Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rokksveitin Sólstafir mun flytja nýjustu breiðskífu sína, Svarta sanda, frá upphafi til enda á útgáfu- tónleikum sem hefjast í Gamla bíói í kvöld klukkan 20. Alls er um að ræða tæpar áttatíu mínútur af tón- list en platan, sem kom út sl. haust, er sem kunnugt er tvöföld. „Það er meira en að segja það að spila Svarta sanda út í gegn,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, Addi, söngv- ari og gítarleikari Sólstafa. „Við er- um búnir að æfa stíft í litlu átta fer- metra herbergi, gömlum sveppa- ræktunarklefa sem Brain Police lánaði okkur, og höfum verið að ná þessu vel þar en hvort það skilar sér þegar komið er upp á svið í Gamla bíói verður bara að koma í ljós. Ég hef enga hugmynd um hvort þetta verður betri eða verri upplifun en að hlusta á plötuna en ég get lofað því að hún verður allavega öðru- vísi,“ segir Addi og bætir við að hann sé sérstaklega spenntur að heyra hvernig salurinn taki við þyngstu köflunum. „Þótt við höfum poppað okkur dálítið upp er samt heilmikið þungarokk í þessu ennþá. Eigum við að segja þungarokk í dul- argervi?“ Addi segir menn hafa verið sam- mála um að fylgja Svörtum söndum eftir með „almennilegum útgáfu- tónleikum“ og var Gamla bíó fyrsti kostur. „Eins og fólk sem þekkir okkur veit erum við mikið fyrir „retróið“, eins og sagt er á vondri íslensku, og Gamla bíó á fyrir vikið vel við. Salurinn er ekki bara gamal- dags, heldur er andinn þar líka ein- stakur.“ Stærstu tónleikarnir Baksviðsaðstaðan í Gamla bíói er víðfræg fyrir þær sakir að óvenju lágt er til lofts. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af þessu svarar Addi, sem losar 190 cm: „Nei, nei. Þetta er þvert á móti veglegt samanborið við það sem gengur og gerist í bak- sviðsherbergjabransanum.“ Þetta eru stærstu tónleikar sem Sólstafir hafa haldið upp á eigin spýtur en hljómsveitin var stofnuð í Breiðholtinu árið 1995. „Við höfum spilað á mun stærri tónleikum á há- tíðum erlendis en þá mættum við bara og spiluðum. Að þessu sinni hvílir allur undirbúningur á okkar herðum, við komum til með að bera Marshall-boxin sjálfir inn í Gamla bíó,“ segir Addi og skellir upp úr. Engin áform eru um að end- urtaka leikinn, hvorki hér heima né erlendis, það er að flytja Svarta sanda í heild, þannig að nú gefst aðdáendum Sólstafa einstakt tækifæri til að heyra lög sem alla jafna munu ekki heyrast á tónleikum sveitarinnar. „Vitaskuld komum við til með að taka ein- hver lög af plöt- unni inn á tónleikaprógrammið okk- ar en alls ekki öll,“ segir Addi en til þessa hafa Sólstafir aðeins leikið þrjú lög af plötunni opinberlega, Þín orð, Fjöru og Melrakkablús. Gerður G. Bjarklind kemst ekki Ýmsir gestir troða upp með Sól- stöfum í kvöld, bæði þeir sem koma við sögu á plötunni og aðrir. Má þar nefna bakraddasöngvarana Hall- grím og Heiðu úr Helvar, Hall Ing- ólfsson, Berg Jónsson, Steinar Sig- urðsson og kórinn Hljómeyki undir stjórn Gunnars Ben Skálmeldings. Einn „gestasöngvarinn“ á plötunni verður þó fjarri góðu gamni. „Við reyndum að fá Gerði G. Bjarklind en hún kemst því miður ekki, er á Spáni,“ upplýsir Addi en Gerður les veður- fregnir inn á eitt laganna, Stinnings- kalda. Lesturinn verður leikinn af snældu í kvöld. Tónleikarnir verða teknir upp með mögulega útgáfu í huga. „Ætli sé ekki best að klára giggið fyrst áður en við gefum nokkrar yfirlýsingar í þeim efnum,“ segir Addi. Í næsta mánuði leggja Sólstafir upp í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu og í vor og sumar verður meðal annars leikið á hátíðum í Noregi, Hollandi og Frakklandi. Evrópskir sandar verða því senn svartir. Sólstafir „Salurinn er ekki bara gamaldags, heldur er andinn þar líka einstakur,“ segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari um Gamla bíó. Þungarokk í dulargervi  Sólstafir flytja plötu sína Svarta sanda í heild sinni í Gamla bíói í kvöld klukkan 20 Platan Svartir sandar hefur verið ausin lofi, bæði hér heima og er- lendis. „Við erum mjög ánægðir með plötuna en samt er ekki hægt að segja annað en viðtökur hafi ver- ið vonum framar,“ segir Addi. „Það er til dæmis undarleg en góð til- finning að sjá okkur, gömlu þunga- rokkarana úr Breiðholtinu, fyrir of- an risastór nöfn eins og Mastodon, Opeth og Machine Head á upp- gjörslistum blaða fyrir árið 2011.“ Nýverið var fjallað um Svarta sanda í hinu virta þýska tímariti Der Spiegel sem Adda þykir að von- um mikil upphefð. Einna frjóastur hefur jarðvegur- inn verið í Finnlandi, þar sem Svart- ir sandar komust ekki bara inn á óháða vinsældalistann, heldur líka inn á sjálfan þjóðarlistann. Um tíma sátu Sólstafir í makindum sæti ofar en Noel Gallagher úr Oasis á óháða listanum. „Finnar eru dásamlegir,“ segir Addi. Myndband við lagið Fjöru er þeg- ar farið að vekja athygli og Addi staðfestir að plötusala hafi tekið kipp eftir að það fór í spilun. „Við erum mjög ánægðir með mynd- bandið enda lögðu menn sig í lífs- hættu við að taka það upp.“ Betri landkynning er vandfundin en Ísland skartar sínu fegursta í myndbandinu. „Með réttu ættum við að vera á launum hjá Ferða- málaráði eða Icelandair,“ segir Addi sposkur. Fyrir ofan Noel Gallagher FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Noel Gallagher Lét í minni pokann. Framtakssemina skortir svo sann- arlega ekki hjá hinni skosku Pauline McCarthy sem búsett er á Akranesi. Hún stendur fyrir alþjóðlegri ljós- mynda- og myndlistarsamkeppni sem nefnist Project 12. Hvatann á bak við verkefnið segir Pauline vera áhuga á myndlist og ljósmyndun auk þess sem hún vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla innlendan ferðamannaiðnað. Hugmyndin er þó eldri, en hana fékk Pauline hinn 8. ágúst 2008, þegar hún velti fyrir sér tölfræðinni í dagsetningum. „Þá hugsaði ég að það yrði að halda með einhverjum hætti upp á dagsetn- inguna 12.12.12. Mér fannst tilvalið að nýta listræna hæfileika fólks til að vekja athygli á málefnum eins og umhverfisvernd og friði.“ Keppninni er skipt í fjóra hluta eftir þemum sem eru Pauline sér- lega hugleikin en það eru friður, jörð, mánuðir ársins og 12.12.12. Viðfangsefnin eru þó ekki njörvuð niður á nokkurn hátt, heldur er þátt- takendum frjálst að leika sér með efnin að vild. Keppnin er öllum opin og eru glæsileg verðlaun í boði, en þau eru vikuferð fyrir tvo til Íslands sé sigurvegarinn erlendur eða til Glasgow, London eða New York sé hann frá Íslandi. Af ýmsu þjóðerni Ætlunin með keppninni er að auka vitund um Ísland og kosti þess ásamt því að skapa samfélag á net- inu þar sem fólki er gert kleift að skiptast á ljósmyndum og listaverk- um, skapa umræðu og fá viðbrögð við hugmyndum sínum, svipað og Fésbókin eða Myspace. „Sem þátt- takandi í samfélaginu Project 12 geturðu gefið verkum annarra stjörnur og þannig mun stjörnugjöf ákvarða sigurvegara keppninnar.“ Nú þegar hafa um 80 manns skráð sig í keppnina, og eru þátttakendur af ýmsu þjóðerni. Þar má nefna Litháen, Kína, Bandaríkin, Kanada, Palestínu og England. Allar frekari upplýsingar um keppnina má sjá á heimasíðu verk- efnisins, 2012project12.com. gudrunsoley@mbl.is Ljósmyndakeppni í tilefni af 12.12.12 Úr keppninni Pauline McCarthy vill efla innlendan ferðamannaiðnað. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á þriðjudag hefur Break- beat sett af stað söfnun til að fjár- magna bókina „Taktabrot“ sem mun innihalda hátt í hundrað vegg- spjöld frá viðburðum hópsins und- anfarinn áratug. Seinnipartinn í gær höfðu 159.500 kr. safnast en markmiðið er 700 þúsund. Þeim sem vilja styrkja Breakbeat er bent á slóðina bok.breakbeat.is en söfn- uninni lýkur eftir 22 daga. Breakbeat 22 dagar eftir af söfnuninni. Breakbeat.is-söfn- un skilað 160 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.