Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 ✝ Sæmundur Þ.Sigurðsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1943. Hann lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á Landspítalanum 27. janúar 2012. Hann var einka- barn hjónanna Sig- urðar Jónssonar f. 28.2. 1912, d. 16.4. 1988 og Jónu Sæ- mundsdóttur f. 20.7. 1916, d. 14.5. 1985. Sæmundur var kvæntur Snæfríði R. Jensdóttur f. 22.1. 1944. Börn þeirra eru Stella f. 1970, sambýlismaður hennar er Sveinn Sigurður Kjartansson, sonur þeirra er Al- exander, Marsibil Jóna f. 1974, unnusti hennar Sigvaldi Lofts- son, sonur Marsibilar er Úlfur Máni Týsson, Sigurður Jens f. 1981, giftur Hildi Örnu Hjartar- dóttur, börn þeirra eru Margrét Mist, Atli Snær og Bjarki Snær. Sjö ára gamall fór Sæmundur í sveit að Búrfelli í Hálsasveit og gerði svo á hverju ári til fjór- tán ára aldurs þar sem hann naut sín vel. Hann nam bak- araiðn við Iðnskólann í Reykja- vík og síðar í Danmörku og Sviss. Starfaði Sæmundur í um þrjá áratugi við hlið föður síns, sem einnig var bak- arameistari. Síðast ráku þeir feðgar saman Bakaríið Austurver við Háa- leitisbraut. Sæ- mundur var félagi í Frímúrararegl- unni allt frá 27 ára aldri og starfaði mikið innan regl- unnar. Hann gekk fyrst í stúk- una Eddu og var síðar einn stofnenda stúkunnar Glitnis. Sæmundur var áhugamaður um laxveiði og var félagi í veiði- klúbbnum Fjaðrafoki um árabil. Eftir að Sæmundur lét af störf- um naut hann þess að dvelja í sumarhúsi fjölskyldunnar í Vaðneslandi, Grímsnesi þar sem gestrisni hans fékk notið sín í faðmi fjölskyldu og vina. Eins hafði hann unun af að ferðast með fjölskyldu og vin- um og voru sólarlönd eins og Spánn og Kanaríeyjar í miklu uppáhaldi. Sæmundur verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 9. febrúar 2012 og hefst athöfnin klukkan 13. Yndislegur faðir okkar hefur kvatt þennan heim allt of snemma og snögglega. Orð fá ekki lýst því hversu sárt það er en við vitum að hann er nú bros- andi í faðmi foreldra og vina, bú- inn að hitta á ný blíðu tíkina sína Pollýönnu. Hann var frábær eig- inmaður og ekki hefði verið hægt að biðja um betri föður. Við er- um óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hann að, þennan dásam- lega pabba sem var allt í senn hlýr, gefandi og traustur. Mun- um við sakna svo margs. Stutt símtal frá elsku pabba okkar úr sveitinni var sem himnasending sem lyfti öllum deginum, elska hans var svo áþreifanleg, röddin svo ljúf að ekki þurfti meira til. Pabbi stóð alltaf með okkur börnunum, var viskubrunnur sem vissi alltaf hvað átti að segja þegar leitað var til hans, sýndi okkur ávallt óbilandi traust og skilning. Í æsku dáðumst við að fótafimi pabba er hann dansaði, líkams- styrknum fengnum úr sund- keppnum, glæsileika hans í frí- múrarafötunum nú eða nýju jakkafötunum úr gæðaullinni. Ljóslifandi eru minningar um hann í bakaríinu með elsku afa, hvíta svuntan skítug af glassúr. Um sumardag í Árbænum bón- andi nýja jeppann, brosandi til mömmu á pallinum í bústaðnum eða hlustandi á músík af innlifun. Pabbi var duglegur og iðjusamur en hann þurfti ekki stóra við- burði til að geta notið lífsins. Að vera á sólarströnd með mömmu með kaldan drykk í hendi að horfa á sjóinn eða mannlífið gerði hann alsælan. Pabbi var einstaklega laginn við að kynnast fólki og var farinn að spjalla við það undurfljótt enda var hann ætíð að eignast nýja vini sem kunnu að meta ná- vist hans og hlýju. Pabba þótti einstaklega vænt um elstu og bestu vini sína og var samband hans við þá og hjónaband hans og mömmu okkur mikil fyrir- mynd. Það eru ekki margir sem eru örlagavaldar í lífi ókunnugs fólks en það var pabbi, hvort sem hann var réttur maður á réttum stað sem kunni hjartahnoð eða sá sem sagði réttu orðin við ör- væntingarfullt ungmenni. Pabbi var mikill höfðingi, gjaf- mildur og gestrisinn. Í Spánar- ferðum fjölskyldunnar lék hann við hvern sinn fingur og var erf- itt að fá að borga sjálfur nokkurn skapaðan hlut. Að koma í heim- sókn í sumarbústaðinn var eins og að vera í paradís. Elsku pabbi tók á móti okkur brosandi við grillið og stjanaði við alla í mat og drykk. Hann sýndi meistara- takta og voru rifin hans fræg og írska kaffið fullkomnun. Ómet- anlegar eru allar stundirnar sem við áttum saman við matarborð- ið, að spila yatzy eða að spjalla í heita pottinum. Brandara sagði hann með dásamlegri hlýju og glettni í augum sem við eigum eftir að sakna sárt. Elsku hjartans pabbi okkar með hlýju hendurnar, við þökk- um þér allar yndislegu stundirn- ar og elskuna sem streymdi frá þér og umvafði okkur. Við vitum að við verðum öll saman síðar en þar til munum við gleðjast við dýrmætar minningar um ein- stakan föður. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Þín elskandi börn, Stella og Sigurður. Elsku pabbi minn, takk fyrir allan styrkinn þinn, viskuna og gleðina sem þú hefur gefið mér. Takk fyrir allan skilninginn, elskuna og hlýjuna. Takk fyrir að hafa leitt mig með þéttu hand- taki en fullkomnu trausti og óskilyrtum alltumvefjandi kær- leika öll þau ár sem ég hef and- að. Ég stend eftir full af þakk- læti fyrir að hafa fengið að eiga þig sem föður. Gjafmildi þín á öllu góðu var alger, ekki bara til mín og fjöl- skyldunnar heldur allra sem fengu að kynnast þér. Það eru fáir sem vita hve mörgum þú hefur hjálpað með beinum eða óbeinum hætti, en það fannst þér sjálfsagt og óþarfi að tala mikið um það. Þú sýndir öllum sömu virðingu, hvort sem þeir voru 10 eða 60 ára, heimilislausir eða for- stjórar. Heimurinn væri betri ef fleiri bæru innra með sér þann sannleika sem þar lá að baki. Ég veit að þú ert á góðum stað þar sem við munum öll hitta þig aftur. Þangað til mun ég geyma þig í hjartanu mínu og minning- unum sem eru ófáar fullar af gleði og hlátri. Þegar ég sakna þín mun ég röfla við þig út í loftið og ég veit að stundum munt þú heyra í mér. Ég mun aldrei gleyma heldur ávallt geyma, þar til ég hitti þig næst. Þín elskandi dóttir, Marsibil Jóna. Nú er skarð fyrir skildi. Góður drengur er fallinn frá, fyrir aldur fram. Sæmi var tengdafaðir minn, hjartkær vinur og stoð og stytta. Traustari mann er vart hægt að finna. Við náðum strax vel saman þó ég hafi verið ungur að árum en þar sýndi Sæmi sína réttu hlið því aldur skipti hann ekki máli. Hann var mikill mann- vinur, allir voru jafnir í hans augum og áttu jafna möguleika þar til annað kæmi í ljós. Hann hafði líka gott innsæi, var mann- þekkjari og fljótur að sjá hverja hann vildi umgangast og hverja ekki. Hann var vinmargur og vinahópur hans og Snæju sam- anstendur af mörgum nánum vinum sem hafa haldið hópinn í gegnum súrt og sætt. Þegar ég kom í fjölskylduna rak Sæmi Bakaríið Austurveri með föður sínum Sigurði Jóns- syni en þeir störfuðu saman í um þrjá áratugi. Eftir andlát Sigurð- ar söðlaði Sæmi um og seldi bak- aríið en hélt eftir húseign bak- arísins. Þarna urðu vatnaskil í lífi Sæma. Hann hafði nú meiri tíma til að njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Það var þá sem við fluttum til Spánar í nokkra mánuði til að kynnast líf- inu þar utan ferðamannatíma. Þessi tími var ómetanlegur og ógleymanlegur. Þarna var öll fjölskyldan samankomin og gott betur, alls níu manns. Við skemmtum okkur konunglega við að ferðast um svæðið, borða góðan mat, leika okkur á strönd- inni fram eftir hausti, spila á spil og einfaldlega njóta samvist- anna. Þarna var Sæmi í essinu sínu, með fjölskylduna í kringum sig. Sæmi var líka frímúrari og starfaði í reglunni frá 27 ára aldri. Það starf var honum afar mikilvægt og hjartfólgið. Hann var vel liðinn innan reglunnar og störf hans þar fleyttu honum hratt upp metorðastigann. Hann gegndi fjölmörgum embættum innan reglunnar og sýnir það glöggt hið mikla traust og virð- ingu sem félagar hans sýndu honum. Hann hafði unun af lax- veiði og náði góðum árangri við það sport. Því til staðfestingar er glæsilegur 21 punds lax sem var stoppaður upp og hangir uppi á vegg í sumarbústaðnum. Til að veiða er ekki verra að eiga jeppa og Sæmi vildi ekki sjá annað en að eiga góðan amerískan jeppa. Þegar ég kynntist honum átti hann sérstaka sportútgáfu af Jeep Cherokee Chief með átta strokka vél og upphækkaðan á stærri dekkjum. Það var sko ekki amalegt þegar tengdapabbi lánaði mér drossíuna til að fara í sumarbústaðinn. Sæmi elskaði sumarbústaðinn sinn í Vaðnesi og eftir að hann hætti að vinna lagði hann æ meiri áherslu á að njóta þeirrar paradísar sem hann hafði byggt þar upp með Snæju sinni. Þar vildi hann helst vera öllum stundum, fjarri skarkala borgar- innar. Þar undi hann sér vel með tíkinni sinni Pollý Önnu og við að taka á móti fjölskyldu og vinum. Þá var grillað og farið í heita pottinn, spilað og gantast. Þar áttum við ófáar stundirnar sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Sæmi og Snæja eru yndisleg- asta fólk sem ég hef kynnst og á ég þeim svo mikið að þakka. Ég verð ævarandi þakklátur fyrir að leiðir okkar skyldu liggja saman. Elsku Sæmi minn, Guð blessi þig og varðveiti að eilífu. Þinn tengdasonur og vinur, Sveinn Sigurður Kjart- ansson. Sæmundur mágur minn var höfðingi. Best undi hann sér í hlutverki gestgjafans og grill- meistarans. Minningar leita bjartra sumardaga í Grímsnes- inu þar sem Snæja og Sæmi áttu yndisreit, sumarbústað sem Sæmi hlúði að af miklum mynd- arskap og alúð. Myndarskapinn átti hann ekki langt að sækja því að faðir hans, Sigurður bakara- meistari, rak glæsileg bakarí hér í Reykjavík um árabil og frá hinni listrænu móður hans, Jónu, erfðust fegurðarskyn og list- hneigð. Ég man fyrst eftir Sæma þeg- ar hann, ungur og glæsilegur bakarameistari, menntaður í Sviss og á Strikinu í Kaup- mannahöfn, var að gera hosur sínar grænar fyrir systur minni. Hann birtist brosandi glaður með fullan bakka af bolludags- bollum á Grundarstíg 3 þar sem Stella mamma okkar bjó. Sæmi bræddi hjarta Snæju en einnig tilvonandi tengdamóður sinnar og samband hans og Stellu var einstakt. Hún naut þess að heim- sækja Snæju og Sæma og börnin þeirra í Grímsnesið og alltaf sýndi Sæmi henni sérstaka um- hyggju. Amma Stella eins og hún var kölluð eftir að barnabörnin fæddust, ferðaðist líka mikið með Snæju og Sæma og börnum þeirra. Oftast nutu þau sólar og hlýju á Spáni og Kanaríeyjum, en einnig leituðu þau á vit frek- ari ævintýra og ferðuðust alla leið til Havaí. Við Þórður og Hörður sonur okkar nutum góðs af því þar sem við bjuggum tíma- bundið í San Diego í Kaliforníu og fengum þangað til okkar þessa aufúsugesti. Snæja og Sæmi héldu áfram að ferðast eftir að börnin uxu úr grasi og lá leið þeirra meðal ann- ars til Egyptalands, en sem áður varð Spánn oftast fyrir valinu. Síðastliðið haust dvöldum við systurnar með mönnunum okkar rétt fyrir utan Alicante og eru endurminningar frá þeirri ferð mjög dýrmætar. Þar lék allt í lyndi og Sæmi virtist hafa náð sér vel eftir alvarleg veikindi nokkrum mánuðum áður. Því miður reyndist þetta svikalogn og þegar leið að jólum varð ljóst hvað veikindi hans voru í raun al- varleg. Við biðjum Guð að styrkja þau, sem mest hafa misst, Snæju, Stellu, Marsibil og Sig- urð Jens, tengdabörnin og barnabörnin. Megi minningar um yndislegan ástvin ylja þeim. Þökk fyrir samfylgdina, kæri mágur. Sólrún Jensdóttir. Nú þegar Sæmi vinur minn og frændi er allur og leiðir hafa skil- ist um stund brjótast óneitanlega upp minningar um liðinn tíma, allar góðar. Okkar kunnings- skapur hófst fyrir 54 árum, breyttist fljótlega úr því að vera kunningjar í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, yfir í vináttu sem aldrei bar skugga á. Af nógu er að taka þegar rifja skal upp góðu stundirnar, ég á erfitt með að tína til ákveðin tilvik því allar okkar samverustundir voru góð- ar, en ekki verður hjá því komist að minnast á samverustundirnar í sumarbústaðnum þar sem Sæmi var óþreytandi við að minna gesti á að á þessum bæ hagar fólk sér eins og heima hjá sér og slappar af. Sæmi var ein- staklega tryggur vinur, ræktar- samur og höfðingi heim að sækja. Hin síðari ár höfðum við samband á tveggja til þriggja daga fresti. Þetta var aldrei kall- að annað en að leita frétta en raunverulega vorum við að at- huga hvort allt væri í lagi, hann oft á tíðum einn í bústaðnum og ég einbúi í Reykjavík, einskonar innra eftirlit, þetta er nokkuð sem ég á sárlega eftir að sakna. Það sem stendur uppúr í mín- um huga er sú hefð sem hefur skapast og staðið í einhverja ára- tugi og er að ég heimsótti Snæu og Sæma seint á aðfangadags- kvöld þegar ró var komin á og oft var setið við arineld fram Sæmundur Þ. Sigurðsson ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur, systur, tengdadóttur og mágkonu, BERGLINDAR MARÍU KARLSDÓTTUR, Krossholti 12, Keflavík. Kristinn Einarsson, Bára Erna Lúðvíksdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Arna Lind Kristinsdóttir, Bára Erna Ólafsdóttir, Ellert Pétursson, Arnbjörg Eiðsdóttir, Helgi Kristjánsson, Hörður Már Karlsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Einar Jónsson, Fanney Kristinsdóttir, Magnea Sif Einarsdóttir, Einar Friðrik Brynjarsson. ✝ Sonur minn, faðir og bróðir, MAGNÚS VALDIMARSSON lyfjafræðingur, Háaleitisbraut 115, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Svava Sigurðardóttir, Jóhannes Markús Magnússon, Þórður Markús Þórðarson. ✝ Okkar ástkæra INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR frá Malarrifi, Hraunbæ 166, Reykjavík, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. febrúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Hrafnistu. Ögmundur Pétursson, Kristín Erla Valdimarsdóttir og systkinabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis Bröttukinn 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Valdimarsson, Eygló Valdimarsdóttir, Halldóra Valdimarsdóttir. ✝ ANDRÉS JÓHANNESSON lést miðvikudaginn 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Sigríður Ágústsdóttir, Katrín Andrésdóttir, Sveinn Ingvarsson, Kristleifur Andrésson, Málmfríður Harðardóttir, Sóley Andrésdóttir, Björgvin Njáll Ingólfsson, Þorsteinn Andrésson, Ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, INGIBJÖRG SALÓME BJÖRNSDÓTTIR Æja frá Stóru-Seylu, sem lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. febrúar, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju í Skagafirði laugardaginn 11. febrúar kl. 11.00. Birna Halldórsdóttir, Margrét Guðvinsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Stella Guðvinsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Eiður Guðvinsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Hulda Halldórsdóttir, Gylfi Halldórsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.