsnesið,
kringum Jökul og annaðist Ingó
fararstjórn. Hann var svæðinu
þaulkunnugur enda átti hann
þangað ættir að rekja.
Kæri Ingó, við þökkum allar
þær ánægjustundir sem við átt-
um með þér í gegnum lífið. Guð
blessi minningu þína. Elsku Hall-
dóra, börn, tengdabörn, barna-
börn og langafabörn, við sendum
ykkur samúðarkveðjur og biðj-
um guð að styrkja ykkur á erfiðri
stundu.
Hilmar og Björg.
Ég hitti Ingólf Bárðarson í
fyrsta sinn á miðju ári 1990, þá
sem einn af umsækjendum um
stöðu bæjarstjóra í Njarðvík.
Ingólfur var forseti bæjarstjórn-
ar Njarðvíkur eftir bæjarstjórn-
arkosningarnar 1990 og voru
hann og Sólveig Þórðardóttir
bæjarfulltrúi að kanna umsækj-
endur. Þetta voru fyrstu kynni
mín af Njarðvíkingum sem
leiddu til þess að fjölskylda mín
hefur verið þar síðan. Ég tel mig
hafa verið lánsaman að koma til
Njarðvíkur og hefja störf með
þáverandi bæjarstjórn Njarðvík-
ur undir leiðsögn Ingólfs Bárð-
arsonar. Honum var mikið í mun
að fjölskyldu minni liði vel í
Njarðvík og lagði sig fram um að
svo gæti orðið. Ingó var einstak-
lega þægilegur í umgengni, já-
kvæður og áhugasamur. Hann
hafði fyrir venju að líta við á
skrifstofunni hjá mér á hverjum
degi og var mikill stuðningur í
því fyrir mig því hann þekkti allt
og alla. Ingó var alltaf mjög heill
í öllum okkar samskiptum og
vildi ávallt leiða mál til betri veg-
ar.
Það var mikið um að vera í
málefnum bæjarins þau ár sem
við störfuðum saman og Ingó
vildi koma sem flestu í verk en
hann var einn af þeim sem vilja
láta verkin tala. Okkar fyrsta
verkefni var í umhverfismál-
unum og varð Njarðvík fljótlega
eitt af fremstu bæjarfélögum á
því sviði og má þar nefna inn-
komuna í gegnum Njarðvík,
hreinsun bæjarins og upphafið
að skolphreinsikerfinu í Njarð-
vík. Atvinnuleysi var mikið um
tíma og tókst að leysa það far-
sællega. Mikil landakaup voru á
þessum árum og keypti bærinn
m.a. allan Stapann, Sólbrekkur
og Seltjörn. Fundir með bæj-
arbúum voru árviss viðburður í
bæjarlífinu þar sem bæjarstjóri
ásamt bæjarstjórn héldu hverfa-
fundi með fólkinu. Þetta voru
góðir fundir sem sköpuðu mikil
og góð tengsl við íbúana.
Það var alltaf mikið líf og fjör í
kringum Ingólf og fengum við oft
að njóta þess, gamla bæjar-
stjórnin. Það hafði skapast sú
hefð að bæjarstjórnin ásamt
mökum færi saman í eina ferð á
ári og kynnti sér aðstæður í öðr-
um sveitarfélögum. Var þá farið í
kynningu til að læra af þeim þar
sem vel hafði til tekist. Þrátt fyr-
ir að bæjarstjórnin í Njarðvík
hafi skilað af sér 1994 hefur
gamla bæjarstjórnin haldið
áfram að fara í ferðir ásamt mök-
um og víkkuðum við ferðahring-
inn út og þá til ferðalaga til út-
landa. Það var ávallt mikið líf og
fjör í þessum ferðum og ævinlega
hægt að treysta því að Ingó héldi
upp stuði með leikjum og sprelli
langt fram á nótt. Þessi hópur
kallar sig í dag Átthagafélag
bæjarstjórnar Njarðvíkur.
Ingólfur var mikill Njarðvík-
ingur og vann ötullega að fé-
lagsstörfum, m.a. í Lionsklúbbi
Njarðvíkur, og það skarð sem
Ingólfur skilur eftir í Njarðvík er
því stórt. Við í Átthagafélaginu
munum minnast starfsins og
ferðanna með Ingólfi og þeirrar
miklu lífsgleði sem ávallt fylgdi
honum.
Að leiðarlokum færum við
honum miklar þakkir fyrir góðar
samvistir. Kæra Dóra, þinn miss-
ir er mikill. Við í Átthagafélaginu
viljum færa þér og fjölskyldu
þinni innilegar samúðarkveðjur
vegna fráfalls góðs eiginmanns
og vinar.
Blessuð sé minning Ingólfs
Bárðarsonar.
Kristján Pálsson.
Ég kveð góðan vin og félaga
með þakklæti fyrir einlægan
stuðning og hvatningu til að
byggja upp betra samfélag í
Reykjanesbæ.
Ingólfur Bárðarson, rafverk-
taki og fyrrverandi forseti bæj-
arstjórnar Njarðvíkur, var ötull
talsmaður framþróunar í okkar
samfélagi. Háttur hans var að
hvetja menn áfram, hrósa fyrir
vel unnið verk og koma svo með
ábendingar um það sem bæta
mætti. Það gerði hann á svo
skynsamlegan og vingjarnlegan
hátt að ekki var um annað að
ræða en taka á því fullt mark og
fylgja eftir. Þannig var Ingólfur
leiðtogi löngu eftir að hann hætti
formlegum afskiptum af bæjar-
stjórnarmálum. Þá hafði hann
einnig safnað gríðarlega víðtækri
reynslu af störfum á sínum
starfsvettvangi, í félagsstörfum
og í stjórnum og nefndum á veg-
um Hitaveitunnar og sveitarfé-
lagsins.
Vingjarnleiki hans og hvatn-
ing hefur haft mikil jákvæð áhrif
á mig og veitt kraft til að fylgja
verkum fast eftir.
Ingólfur kom auga á tækifær-
in og kunni leiðir til að vinna úr
þeim jákvæðar lausnir.
Við hjónin erum afar þakklát
fyrir góðar og vinsamlegar mót-
tökur þeirra hjóna þegar við
komum fyrst í bæinn.
Ég færi Halldóru, börnum,
barnabörnum og barna-barna-
börnum innilegar samúðarkveðj-
ur með þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast og starfa með
Ingólfi Bárðarsyni.
Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Lífið gengur sinn vanagang þó
að það séu jól og á sama tíma og
flestir nutu kyrrðar og friðar á
hátíð ljóssins áttu aðrir um sárt
að binda. Sorg kom beint í kjölfar
hátíðar þegar fréttir bárust af
andláti Ingólfs Bárðarsonar sem
háði stutta og snarpa baráttu við
þann illvíga sjúkdóm sem
krabbameinið er og mátti lúta í
lægra haldi. Niðurstaða sem var
Ingólfi ekki töm á lífsleiðinni, þar
sem hann hafði oftar sigur.
Ég var 17 ára þegar Ingólfur
kom að máli við mig í kjölfar
kosninga til sveitarstjórna og
bað mig að taka sæti í nefnd á
vegum Njarðvíkurbæjar fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins. Ég
hafði aðeins lítillega tekið þátt í
vinnu flokksins þá um vorið þó
ekki hefði ég haft aldur til að
kjósa. Beiðnin var því óvænt en
um leið ánægjuleg og að henni
nokkur virðing. Í kjölfarið kynnt-
ist ég Ingólfi vel og varð okkur
vel til vina.
Ingólfur var atorkusamur,
bæði í leik og starfi, áhugasamur
um að koma málum áfram og
dugmikill þegar vinna þurfti mál-
um fylgis. Hann var kappsamur
um framgang Sjálfstæðisflokks-
ins og lagði honum lið allt sitt líf.
Eftir að hann hætti sjálfur í bæj-
arstjórn, var hann formaður
Sjálfstæðisfélagsins Njarðvík-
ings um árabil og vann þannig
óbeint að málefnum bæjarfélags-
ins í samstarfi við okkur sem tók-
um við keflinu í bæjarstjórn.
Hann var úrræðagóður og ávallt
tilbúinn til viðræðna. Velviljaður
og jákvæður, bar hag sveitarfé-
lagsins og íbúa þess fyrir brjósti.
Þegar ég heimsótti hann á
sjúkrahúsið nokkrum dögum fyr-
ir jól og hans eigin lífsklukka var
farin að telja hratt niður vildi
hann lítið tala um sína eigin líðan
en lagði höfuðáherslu á að menn
héldu áfram að berjast fyrir
bættu samfélagi og aukinni at-
vinnu. Það mætti ekki gefast
upp.
Þó að kveðjustund hafi komið
allt of fljótt og Ingólfur hefði get-
að unnið að mörgum framfara-
málum til viðbótar þá var ævi-
starfið orðið viðamikið og verkin
fjölmörg sem hann vann að. Allir
gætu farið sáttir frá þeim verk-
um sem Ingólfur lætur eftir sig.
Ég sendi Halldóru og fjöl-
skyldunni allri samúðarkveðjur
um leið og ég kveð vin minn, Ing-
ólf Bárðarson, með virðingu og
þakklæti fyrir góða vináttu,
traust og stuðning.
Böðvar Jónsson.
Fallinn er nú frá góður vinur
okkar til margra ára, Ingólfur
Bárðarson. Kynni okkar hófust
er ég fór að vinna hjá Geisla raf-
verkstæði, en þar starfaði Ing-
ólfur einnig. Þar tókust með okk-
ur góð kynni, en þá var hann að
undirbúa stofnun á eigin fyrir-
tæki sem og varð. Ingólfur rak
eigið fyrirtæki í 47 ár af miklum
myndarskap, það eru ekki marg-
ir sem geta státað af því. Ég
starfaði einmitt hjá honum um
tíma og líkaði mjög vel. Seinustu
árin rak Guðmundur sonur hans
fyrirtækið með honum. Við störf-
uðum mikið saman sem verktak-
ar, tókum að okkur mörg stór
verkefni svo sem Flugstöð Leifs
Eiríkssonar ásamt Rafiðn og
Geisla. Okkar samstarf gekk
ávallt vel.
Við höfðum oftast mjög svip-
aðar skoðanir varðandi landsmál-
in og fylgdum Sjálfstæðisflokkn-
um. Einnig atvikaðist það þannig
að við fórum báðir að vinna að
sveitarstjórnarmálum, Ingólfur
fyrir Njarðvík og ég fyrir sveit-
arfélagið Garð. Við unnum sam-
an í ýmsum nefndum á vegum
SSS og sátum m.a í stjórn H.S.
Við unnum líka að málum raf-
verktaka í mörg ár og var Ing-
ólfur í stjórn LÍR til margra ára.
Það var því ánægjulegt að stjórn
Rafverktakafélags Suðurnesja
skyldi gera Ingólf að heiðurs-
félaga á jólafundi í desember sl.
Hann átti það svo sannarlega
skilið.
Við hjónin áttum margar
ánægjulegar stundir með þeim
hjónum Ingólfi og Dóru. Það var
ávallt gleði og skemmtilegt í
kringum þau hjón.
Um leið og við hjónin þökkum
Ingólfi samfylgdina vottum við
Dóru og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Sigurður Ingvarsson
og Kristín.
Ingólfur Bárðarson
✝ Stefán Sig-urfinnur Bjarna-
son fæddist í Innri-
Njarðvík 29. sept-
ember 1941. Hann
lést á heimili sínu að
Kambahrauni 19,
Hveragerði, 14. des-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru Bjarni Ein-
arsson, skipa-
smíðameistari, fædd-
ur að Frakkastíg 7 í Reykjavík 12.
janúar 1916, d. 24. janúar 2001 og
Sigríður Stefánsdóttir, fædd að
Auðnum á Vatnsleysuströnd 22.
desember 1918, d. 11. apríl 2001.
Systur Stefáns eru Guðrún f. 11.
desember 1942 og Margrét Rósa
f. 26. nóvember 1947. Stefán gift-
ist 2. júní 1968 Auði Ágústsdóttur,
f. 18. júní 1944. Þau skildu 1978.
Börn Stefáns og Auðar eru : 1)
Bjarni, efnaverkfræðingur, bú-
settur í Noregi, f. 25. september
1969 , eiginkona hans er Lillian G.
Sørenesen f. 27. október 1974.
Börn þeirra eru Guðrún f. 15.
október 2007, Ole Halldór f. 13.
ágúst 2009 og Ágúst Valdimar f.
10. október 2011. 2) Halldór Ás-
grímur f. 12. febrúar 1972. Stefán
giftist aftur 30. des. 1983 eftirlif-
andi eiginkonu sinni Guðrúnu
Sigríði Geirsdóttur, framhalds-
skólakennara, f. 29. maí 1938 í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Geir Stefánsson, stór-
kaupmaður, fæddur á Vopnafirði
22. júní 1912, d. 25. maí 2001 og
Birna Hjaltested, húsfreyja, fædd
í Reykjavík 4. apríl 1905, d. 19.
janúar 2002. Stefán ólst upp
fyrstu ár ævi sinnar í Innri-
Njarðvík en flutti síðar með for-
eldrum sínum til Ytri-Njarðvíkur.
Hann gekk í Gagnfræðaskóla
Keflavíkur 1953-54
og lauk gagnfræða-
prófi frá Reykja-
skóla í Hrútafirði
1956. Stefán nam
skipasmíði við
Skipasmíðastöð
Njarðvíkur og Iðn-
skóla Keflavíkur
1958-61 þar sem
hann lauk sveins-
prófi 1963. Hann
stundaði nám við
Tækniskólann í Reykjavík 1961-
62 og hélt utan í skipatæknifræði
við Sunderland Institute of
Technology í Englandi 1962-65.
Vann í Skipasmíðastöð Njarðvík-
ur 1966 og 1969 og hjá Lands-
virkjun í Reykjavík við teikni-
vinnu 1967-69. 1970-73 vann
Stefán á vegum FAO (matvst.
Samein. Þj.) í Malawi við að
kenna bátasmíði. Hann starfaði
hjá Siglingamálastofnun ríkisins
frá 1973 sem sérfræðingur um
varnir gegn mengun sjávar. Sá
einnig um útgáfu tímaritsins Sigl-
ingamál á vegum stofnunarinnar.
Vann jafnframt ýmis tækni- og
ráðgjafastörf í sambandi við ný-
smíði skipa og breytingar á eldri
skipum. Frá 1978 vann Stefán í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur og
kenndi einnig tækniteikningu við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Á
tímabilinu 1985-93 vann Stefán
meðal annars við kennslu við
Menntaskólann á Laugarvatni,
hjá tæknideild Garðabæjar og
sem sjálfstæður tækniráðgjafi.
Frá 1994 til starfsloka var hann
innkaupastjóri hjá SR-Mjöli og
búsettur á Siglufirði. Árið 2007
flutti Stefán ásamt eiginkonu
sinni til Hveragerðis.
Jarðarför Stefáns fór fram frá
Dómkirkjunni 5. janúar 2012.
Stundum er það á lífsleiðinni
að maður hittir minnisstæðara
fólk en annað og einn slíkur var
Stefán. Hjá sameiginlegri vin-
konu í Vesturbænum varð hann á
vegi mínum, skemmtilegur,
áhugaverður, sérstakur og frjór.
Við áttum stundum tal saman
þegar ég, eins og fyrir röð af til-
viljunum, datt inn á þetta heimili.
Mér er sérstakur heiður að því
að senda ástvinum Stefáns
nokkrar ljóðlínur til minningar
um þennan einstaka öðling-
smann, því þeir eru ekki svo
margir sem verða fyrir manni á
lífsleiðinni.
Halur til himins er farinn
og horfinn sjónum um sinn.
Í faðmi föður fær orku
því fang hans er nærri.
Hvert sem litið er ljós og friður
og líkn sem aldrei bregst.
Veröld nýrra afla er nærri
sem njóta má án kvaða.
Ljúf ganga inn í nýtt líf
loforð breytinga án kvíða.
Í spurn horfir hissa á allt
og hógværð tekur við.
Allt svo létt og ljós birtast
og látbragð er kyrrð.
Undur efnast og bálslegið
bíður líf í gleði.
Einsemd hverfur í hamingju
himna sem opnast í logni.
Fegurð brosa bærist og lifir
í birtu sem tekur við.
Almættið verndar á veg í gleði
og vekur upp öryggi.
Fang þess er fegurð og styrkur
í friði kærleikans.
(J.R.K.)
Jóna Rúna Kvaran
Stefán Sigurfinnur
Bjarnason
Elsku amma. Það er skrítið að
setjast niður og skrifa um þig, það
er af svo mörgu að taka.
Alveg frá því ég man eftir mér
hefur þú alltaf verið til taks og allt-
af hafðir þú svör við öllu, hvort
sem það var í sambandi við
saumaskap, prjóna eða blóm. Það
var alltaf svo gott að vera hjá þér á
Blómsturvöllum og alltaf hafðir þú
tíma fyrir mig.
Aðalheiður Árnadóttir
✝ AðalheiðurÁrnadóttir
fæddist 7. júní 1922
í Brimnesgerði í Fá-
skrúðsfirði. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 17. des-
ember 2011.
Útför Aðalheiðar
fór fram frá Norð-
fjarðarkirkju 21.
desember 2011.
Ég man bara ekki
eftir þér öðruvísi en
hafa eitthvað fyrir
stafni elsku amma
mín. Þegar ég var
lítil að skottast á
Blómsturvöllum
varstu annaðhvort
við saumavélina að
sauma fyrir konurn-
ar á Norðfirði og
okkur öll, man að ég
fékk alltaf tvo til
þrjá kjóla um jólin þegar ég var
lítil, svo þegar ég var búin að eign-
ast mín börn þá saumaðir þú á þau
og prjónaðir líka á þau og það var
alltaf mikill spenningur þegar
pakki kom að austan.
Alltaf þegar við töluðumst við í
síma spurðir þú um börnin mín,
hvernig þeim gengi og svo fram-
vegis, og stundum sagði ég þér
ekki alltaf alveg rétt því ég vissi að
þá myndi þér sárna.
Man hvað ég var oft erfið þegar
þið mamma fóruð hring um húsið
að skoða öll inniblómin og ég var
alltaf dregin með. Svo þegar ég
hélt að nú væri þetta búið var
skundað út í garð og öll blómin
skoðuð þar og ég var dregin með
og sagt að ég hefði nú bara gott af
því að læra um blómin.
Mér finnst að þú hafir alltaf átt
fallegasta garðinn á Norðfirði
enda hugsaðir þú um hann af mik-
illi natni og kærleika, og ekki nóg
með að þú plantaðir í garðinn þinn
heldur plantaðir þú líka við lækinn
fyrir utan brattann.
Þegar við komum austur í
heimsókn til þín var farið með
okkur eins og konungsfólk, veisla
alla daga.
Svo var farið í Brimnesgerði,
æskuheimili þitt á Fáskrúðsfirði.
Síðan máttum við til með að fara í
fjöruna og tína steina sem við
höfðum báðar mikinn áhuga á.
Alltaf þegar við vorum hjá þér
varð að fara að minnsta kosti í eina
fjöruferð með nesti.
Örn Rúnarsson.