Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 2
Umdeild kaup » Huang Nubo keypti jörðina Grímsstaði á Fjöllum 24. ágúst í fyrra fyrir 1 milljarð króna. » Kaupin voru háð því að undanþága til þeirra fengist frá innanríkisráðherra. » Innanríkisráðherra hafnaði undanþágubeiðni Huangs í lok nóvember, m.a. á grundvelli þess að um fordæmalausa stærð lands væri að ræða. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri Norðurþings, og Halldór Jó- hannsson, talsmaður Huang Nubo hér á landi, eru nú á leið til Kína til fundar við Huang um fjárfestingar í Norðurþingi. „Þetta eru tilraunir okkar til að ná þessari fjárfestingu inn á þetta svæði og við leggjum mikið á okkur til þess,“ segir Gunnlaugur Stef- ánsson, forseti bæjarstjórnar Norð- urþings. Þar á meðal sé sá mögu- leiki að Norðurþing kaupi Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang og leigi honum síðan landið áfram. Þegar spurt er um lagahlið máls- ins segir Gunnlaugur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega. Hún hljóti hins vegar að vera kleif þar sem hér sé rætt um leigu en ekki kaup á landi. „Menn töldu alla vega grundvöll til að fara og hitta hann,“ segir Gunnlaugur þegar spurt er hve langt málið sé komið. Spurður um möguleika á frekari fjárfestingum Huang á svæðinu segir Gunnlaugur það liggja í augum uppi að komi svona aðili á svæðið þá komi hann að öðrum verkefnum. Fundar með Huang í Kína  Bæjarstjóri Norðurþings ræðir þann möguleika við Huang Nubo að sveitarfé- lagið kaupi Grímsstaði á Fjöllum  Huang láni kaupverðið og leigi síðan jörðina © Mats Wibe Lund Grímsstaðir Norðurþing reynir að fá Huang til að fjárfesta á svæðinu. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrsti viðskiptavinur Verne Global gagnavers- ins á Ásbrú er bandaríska fyrirtækið Datapipe sem sérhæfir sig í umhverfisvænum lausnum í upplýsingatækni. Í dag verður tilkynnt um fleiri mikilvæga viðskiptavini og samstarfsaðila. Gagnaver Verne Global var formlega opnað í húsakynnum félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ í gær. Oddný Harðardóttir starfandi iðnaðar- ráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri og Jeff Monroe stjórnarformaður klipptu á borða til marks um það. Verne er í 500 fermetra rými sem Varnarliðið notaði fyrir verslun og fleira en fyrirtækið keypti húsnæðið af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar fyrir fjórum árum. Unnið hefur verið að lagfæringu húsnæðisins í áföng- um. Uppsetning tækja versins hófst í október. Gagnaverið nýtir raforku frá Landsvirkjun en vindurinn er einnig markvisst nýttur til kæl- ingar á tölvubúnaði þess. Fimmtán starfsmenn eru nú í gagnaverinu. Þegar uppbyggingunni lýkur, á árinu 2017, er gert ráð fyrir að um 100 störf verði hjá því. Heildarkostnaður er áætl- aður um 700 milljónir Bandaríkjadala sem svar- ar til um 85 milljarða króna. Nýir samstarfsaðilar kynntir í dag Ljósmynd/Víkurfréttir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra mun ekki ávarpa árlegt Við- skiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið verður næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri VÍ staðfestir að forsæt- iráðherra hafi verið boðið að flytja erindi en ekki þekkst boðið. Jóhann Hauksson, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir for- sætisráðherra ekki hafa séð sér fært að ávarpa þingið en gaf ekki frekari skýringar. Jóhanna er nú stödd í Stokkhólmi á leiðtogafundi níu ríkja norðanverðrar Evrópu og er vænt- anleg til landsins eftir helgi. Yfirskrift Viðskiptaþings í ár er „Hvers virði er atvinnulíf?“ Sam- kvæmt dagskrá á að fjalla um öflugt og framsækið atvinnulíf, þar sem verðmætasköpun er í forgrunni, sem undirstöðu góðra lífskjara á Íslandi. sigrunrosa@mbl.is Ávarpar ekki Við- skiptaþing Jóhann Hauksson  Forsætisráðherra þekktist ekki boðið Finnur Oddsson Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar í Húnavatns- sýslum og Skagafirði leituðu fram á nótt að tveimur unglingspiltum sem struku af meðferðarheimili í Skaga- firði í gær. Um fimmtíu björgunar- sveitamenn tóku þátt í leitinni og óku slóða og leituðu í útihúsum við sveitabæi í Svartárdal. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á áttunda tímanum í gær- kvöldi, en þá var tilkynnt að þrír drengir hefðu strokið. Skömmu síð- ar gaf einn þeirra sig fram en ekki er vitað hvar hinir tveir halda sig. Talið er að þeir hafi farið í Svartárdal, inn af Húnaveri. Drengirnir voru illa búnir. Leita tveggja strokupilta Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skilja á milli þess sem nefnt er fjöl- miðlaþjónusta í almannaþágu og ann- arrar starfsemi Ríkisútvarpsins, samkvæmt drögum að frumvarpi um Ríkisútvarpið sem nefnd mennta- og menningarmálaráðherra hefur skilað og ráðuneytið kynnt. Gert er ráð fyrir því að öll starfsemi sem ekki fellur undir fjölmiðlaþjónustu í almanna- þágu fari fram í dótturfélögum, þar á meðal sala auglýsinga og dreifing á áður framleiddu efni RÚV. Hlutverki og skyldum Ríkisút- varpsins sem fjölmiðlaþjónustu í al- mannaþágu er nánar lýst en áður hef- ur verið gert, einkum samfélagslegu, lýðræðislegu og menningarlegu hlut- verki. Stofnuð verða dótturfélög um starfsemi sem ekki fellur undir þetta og eiga þau að falla undir lögsögu samkeppnisyfirvalda. Tilgangur dótturfélaga RÚV er að styðja við starfsemi móðurfélagsins með því að nýta tæknibúnað, dreifikerfi og sér- þekkingu starfsmanna. Meðal starf- semi dótturfélaga er að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarps- ins. Sú starfsemi fer nú meðal annars fram á vef RÚV. Fjárhagslegur aðskilnaður Ríkisútvarpið skal fela dótturfélagi að selja auglýsingar í miðlum sínum. Skal halda fjárreiðum aðgreindum frá starfsemi sem nefnd er fjölmiðla- þjónusta í almannaþágu. Einnig er kveðið á um aðskilnað ritstjórna Rík- isútvarpsins og dótturfélaga þess. Lagt er til að sala auglýsinga í sjónvarpi verði takmörkuð þannig að auglýsingar verði ekki lengri en 10 mínútur á hverjum klukkutíma. Fram kemur í tilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að það muni skerða auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins um 15%. Breytingar á auglýsingasölu og fleiri atriði eru í athugasemdum með frumvarpinu sögð miða „að því að gera starfsemi Ríkisút- varpsins óháða viðskiptaleg- um samkeppnissjónarmið- um og búa í haginn fyrir stjórn og starfsmenn að efla og treysta enn frekar stöðu Ríkisút- varpsins sem óháður fjölmiðill allra landsmanna sem hægt er að treysta“. Auglýsingar í dótturfélag  Skilið verður á milli fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu og annarrar starfsemi Ríkisútvarpsins  Auglýsingar í sjónvarpi takmarkaðar samkvæmt frumvarpi RÚV Frumvarp hefur verið kynnt. Skýrar er mælt fyrir um skil á milli verksviðs stjórnar og út- varpsstjóra í frumvarpsdrögum en í núverandi lögum. Lögfesta á að útvarpsstjóri skuli ekki gegna öðrum störfum á vett- vangi. Núverandi útvarpsstjóri er jafnframt fréttaþulur Sjón- varps. Umsjón með eignarhluta rík- isins í Ríkisútvarpinu færist frá fjármálaráðherra til mennta- og menningarmálaráð- herra. Gert er ráð fyrir breyttri skipan stjórnar RÚV. Meirihlutinn verður tilnefndur af sérstakri valnefnd fulltrúa Al- þingis, listamanna og háskólafólks. Útvarpsstjóri lesi ekki fréttir ÁKVÆÐI UM STJÓRNUN Páll Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.