Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Morgunblaðið Kvenréttindamál Rauðsokka og 8. marz-hreyfingin, ýmis skjöl eru til um kvennabaráttuna og kvenfélög. safn ef þau finnast í dag. Á Borgar- skjalasafni er nokkuð til af skjölum kvenna en leita þarf í ákveðnum flokkum. Þar má t.d. finna skjöl um baráttuna fyrir menntun allra, heil- brigðiseftirlit, aðstoð við fátæka, baráttu fyrir öruggum leikvöllum og fyrir því að börn sem væru vannærð fengju mjólk og lýsi í skólum. Þá má nefna skjöl um aðdraganda og upp- haf ungbarna og mæðraverndar,“ segir Svanhildur. Einkaskjöl kvenna mikilvæg Svanhildur segir að erfitt sé að ætla að fjalla um allt í bókum en valið á því hvað sé efni og hvað sé saga hafi verið og sé vissulega karllægt. Svanhildur hefur unnið rannsóknir á því hversu mikið af einkaskjölum kvenna hafi skilað sér til skjalasafna. Þá kemur í ljós að aðeins um 5-20% af einkaskjalasöfnum sem hafi skilað sér á skjalasöfn séu frá konum. Ef restin sé frá körlum er augljóst að það séu frekar karlar sem komist að. „Maður fær ýmsar skýringar á því hvers vegna skjöl kvenna skili sér ekki. Ein er að dagbækur karla og bréf þar sem þeir fjalla gjarnan um veðrið, pólitík og vinnuna sé álitið mikilvægari heimildir en bréf og skjöl kvenna þar sem verið er að lýsa lífinu inn á heimilunum, fjölskyldu- aðstæðunum og líðan kvenna. Skjöl kvenna eru oftast persónulegri en jafnframt mikilvæg heimild um t.d. daglegt líf kvenna og fjölskyldna þeirra sem og á heimilisháttu á heim- ilunum sem ekki er að finna annars staðar. Þá er hægt að lesa í þeim um áhrif viðburða í sögunni á líf fólksins. Mikilvægt er að fá konur til að af- henda eigin skjalasöfn og ekki síður formæðra sinna“ segir Svanhildur. Svanhildur segir þörf á vitund- arvakningu til þess að meira komi af skjölum kvenna til skjalasafna. Þetta eigi einnig við um skjöl barna og minnihlutahópa. Mikla sögu megi lesa úr bréfasöfnum barna sem lýsa vel hvernig börn upplifa heiminn og aðstæður sínar og félagsþróunina. Samtímaheimildir „Auðvitað er hægt að taka viðtöl um þetta efni en bréf og dagbækur eru samtímaheimildir þar sem fólk lýsir fjölskyldumálum og upplifun um leið og það gerist. Fari fólk að svara spurningalistum um æskuár sín kannski 60 árum seinna er það oft breytt og fegruð mynd. Oft er rætt um að skjöl kvenna séu svo viðkvæm því verið sé að fjalla um fjöl- skyldumál. En sagnfræðingar nota þau nær aldrei til að skrifa um við- komandi aðila heldur eru skoðuð mörg söfn til að fá heildarmynd og yfirsýn yfir tímabil, “ segir Svanhild- ur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Spennandi ævintýra- og lúxusferð til fjölmennasta ríkis jarðar með viðkomu í Peking, Xi’an, Guilin og Shanghai. Upplifðu fjölmargar af helstu menningar- og náttúruperlum sem þessi forni menningar- heimur hefur að bjóða. Horft verður til fortíðar, framtíðar, náttúru og þjóðlífs í ferðum um landið. Ævintýri sem býður upp á fjölmörg tækifæri til að fræðast um kínverska tungu, menningu, matarhefðir, félagslíf og margt fleira. Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 58 36 0 02 /1 2 Kynningar- fundur í dag! Héðinn Svarfdal Björnsson fararstjóri kynnir ferðina fimmtudaginn 9. febrúar, kl. 18:00 á skrifstofu VITA Allir velkomnir Páskaferð til Kína Gullni hringurinn 28. mars - 11. apríl 2012 Það eru ekki einungis sænskir stór- leikarar sem hrífast af fatnaði frá 66°NORÐUR. Sænska tennisstjarnan Björn Borg er einnig aðdáandi fatn- aðarins og var myndaður á dögunum heima í Svíþjóð klæddur í Snæfell Parka úlpu frá 66°NORÐUR, sem er ein vinsælasta flíkin frá fatafram- leiðandanum um þessar mundir. Björn Borg, sem er einn sigursælasti tennisleikari allra tíma og sigraði m.a. fimm sinnum á Wimbledon- mótinu, er mikill tískuunnandi og undir hans nafni er framleiddur vin- sæll nærfatnaður á karlmenn sem og skór. Borg vakti talsverða athygli á síð- asta ári þegar hann hvatti Evrópu- búa til að eignast fleiri börn til að tryggja að það nóg sé til af fólki til að fjármagna ellilífeyri eldri borgara. Til að koma boðskap sínum á fram- færi keypti Borg heilsíðu í stærsta viðskiptablaði Svíþjóðar, Dagens Ind- ustri. Auglýsingin sýndi hóp af ljós- mæðrum og meðfylgjandi texti sagði að það væri vandamál í Evrópu að ekki fæddust nógu mörg börn. Fatnaður frá 66°NORÐUR vinsæll í Svíþjóð Ljósmynd/66°NORÐUR Björn Borg verðu hlýtt í vetur Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) efnir til málþings í samvinnu við Jafn- réttisstofu, Sagnfræðistofnun og mennta- og menningarmála- ráðuneytið um hlutdeild og birt- ingarmyndir kynjanna í sögu- bókum. Málþingið, Að skrifa konur inn í söguna, fer fram á morgun, föstudag 10. febrúar, klukkan 14-17:30 í Öskju, stofu 132. Málþingið er skipulagt í því augnamiði að fylgja eftir þeirri umræðu sem skapaðist í kjölfar rannsóknar Jafnréttisstofu á hlutdeild kvenna í námsbókum í sögu síðastliðið haust. Umræðu fylgt eftir MÁLÞING Systurnar Sara og Svanhildur Vil- bergsdætur opna á safnanótt í Lista- safni ASÍ sýn- inguna Systrasög- ur, tvíhent á striga. Systurnar hafa málað saman frá því síðsumars 2010. Þær kjósa að kalla hug- myndavinnuna og framkvæmdina dú- ettmálun en hún fer þannig fram að þær vinna hug- myndir saman frá grunni, kasta þeim á milli sín, grípa og annaðhvort henda eða prjóna við. Vinnuferlið hefst á samninga- viðræðum um myndbyggingu og út- færslu og síðan tekur við málunin sjálf þar sem systurnar standa frammi fyrir sama striganum og mála tvíhent, ef svo má að orði kom- ast. Segja má að margar myndanna séu ævintýramyndir með sjálfsævi- sögulegulegu ívafi þar sem yrkis- efnin eru áhugamál þeirra og per- sónuleg reynsla. Í málverkunum má sjá systurnar í aðstæðum sem eru dæmigerðar fyrir þær sjálfar og líf þeirra en einnig leita þær víða fanga svo sem í ævintýrum og um leið bregður fyrir þekktum minnum og myndum úr listasögunni. Sýningin verður opnuð föstudag- inn 10. febrúar kl. 20:00 og stendur til miðnættis. Þeir Villi Valli og Rúnar Vilbergs- son munu leika á harmonikku og fa- gott klukkan 21:30 og aftur klukkan 22:30. Þá verður listamannaspjall í sýn- ingarsalnum sunnudaginn 12. febr- úar kl. 15:00. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og að- gangur er ókeypis. Endilega … … kíkið á Systrasögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.