Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! Ríkisendurskoðun gagnrýndiá dögunum Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra fyr- ir að skjóta sér undan að færa 47 milljarða króna skuldbind- ingu til bókar. Bent hefur verið á að þarna sé á ferðinni hið gríska tilbrigði við fjár- málastjórn ríkja. Allir vita til hvers það leiddi.    Steingrímurneitar því að hann hafi verið að fela nokkuð með því að fela þessa skuldbindingu. Hann viðurkennir þó að ekki hafi verið um mistök að ræða. Tekin var meðvituð ákvörðun um að geta ekki þessarar skuldar í reikningnum: „Ekki var verið að fela eða fegra neitt þegar 47 milljarða króna lífeyrissjóðs- binding ríkissjóðs var ekki bók- færð í ríkisreikningi að sögn fyrrverandi fjármálaráðherra,“ sagði í fréttunum.    Skýringin sem gefin er á þvíað ekki sé verið að fela neitt með því að forðast að færa skuldir til bókar, er mjög frum- leg. Steingrímur bendir á að það sé hægt að hugsa sér fleiri leiðir til að koma þessari skuld út úr heiminum en að greiða hana úr ríkissjóði. Þess vegna viti menn ekki hve há skuldin verður þegar fram líða stundir. Og því sé ekkert vit í því að færa hana til bókar nú.    Kosturinn við þessa skýringuer sá að það er hægt að nota hana um næstum allar skuldbindingar og vista þær í rassvasabókhaldi ríkisins þar til línur skýrast. Og þar með getur ríkið sýnt sífellt betri afkomu.    Þessi aðferð svínvirkaði íAþenu, lengi vel. Steingrímur J. Sigfússon Bókað í brókina STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 2 rigning Vestmannaeyjar 4 alskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 6 þoka Ósló -6 alskýjað Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -3 snjókoma Helsinki -16 skýjað Lúxemborg -3 heiðskírt Brussel -2 léttskýjað Dublin 3 skýjað Glasgow 2 heiðskírt London 1 skýjað París -2 léttskýjað Amsterdam -2 léttskýjað Hamborg -2 skýjað Berlín -3 heiðskírt Vín -6 skýjað Moskva -12 heiðskírt Algarve 13 heiðskírt Madríd 5 léttskýjað Barcelona 8 léttskýjað Mallorca 7 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 3 skýjað Winnipeg -10 léttskýjað Montreal -7 léttskýjað New York 1 heiðskírt Chicago -1 alskýjað Orlando 20 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:45 17:40 ÍSAFJÖRÐUR 10:02 17:32 SIGLUFJÖRÐUR 9:46 17:15 DJÚPIVOGUR 9:17 17:06 Viðræður standa enn yfir um mögu- lega aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar. Viðræðurnar eru í raun ekki langt komnar og ekki nálægt því að vera að komast á stig samningaviðræðna, að sögn Sigurbjörns Sigurbjörns- sonar, framkvæmdastjóra Söfnunar- sjóðs lífeyrisréttinda. Hann hefur leitt viðræðunefnd fyrir hönd Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) í viðræðum við Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) um mögulega fjármögnun. Meirihluti stjórnar OR samþykkti 15. apríl 2011 að ganga til könnunar- viðræðna við LL um fjármögnun og/ eða eignarhald á Hverahlíðar- virkjun. „Þetta er flókið samspil og það hefur ekki verið gert áður að þriðji aðili komi að fjármögnun virkjunar- framkvæmda,“ sagði Sigurbjörn. Ekki hefur verið mótað endanlega hvernig lífeyrissjóðirnir koma að verkefninu, hvort það verður með því að lána OR eða með beinni eignaraðild. Fram hefur komið að OR hafi ekki burði til að fjármagna virkjunina fyrir eigin reikning. Áætlað er að hún kosti 25-30 millj- arða króna. Sigurbjörn sagði ekki hægt að segja til um það nú hvort og þá hve- nær gengið verði til samninga. Sigurbjörn sagði ljóst að ef af verði þá þurfi fleiri en einn lífeyrissjóður að koma að fjármögnuninni. „Við vonum að af þessu verði. Það myndi skipta miklu fyrir þjóðina að koma einhverju í gang. En það þarf að vera eðlileg arðsemi af þessu,“ sagði Sigurbjörn. gudni@mbl.is Viðræður um fjár- mögnun Morgunblaðið/RAX Hverahlíð Rætt um fjármögnun. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.