Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
✝ Svavar GuðniGuðnason
fæddist í Reykjavík
25. ágúst 1930.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 30. des-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru Guðni Jó-
hannesson sjómað-
ur, f. 20. mars
1893, d. 12. nóv-
ember 1984 og k.h. Lovísa
Svava Jónsdóttir, f. 18. október
1896, d. 1. janúar 1933. Svavar
var næstyngstur sjö alsystkina
en þau voru Þóra Sigríður, f.
14. júlí 1922, d. 2. maí 1990,
Steinunn Guðrún, f. 19. sept-
ember 1924, d. 30. janúar 1984,
Jóhannes Páll, f. 6. október
1925, Kristrún, f. 10. febrúar
1927, d. 4. apríl 2009, Mark-
úsína, f. 18. júlí 1928, d. 28.
mars 2003, Lovísa Svava, f. 31.
desember 1932, d. 7. júní 1935.
Hálfsystir Svavars, dóttir
Guðna og sambýliskonu hans
Andrés. Sambýliskona hans er
Margrét Helga Skúladóttir og
dóttir þeirra Telma Svava. 3)
Guðni Birgir, f. 3. janúar 1960,
kvæntur Kristínu Guðrúnu
Ólafsdóttur. Þau eiga þrjú börn:
a) Svavar Guðni, kvæntur Bryn-
hildi Dögg Guðmundsdóttur.
Þau eiga þrjú börn: Karen
Dögg, Alexander Guðna og Elv-
ar Breka. b) Elín Hrund. Hún á
tvo syni, Mikael Mána og Kristi-
an Helga. c) María Björk. 4)
Rannveig Elín, f. 20. ágúst 1970.
Hún á eina dóttur, Sigríði Krist-
ínu, með fyrrverandi eig-
inmanni sínum, David Beiter.
Svavar vann ýmis störf sem
ungur maður og vann m.a. í
nokkur ár hjá Vegagerð rík-
isins. Stærstan hluta starfsævi
sinnar vann hann hjá Smjörlíki/
Sól hf. sem síðar varð að Sól-
Víking og sameinaðist loks Víf-
ilfelli. Svavar var mikill áhuga-
maður um íþróttir, sérstaklega
fótbolta og var dyggur stuðn-
ingsmaður Manchester United.
Hann hafði einnig mikið yndi af
tónlist. Blús og jazztónlist var í
uppáhaldi og hann var dugleg-
ur að sækja margs konar tón-
leika.
Útför Svavars fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 6. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Jónu G. Tóm-
asdóttur, er Vil-
helmína Svava, f.
18. júlí 1948. Eftir
andlát móður sinn-
ar ólst Svavar upp
hjá föður sínum og
miðkonu hans
Kristínu Sigfús-
dóttur. Eftir að þau
skildu ólst Svavar
upp hjá Kristínu.
Svavar kvæntist
12. nóvember 1955 Sigríði
Andrésdóttur, f. 26. september
1936, d. 2. nóvember 1993. For-
eldrar hennar voru Andrés
Andrésson vélstjóri, f. 20. júní
1901, d. 16. október 1980 og
k.h. Rannveig Elín Erlends-
dóttir húsmóðir, f. 7. maí 1902,
d. 11. september1981. Svavar
og Sigríður eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Andrés, f. 24.
nóvember 1955, kvæntur Þóru
Stephensen. Þau eiga tvö börn
Örvar og Dagbjörtu. 2) Kristín
Svava, f. 1. apríl 1957, gift Við-
ari Gíslasyni. Þau eiga einn son
Í dag er kvaddur tengdafaðir
minn, Svavar Guðnason. Með
honum hef ég átt samfylgd í líf-
inu síðastliðin þrjátíu og fjögur
ár. Það er því margs að minnast
og fyrir margt að þakka. Mér var
strax tekið af mikilli hlýju og um-
hyggju í Hraunbænum þegar ég
kynntist Andrési syni Svavars og
Sísíar konu hans. Vinir barna
þeirra voru alltaf velkomnir á
heimilið og eldhúskrókurinn var
oft þétt setinn unglingum sem
höfðu um margt að spjalla. Það
vakti fljótt athygli mína að í fjöl-
skyldu Andrésar þurfti aðeins
örsjaldan að kalla til iðnaðar-
menn til að sinna viðhaldi. Þetta
sáu menn um sjálfir og þar fór
tengdapabbi fremstur í flokki.
Ég var ekki vön þessu úr minni
fjölskyldu, þar hringdum við í
rafvirkja ef setja þurfti upp ljós
og málara ef lyfta þurfti pensli,
við vorum bara betri í öðru. Ekki
hafði Svavar hlotið iðnmenntun
en var sjálflærður í þessum
greinum og handlaginn. Þegar
við Andrés hófum búskap og tók-
um til við húsbyggingu nutum við
aðstoðar Svavars. Hann var
ávallt boðinn og búinn að leggja
lið og það munaði ekki bara um
handaverkin hans heldur var
hann líka hvetjandi og uppörv-
andi þegar þreytan var farin að
segja til sín eftir langar vinnu-
tarnir. „Það verður gott að fá
hann pabba í málninguna,“ sagði
sonur hans einhverju sinni „hann
kjaftar þetta alltaf einhvern veg-
inn upp á veggina.“ Svavar miðl-
aði mikilli verkþekkingu áfram
til næstu kynslóðar og var ekki
síður fyrirmynd hvað varðaði við-
horf til vinnunnar. Jákvæðni,
samviskusemi og snyrtimennska
voru hans aðalsmerki.
Svavar og Sísí áttu góð ár
saman. Með eljusemi og dugnaði
komu þau sér upp fallegu heimili
og börnum sínum vel til manns.
Allt virtist ganga þeim í hag. En
lífið er óútreiknanlegt og þeirra
beið þungt verkefni. Seinni hluta
ársins 1992 fór heilsu Sísíar að
hraka. Hún fékk heilablæðingar-
sjúkdóm sem síðar kom í ljós að
var arfgeng heilablæðing. Heilsa
Svavars fór líka að bila. Þetta
hafði margvísleg áhrif á hagi
þeirra og svo fór að á árinu 1993
missti Svavar eiginkonu sína,
heilsuna og aleiguna. Það var
mikið á einn mann lagt en hann
tók þessum áföllum af ótrúlegu
æðruleysi. Honum tókst að kom-
ast til góðrar heilsu á ný og
stunda vinnu vel fram yfir sjö-
tugt. Sísíar saknaði hann auðvit-
að alltaf, enginn gat komið í
hennar stað. En hann ræktaði vel
sambandið við börnin sín, barna-
börn og góða vini. Hann lagði sig
fram um að sjá jákvæðar hliðar
hlutanna og njóta þess sem lífið
gat boðið honum þó svo margt
væri öðru vísi en áður. Sjúkdóm-
urinn sem tók Sísí frá honum
fylgir fjölskyldunni áfram og enn
lagði Svavar börnum og barna-
börnum lið, nú með hvatningu,
æðruleysi og bjartsýni. Skömmu
fyrir jólin sagði hann „Nú er ég
alveg viss um að þetta fer að
lagast hjá okkur, Tóta mín“.
Sannfæringarkrafturinn var ein-
lægur og ég fylltist líka bjartsýni
um að þannig yrði það einmitt.
Tengdapabbi minn var einn af
hversdagshetjunum sem vinna
sín afrek svo lítið ber á. Hann
tókst á við erfiðleika með já-
kvæðni og æðruleysi að vopni.
Hann var sannur heiðursmaður,
verðug fyrirmynd fyrir okkur öll.
Þóra Stephensen.
Fyrir rúmlega 33 árum kynnt-
ist ég tengdaforeldrum mínum,
hún var hæg og falleg kona, hann
snaggaralegur, örlítið þéttur á
velli, hárið aðeins farið að þynn-
ast og með vindilinn í öðru munn-
vikinu. Þetta voru þau sómahjón
Sísí og Svavar. Allt frá okkar
fyrstu kynnum þótti mér afar
vænt um þau og hef ætíð talið
mig lánsama að eiga þau að. Því
miður lést Sísí langt um aldur
fram aðeins 57 ára eftir stutt
veikindi. Harmur Svavars var
mikill að missa ástina sína svona
unga.
Svavar var einstaklega mikið
snyrtimenni, óburstaðir skór
sáust aldrei á fótum hans og
brotin í buxunum alltaf stíf. Oft
stríddi ég honum á því að Sísí
hefði straujað nærbuxurnar hans
því ekki máttu þær vera krump-
aðar. Hann vildi nú aldrei viður-
kenna að svo hefði verið.
Bóngóður og vinnusamur var
hann, alltaf til í að rétta hjálp-
arhönd við að mála og flytja fyrir
börnin sín og aðra. Fyrst var
mætt á staðinn með pensla, rúll-
ur og auðvitað plast á gólfið svo
ekki kæmu slettur eða dropar á
það. Því næst var farið í ljósu
málningarbuxurnar Móaderhúf-
an sett á kollinn og London
Docks í munnvikið, þá var karl-
inn til í slaginn. Þegar að flutn-
ingi kom þá mætti hann galvask-
ur á smjörlíkisbílnum og flutti
allt hafurtaskið á nýjan og ný-
málaðan stað.
Eftir að Svavar fór að eldast
var hann sérlegur ráðgjafi hjá
yngri kynslóðinni í meðferð á
penslum og rúllum. Og naut hann
sín ekki síður í því hlutverki.
Mikla umhyggju bar hann til
barna sinna og fjölskyldna
þeirra. Alltaf sýndi hann því
áhuga hvað barnabörnin tóku sér
fyrir hendur og gladdist með
sigrum þeirra. Langafabörnin
eru orðin sex og gladdi það hann
mikið að vera samvistum við þau.
Þung hafa sporin verið hjá
þessum mæta manni síðastliðin
fjögur ár. En alltaf var hann svo
jákvæður og vongóður og gladd-
ist yfir litlu skrefunum.
Minningar um góðan tengda-
föður munu ylja mér um ókomna
tíð.
Takk fyrir allt og allt.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Kristín Guðrún.
Elsku besti afi minn.
Það er erfitt og sárt að hugsa
til þess að þú sért farinn frá okk-
ur. En ég veit að núna ertu kom-
inn til Sísíar ömmu og ert á miklu
betri stað þar sem þér líður vel.
Amma hefur örugglega tekið vel
á móti þér og eldað handa þér
uppáhaldsmatinn þinn.
Þú varst frábærasti afi í heimi.
Mér var alltaf mikill styrkur í að
hafa þig með þegar ég söng á
tónleikum eða keppti á sundmót-
um. Þú sýndir alltaf einlægan
áhuga á því sem við barnabörnin
þín höfðum fyrir stafni og þreytt-
ist aldrei á að tala um það við
bæði okkur og fjölskylduna.
Þegar við horfðum á Stöð tvö á
föstudagskvöldum buðum við þér
oft að koma og horfa með okkur á
Idolið. Þér fannst það svo
skemmtilegt og okkur fannst
miklu meira fjör að hafa þig með
því það spunnust oft langar rök-
ræður og pælingar um hver væri
bestur. Þú vildir alltaf veðja við
mig hver héldi áfram og oftast
hafðir þú nú rétt fyrir þér þó það
yrði lítið úr veðmálum. Þér þótti
líka gaman að fara með okkur í
ýmsar ferðir eins og t.d. til Þing-
valla, á Veiðisafnið eða á tón-
leika. En ég held nú að þér hafi
þótt best að koma með Þóri afa
og Döggu ömmu heim til okkar í
sunnudagsmat og spjalla um allt
og ekkert milli þess sem þú hrós-
aðir matnum óspart.
Þú komst líka oft og passaðir
mig þegar ég var yngri og þá
horfðum við gjarnan á skemmti-
legar bíómyndir. Ég man enn
hvað þú hlóst mikið að sumum
þeirra og talaðir lengi um þær á
eftir.
Þú elskaðir snúða. Snúður
með bleikum glassúr var uppá-
haldið þitt. Ef þú fórst í búð
keyptirðu alltaf snúð til að eiga
heima. Þér þótti ómissandi að
eiga suðusúkkulaði eða gott kaffi
í skápnum „ef einhver kemur að
heimsækja karlinn“, eins og þú
sagðir. Þér þótti alltaf svo gaman
að fá heimsóknir.
Þú hafðir mikla ánægju af
hundum enda fjölskylduhunda-
rnir hændir að þér. Þú heilsaðir
Fífu okkar alltaf með því að segja
„Hvað segir þú litla vinkona?“
Ég veit að hún á eftir að sakna
þín afar sárt eins og við öll.
Þú varst einn hjálpsamasti
maður sem ég þekkti. Ef einhver
var í framkvæmdum varst þú
alltaf kominn á stundinni til að
hjálpa, t.d. við að mála eða flísa-
leggja. Í erfiðleikum stappaðir
þú alltaf í okkur stálinu með já-
kvæðni og rósemi. Ef einhver
spurði um líðan þína sagðir þú
alltaf „Ég hef það fínt!“ eða
„Hva…. það er allt í lagi með
karlinn“! Finnst mér þetta bera
vott um hver þú varst. Jákvæður,
hress, skemmtilegur og oft alveg
ferlega fyndinn. Þér þótti alltaf
mjög vænt um börnin þín, sem og
tengdabörn og barnabörn. Og
ekki fannst þér nú leiðinlegt að
eiga langafabörnin þín sem þú
spjallaðir svo mikið við. Væntum-
þykjan lýsti af þér í hvert einasta
skipti sem ég sá þig.
Elsku afi, þú varst besti afi í
heimi og ég á eftir að sakna þín
rosalega mikið. Það er ólýsan-
lega sárt að þurfa að sætta sig við
að þú sért farinn en þú ert á betri
stað núna og ég veit að þér líður
vel og að þú vakir yfir mér og
passar mig.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Þín
Dagbjört.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Í dag kveð ég þig í hinsta sinn,
elsku besti afi minn. Það er sárt
að hugsa til þess að ég muni aldr-
ei hitta þig á ný en nú eruð þið
amma Sísí loksins saman á nýjan
leik. Mig langar að þakka þér
kærlega fyrir allar fallegu minn-
ingarnar sem þú skilur eftir þig í
hjarta mínu. Við áttum margar
frábærar stundir saman, elsku
afi minn, og mun ég varðveita
þær í minningu um þig alla ævi.
Það var orðinn árlegur siður hjá
mér og þér að skrifa saman jóla-
kortin. Mikið voru það notalegar
stundir þar sem við sátum saman
og þú sagðir mér skemmtilegar
sögur af þér og þínum á meðan
ég skrifaði á kortin fyrir þig. Þú
talaðir alltaf svo vel um þitt fólk
og varst svo stoltur af okkur öll-
um. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt svona stund með þér fyr-
ir jólin og henni mun ég seint
gleyma. Þú varst gull af manni,
alltaf svo hress og skemmtilegur,
sama hvað bjátaði á. Þú tókst
alltaf á móti manni með opnum
örmum og bros á vör. Mikið á ég
eftir að sakna þín, elsku afi minn,
en ég mun halda fast utan um
þær minningar sem ég á af þér
alla mína ævi.
Ég mun aldrei gleyma þér, afi
minn.
María Björk.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku afi, þau eru þung tárin
sem streyma niður kinnarnar.
Enn ein sorgin dynur yfir okkur
áður en árið er á enda. Þú hefur
kvatt okkur, yndislegi maður.
Mér er létt í hjarta mínu yfir því
að þetta tók ekki langan tíma. Þó
sorgin sé mikil þá veit ég að þér
líður vel núna.
Elsku afi minn, ég er svo
þakklát fyrir allar þær stundir
sem ég hef átt með þér. Ég er
þakklát fyrir að eiga þig sem afa.
Þau voru ófá skiptin sem ég sótti
þig heim í Árbæinn og við fórum
saman í mat til mömmu og
pabba. Þér þótti afskaplega vænt
um það að vera boðinn í mat og
ekki var verra að fá afganga með
sér heim. Við systur heimsóttum
þig á aðfangadag núna með jóla-
gjöfina þína og mikið var gott að
við gátum gert þér þann greiða
að skutlast með þig til hennar
Karolínu og í búð að kaupa kon-
fekt. Þú varst mikill sætindakall
enda ákváðum við systur að gefa
þér gotterí og smákökur með
kaffinu í jólagjöf. Það sem stend-
ur upp úr eru snúðarnir með
bleiku glassúri. Máninn minn er
líkur langafa sínum, hann er mik-
ill sætabrauðsdrengur. Þú hafðir
gaman af langafabörnunum þín-
um sem voru orðin 6, þú varst
heppinn að vera svona ríkur.
Ég er stolt af þér fyrir að hafa
haldið áfram eftir að amma
kvaddi þennan heim. Þér þótti
svo vænt um hana og ég get rétt
ímyndað mér hvað þú saknaðir
hennar mikið. Það var svo sætt
hvernig þú kallaðir hana mömmu
þegar þú talaðir um hana. Þú
varst duglegur að tala um hana
og ylja okkur um hjartað með
minningum um hana. Dásamleg
voruð þið bæði. Ég veit að hún
beið þín þegar kallið kom og
fylgir þér nú í næsta ferðalag. Ég
sakna ykkar í dag og mun sakna
ykkar alla mína ævidaga. Þú
varst, ert og verður alltaf góður
maður og frábær afi.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku afi minn, minningin um
þig mun ylja mér um hjartarætur
ævilangt. Guð og englar geymi
þig.
Elín Hrund Guðnadóttir.
Elsku besti afi.
Ég veit að amma tekur vel á
móti þér, sem þú hefur saknað
svo lengi.
Það rifjast upp allar góðu
stundir okkar saman, bíóferðir
og samverustundirnar í sum-
arbústaðnum í Skorradal. Það
voru ófá skiptin sem ég kom til
þín í Sól hf. þar sem þú vannst
hér áður og þú sýndir mér öll
tækin. Ég man þegar ég kom í
heimsókn til þín og ömmu á
sunnudögum, þá var heilög stund
hjá þér þar sem þú sast í stólnum
þínum og horfðir á enska boltann
og amma bakaði vöfflur. Man-
chester United var þitt lið. Já og
vindlarnir sem voru meira tuggð-
ir en reyktir. Afi, þú varst alltaf
svo hress og duglegur, mættir í
öll barnaafmælin og varst ávallt
með þeim fyrstu að sjá barna-
barnabörnin líta dagsins ljós og
ávallt fylgdu þessi orð: æðislegt,
alveg æðislegt og hugsið ykkur
lömbin fæðast og geta bjargað
sér sjálf og við ósjálfbjarga í
mörg ár eða svoleiðis. Þér þótti
svo gott að fá þér súkkulaðimola
og Homeblest kex og kaffi með,
enda mikill súkkulaðigrís. Þú
hefur ávallt sýnt fjölskyldu minni
mikinn áhuga og þótti þér svo
vænt um alla í fjölskyldunni.
Afi, þín verður sárt saknað.
Þinn nafni,
Svavar Guðni.
Við systkinin höfum ætíð dáð
móðursystkini okkar, Svavar var
einn af þeim. Ung misstu systk-
inin móður sína og í kjölfar þess
var þeim komið fyrir hjá ættingj-
um og vinum. Við höfum dáð þau
fyrir það hve vel þeim hefur tek-
ist að halda hópinn frá unga aldri
þrátt fyrir að vera aðskilin í
æsku. Við höfum dáð þau fyrir já-
kvæðni þeirra og létta lund sem
hefur hjálpað þeim í gegnum lífs-
ins ólgusjó og er til eftirbreytni.
Við vorum svo lánsöm að Svav-
ar var ekki bara góður móður-
bróðir heldur urðu foreldrar okk-
ar og þau hjónin Sísí og Svavar
góðir félagar. Sameiginleg voru
áhugamál þeirra og stutt var á
milli heimilanna þegar þau byrj-
uðu að búa.
Það er margs að minnast af
jafn hressu og skemmtilegu fólki
og Svavar var. Æskuminningar
af Flókagötunni spretta fram, en
þangað var oft farið í heimsókn,
börnin öll á svipuðum aldri.
Svavar var einstaklega hjálp-
legur móður okkar eftir að hún
varð ekkja með tvö ung börn.
Oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar málaði hann fyrir hana
íbúðina og það var eins og reynd-
ur málari væri að verki. Hann
Svavar Guðni
Guðnason
Elsku Inga mín
Með þessu ljóði vil ég senda
þér mína hinstu kveðju og biðja
Guð um að geyma þig.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Ingibjörg
Vagnsdóttir
✝ IngibjörgVagnsdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 15. júní 1957.
Hún lést á heimili
dóttur sinnar í Kína
20. nóvember 2011.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram frá
Hólskirkju í Bol-
ungarvík 28. des-
ember 2011.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frels-
arans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana
að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum
að muna,
að Guð hann er góð-
ur,
og veit hvað er best
fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Elsku Ívar, Birna, Kristín og
stórfjölskyldan öll, Guð gefi
ykkur styrk.
Ykkar vinur,
Daníel Ari og
fjölskylda.