Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 ✝ Svanlaug Böðv-arsdóttir fædd- ist á Laugarvatni 24. desember 1918. Hún lést á Landspít- alanum 29. janúar 2012. Svanlaug var dóttir hjónanna Böðvars Magn- ússonar, bónda á Laugarvatni, f. 25.12. 1877, d. 18.10. 1966 og Ingunnar Eyjólfsdóttur, f. 2.8. 1873, d. 27.4. 1969. Systkini Svanlaugar eru: Ragnheiður, f. 7.11. 1899, d. 10.9. 2000, Magnús, f. 18.6. 1902, d. 12.11. 1971, Arnheiður, f. 14.7. 1904, d. 27.3. 2000, Laufey, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974, Hrefna, f. 26.11. 1906, d. 8.7. 1976, Magn- ea, f. 20.3. 1908, d. 22.5. 1977, Hlíf, f. 11.4. 1909, Sigríður, f. 29.8. 1912, d. 19.4. 1990, Lára, f. 25.8. 1913, d. 12. 7. 2010, Auður, f. 13.7. 1915, d. 19.12. 2002 og Anna, f. 19.6. 1917, d. 2.12. 1989. Þann 5. júlí 1941 giftist Svan- laug Jóni Halldóri Leós, banka- starfsmanni frá Ísafirði, f. 9. des- ember 1901, d. 16. febrúar 1978. Börn þeirra eru: 1) Leó Már, véltækni- fræðingur, f. 7.3. 1942, d. 19.12. 2011, eftirlifandi kona hans er Sigrún D. Jónsdóttir, ritari, f. 3.1. 1945. Börn Leós eru Jón Orri, Björg, sambýlis- maður er Flemm- ing Petersen og Eyjólfur Leós, sam- býliskona er Aiddy Kristín Ein- arsdóttir. Börn Bjargar eru Leó Ingi, Kristófer Kári og Maja Mist. Börn Eyjólfs eru Margrét, Jón- þór, Mariena Mist. 2) Ingunn, íþróttakennari, f. 19.4. 1943, gift Gunnari Þór Kristjánssyni, vél- fræðingi f. 26.8. 1942. Börn Ing- unnar eru Jón Steinar, d. 1.12. 1990, Andri, kvæntur Ragnheiði Birgisdóttur og Anna Fanney, gift Haraldi Helga Óskarssyni. Börn Andra eru Þorbjörn, Stein- ar og Bergþór. Börn Önnu Fann- eyjar eru Oddur Jarl og Andrea Ýr. 3) Kristín, bókhaldsfulltrúi, f. 29.1. 1946, gift Erni Jónssyni, rafvirkja, f. 16.12. 1944. Börn Kristínar eru Ívar Jón, sambýlis- kona er Hrefna Sigurðardóttir, Svanlaug f. 16.3. 1971, gift Pjetri G. Petursson og Inga Steinunn, f. 1.3. 1980, gift Aðalgeiri Arnari Jónssyni. Börn Svanlaugar eru, Hanna Kristín, Hekla Björg og Brynja Sóley. Barn Ingu Stein- unnar er Örn Ingvi. 4) Böðvar Leós, myndlistarmaður, f. 6.11. 1956, sambýliskona Linda María Þórólfsdóttir, snyrtifræðingur, f. 24.8. 1976. Barn Böðvars er Svanlaug. Svanlaug stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni, við Héraðsskólann á Reykjum við Hrútafjörð og síðan einn vetur við Húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún vann um tíma við símstöðina á Laugarvatni en síðar m.a. við verslunarstörf í Reykjavík. Svan- laug og Jón bjuggu lengst af í Blönduhlíð 6 í Reykjavík. Svan- laug bjó í Hvassaleiti 58 frá árinu 1986 og þar til síðastliðið haust er hún flutti á Hrafnistu í Reykja- vík. Útför Svanlaugar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 9. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Hve indælt verður að halda heim að hugsa sér slíkan órageim og skyggnast þar um og skoða allt, þá skýrist hver hlutur þúsundfalt, og að mér gangi þar allt í vil örugg ég treysti og hlakka til, einkum þó síðasta áfangans - inn þegar lít til skaparans (Halla Eyjólfsdóttir.) Með þessum ljóðlínum Höllu frá Laugabóli kveð ég þig, kæra tengdamamma. Ég veit að skap- arinn tekur vel á móti þér. Það sækja á hugann margar minningar á kveðjustundum sem þessari. Mér eru minnisstæðar ferðirnar mörgu sem við áttum saman á Laugarvatn. Er við nálg- uðumst áfangastað þá færðist ein- hver ljómi yfir svip þinn því þarna þekktir þú hverja þúfu frá blautu barnsbeini, ólst þar upp í stórum systkinahópi á annasömu heimili. Fljótlega eftir að ég var tekinn inn í fjölskylduna var ég spurður að því hvort ég kynni ekki að spila brids. Mér var strax gert það ljóst að þar yrði ég að vera gjaldgeng- ur, annað væri ekki til umræðu, en mikill spilaáhugi var á þeim bæ. Elsku Svana, það var gott að leita til þín sama hvert erindið var, barnapössun, ráðleggingar eða gisting er við Kristín bjuggum í Bolungarvík, það var alltaf sama jákvæðnin. Er barnauppeldi lauk og Jón var kominn á eftirlaun, dreifst þú þig út á vinnumarkaðinn, það var ekki að sökum að spyrja að þú varst hvers manns hugljúfi, vannst þér traust vinnuveitenda sem við- skiptavina. Áhugasvið þín voru hannyrðir hverskonar, bókmenntir og listir. Þú varst líka snjall teiknari. Ef ekki hefði komið til MS-sjúkdóm- urinn, er ég viss um að þú hefðir getað gert meira með þessa náð- argáfu. Þó svo að hreyfigetan skertist léstu það ekki stöðva þig, alltaf tilbúin að koma á mannamót og lést ekki nokkrar tröppur stöðva þig. Sagðir alltaf „kemst þó hægt fari“. Á ýmsum ferðum okkar um borgina var alltaf viðkvæðið hjá þér hvort ekki væri tilvalið að aka niður Laugaveginn, hann var þér alltaf hugleikinn. Elsku tengdamamma, takk fyr- ir allt og allt, nú hverfur þú á vit annarra máttarvalda. Minning þín hverfur aldrei frá okkur. Guð varð- veiti þig. Örn Jónsson. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég kveðja elskulega ömmu mína. Þó svo hún hafi lifað langa og góða ævi þá finnst mér óraun- verulegt að hún sé ekki lengur til staðar, sitjandi í eldhúsinu í Hvassaleiti, segjandi mér frá Matthíasi Jochumssyni og bjóð- andi smákökur og annað góðgæti. Það eru svo margar góðar minningar sem koma í hugann þegar ég hugsa um ömmu. Hún var létt og kát kona, félagslynd, hafði gaman af því að fá góða gesti og að sækja aðra heim. Amma var glæsileg kona og má glögglega sjá á ljósmyndum frá hennar yngri ár- um að þannig hefur hún alltaf ver- ið. Ég held reyndar að allar Laug- arvatnssysturnar hafi búið yfir þeim kosti að vera glæsilegar, bæði að innan og utan. Amma lét MS-sjúkdóminn aldr- ei stöðva sig. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf góðan mátt í fótunum þá fór hún á þau mannamót sem henni var boðið á og er mér minn- isstæðast þegar hún heimsótti okkur á 4. hæð í útskriftarveislu fyrir örfáum árum. Hún lét slíka veislu ekki framhjá sér fara og hæðirnar fjórar voru ekkert til- tökumál. Ég hljóp niður á móti henni með stól og bauð henni hvíld á hverjum stigapalli en það vildi hún ekki sjá, hún fór þetta á hörk- unni og skemmti sér manna best í veislunni. Amma hafði góðan húmor og hafði svo sannarlega húmor fyrir sjálfri sér líka. Þegar ég var á ung- lingsárunum fannst henni klæða- burður minn nú ekki alltaf sá huggulegasti, kvartbuxurnar sem mér þóttu til dæmis agalega töff þóttu henni nú ekki vera almenni- legar buxur og var óhrædd við að tjá mér það. Ég var þá fljót að skjóta á hana til baka að mér þætti velúrjogging-gallinn hennar nú heldur til kerlingarlegur, að þessu hló hún dátt og var alveg sammála mér. Þegar amma flutti í Hvassaleit- ið setti hún fallega barnamynd af mér við útidyrahurðina. Ég, þá 7 ára gömul, hafði áhyggjur af því að myndin væri ekki á nógu áberandi stað svo allir gæti nú örugglega borið mig augum og bað ömmu vinsamlegast um að finna mynd- inni betri stað. Amma varð auðvit- að við því um leið og hefur reglu- lega minnt mig á þetta síðan með brosi á vör – af þessu hafði hún gaman. Sumrin í kjallaranum á Laug- arvatni eru mér minnisstæð. Það var alltaf gaman að dvelja þar með ömmu. Við vorum svo duglegar að spila veiðimann og löngu vitleysu og ef mamma eða pabbi fengu að vera með þá var tekin þrenna eða jafnvel vist. Ömmu fannst nú ekk- ert leiðinlegt að spila en verst fannst henni eflaust hvað ég var óviljug að læra brids. Alveg er ég viss um að hún situr nú á betri stað, í hópi góðra systra og spilar brids yfir góðum kaffibolla. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Minningin um glæsilega, skemmtilega og góðhjartaða ömmu lifir. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Inga Steinunn Arnardóttir. Nú þegar lífsgöngu minnar elskulegu móðursystur Svanlaug- ar er lokið koma margar minning- ar upp í hugann. Hún var yngst ell- efu móðursystkina minna. Það voru rúm sex ár á milli okkar og strax og ég hafði vit á man ég hvað ég dáði þessa fallegu frænku mína og vildi líkjast henni sem mest, og mikið var ég ánægð þegar ég pass- aði í kjólana hennar. Hún var óspör á að lána mér þá, eitt sinn brúðarkjólinn sinn en þá hafði mér verið boðið í síðkjólafermingar- veislu. Ég var þá sautján ára og hafði aldrei komið í síðan kjól en hún dubbaði mig upp í bláan blún- dukjól. Þetta gleymist aldrei. Ekki heldur þegar hún tók Guggu mína, þá þriggja vikna, í mánaðar fóstur á meðan ég var að ná mér eftir veikindi. Mér finnst ég hafa verið ótrúlega rík að eiga tíu móðursystur og einn móður- bróður og ég skemmti mér aldrei betur en í selskap með þeim. Þau voru svo orðheppin og skemmti- leg, það var ekkert þeim óviðkom- andi, allt krufið til mergjar, hver með sínar skoðanir og gátu sagt frá á óborganlegan hátt. Nú er Hlíf ein eftir, alveg ótrúlega hress og glæsileg 102 ára. Svanlaug var mjög listfeng, teiknaði flottan tískufatnað strax á unglingsárum og síðar málaði hún fallegar mynd- ir. Hún hefði örugglega náð langt hefði hún menntast í þeirri list. Hún var lengst af í húsmóður- hlutverki og bjó sínum elskulega eiginmanni Jóni Leós og börnum fjórum fallegt heimili í Blönduhlíð 6, þar sem hjartahlýja og höfðings- skapur réði ríkjum og mikið voru þau góð við hana ömmu, þegar hún gat ekki verið lengur á Laugar- vatni flutti hún til þeirra og átti sín síðustu ár þar. Eftir að amma dó 1969 fór Svanlaug að vinna í Líf- stykkjabúðinni og vann þar í 14 ár, en síðustu árin þar var hún farin að finna fyrir þeim veikindum sem áttu eftir að herja á hana allt til dauðadags. MS-veikin, sem hún tókst á við af einstöku æðruleysi. Eftir að Jón lést keypti hún sér íbúð í verslunarblokkinni í Hvassaleyti og bjó þar með aðstoð barna sinna þar til í haust að hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Sorgin gleymir engum. Nú nítjánda desember síðastliðinn varð Leó Már, eldri sonur hennar, bráðkvaddur 69 ára gamall og varð það henni og fjölskyldu henn- ar allri mikið áfall. Hún hafði þrek til að fylgja honum til grafar en nú í janúar fékk hún lungnabólgu sem hún lést af. Ég er viss um að Jón og Leó taka opnum örmum á móti henni og hún dansar í faðm þeirra, laus við alla fjötra. Ég og fjöl- skylda mín sendum börnum henn- ar og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Góð kona er gengin. Guð blessi minningu henn- ar. Ingunn Erla Stefánsdóttir. Elskuleg móðursystir mín, Svanlaug Böðvarsdóttir, er látin. Svanlaug var yngst í stórum barnahópi ömmu og afa á Laug- arvatni, þeirra Ingunnar og Böðv- ars. Börn þeirra voru 12 talsins, ellefu dætur og einn sonur. Eins og nærri má geta er frændgarð- urinn orðinn stór og hefur einstök samheldni og væntumþykja Laug- arvatnssystkinanna erfst til yngri kynslóða. Svana, eins og Svanlaug var æv- inlega kölluð, var gift Jóni Leós, sem var ættaður frá Ísafirði, en Jón lést árið 1978. Jón heitinn var afar eftirminnilegur maður, ein- staklega barngóður og ávallt hrók- ur alls fagnaðar með sínum leik- og sönghæfileikum. Jón og Svana áttu miklu barnaláni að fagna en þau eignuðustu fjögur börn, Leó Má, Ingunni, Kristínu og Böðvar. Leó Már lést í desember síðast- liðnum, þannig að systkinin þrjú sem eftir lifa hafa nú á stuttum tíma orðið að sjá á eftir ástkærri móður og ástkærum bróður. Svana og móðir mín heitin, Auð- ur, voru ekki einungis góðar og kærar systur, heldur jafnframt nánar og góðar vinkonur alla tíð og bar aldrei skugga á vinskap þeirra. Svana var einstaklega vel af guði gerð, falleg, greind og skemmtileg og það geislaði af henni góðvild og hjartahlýja. Hún hafði þann eiginleika að sjá já- kvæðar eða spaugilegar hliðar á öllum málum og gera gott úr þeim. Listræna hæfileika hafði Svana í ríkum mæli og naut hún þess ætíð að vera vel tilhöfð og að hafa fal- legt í kringum sig. Eftir því, sem heilsu Svönu hrakaði með árunum, fór ekki framhjá neinum æðruleysi hennar og þessi andlegi styrkur, sem mér hefur raunar fundist ein- kenna öll tólf systkinin frá Laug- arvatni. Ég á margar dýrmætar minn- ingar úr bernskunni, þegar for- eldrar mínir og þau Svana og Jón bjuggu í sama húsi á Reynimeln- um, og síðar þegar systurnar mamma, Svana og Lára fluttu all- ar í Hlíðarnar í Reykjavík, þar sem ekki var langt á milli systranna. Því var mikill og náinn samgangur á milli fjölskyldnanna á þessum ár- um og við það mynduðust djúp og sterk fjölskyldutengsl. Margar voru ferðirnar farnar á Laugarvatn, þar sem frænkur og frændur komu saman hjá afa og ömmu, eða í bústaðnum hjá Jóni og Svönu í Laugardalnum, sem okkur börnunum fannst vera himnaríki á jörðu. Þaðan eru margar dýrmætar minningar. Eins jólaboðin í Blönduhlíðinni hjá Svönu og Jóni, þar sem alltaf var glatt á hjalla, hvort sem við vorum að spila á spil eða að hlusta á Leó spila á píanóið eða að þenja nikk- una, en hann var músíkant af guðs náð, þó ungur væri þá að árum. Ég kveð elskulega Svönu móð- ursystur mína og Leó frænda minn með mikilli eftirsjá, og við fjölskyldan vottum fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ingunn Hjaltadóttir. Það var fyrir tilviljun að ég kynntist Svanlaugu og Jóni. Ég var ung sveitastelpa nýkomin til Reykjavíkur og var að leita mér að húsnæði. Þá sá ég auglýst her- bergi gegn því að líta eftir börnum nokkur kvöld í mánuði. Ég fór á staðinn. Þetta var hjá Svanlaugu og Jóni og ég fékk herbergið. Jón var gjaldkeri hjá Lands- banka Íslands en Jón var líka leik- ari í aukastarfi svo hjónin þurftu Svanlaug Böðvarsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, PÁLMI ANTON RUNÓLFSSON frá Hjarðarhaga, Hólavegi 40, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild 3 á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Anna Eiríksdóttir, Fróðný Pálmadóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigurjón Björn Pálmason, Kolbrún Reinholdsdóttir, María Guðbjörg Pálmadóttir, Hörður Óskarsson, Heiður Pálmadóttir, Roy Midtbø, Sigríður G. Pálmadóttir, Kristján Ísak Kristjánsson, Ester Gunnarsdóttir, Indriði Guðmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Okkar ástkæra JENNÝ KARLA JENSDÓTTIR, Hraunvangi 1, áður Hverfisgötu 42, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 28. janúar. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Landspítalans og líknardeildarinnar í Kópavogi. Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Stein Simonsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn og besti vinur, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN FINNUR SVEINSSON tollfulltrúi, Hjallavegi 15, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Alda Lilja Sveinsdóttir, Anna Lóa Sveinsdóttir, Kjartan Ottó Hjartarson, Sveinn Sveinsson, Elísabet Sara Reynisdóttir, Jón Ingi Sveinsson, Jekatarina Kogute, Björgvin Þór Sveinsson, Elsa Gehringer, Friðrik Ingi B. Sveinsson, Jökull Sverrir H. Sveinsson, Elísabet Fjóla Sveinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR A. JÓNSSON frá Möðrudal á Fjöllum, Barmahlíð 16, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 7. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Jóna Clausen, Eyjólfur Þórðarson, Jóna Pálsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Pétur Pétursson, Aðalheiður Þórðardóttir, Halldór Hafsteinsson, Jóhanna Jóna Gunnlaugsdóttir, Júlíus Á. Guðmundsson, Jón Hlynur Gunnlaugsson, Karen Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HERMANN ÓLAFUR GUÐNASON fv. yfirverkstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut 66, lést þriðjudaginn 7. febrúar. Elsa P. Níelsdóttir, Ólöf Dóra Hermannsdóttir, Ragnhildur Hermannsdóttir, Hjörtur Pálsson, Erlendur N. Hermannsson, Anna María Grétarsdóttir, Jóhann Gísli Hermannsson, Kristín Björg Óskarsdóttir, Erla Ósk Hermannsdóttir, Gunnar S. Gottskálksson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.