Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórn- armaður í Félagi um foreldrajafnrétti, skrifar grein í Morg- unblaðið 7. febrúar undir fyrirsögninni Ráðherra dómsmála treystir ekki íslensk- um dómstólum. Þar skorar hann á mig að mæta á ráðstefnu sem félag hans gengst fyrir nú í vikulok til að svara „áleitnum spurningum um hvort íslensk stjórnvöld standist alþjóðleg viðmið um mannrétt- indi“. Þetta biður Gunnar Kristinn mig að gera jafnvel þótt félaginu hafi verið gerð grein fyrir því fyr- ir mörgum vikum að á þessum degi væri ég bundinn á ráðstefnu um sveitarstjórnarmál á Akureyri þar sem ég hefði framsögu. Umræður nauðsynlegar Hins vegar tel ég umræðu um þessi mál nauðsynlega og hef ég tekið þátt í henni á fundum og ráðstefnum og gert ítarlega grein fyrir minni afstöðu á Alþingi. Gunnar Kristinn gagnrýnir tvennt í nýju barnalagafrumvarpi sem ég hef lagt fram á Alþingi. Annars vegar gagnrýnir hann að ekki sé að finna í frumvarpinu heimild fyrir dómara til að dæma sameiginlega forsjá barns og hins vegar að frumvarpið kveði á um breytingar á svokallaðri innsetn- ingu. Hvað fyrra atriðið áhrærir þá segir hann það jafngilda van- trausti á íslenska dómara að treysta þeim ekki til að dæma sameiginlega forsjá foreldra sé það, að mati dómarans, barni sem deilt er um fyrir bestu. Hagsmunir barnsins sem best tryggðir Það er nokkuð til í því hjá Gunnari Kristni að ég treysti illa dómstólum til að fara með þetta vald enda er langt frá því að reynslan erlendis sýni að það sé heppilegt fyrirkomulag að draga foreldra inn í dómsal til að ræða um hag barna sinna. Sú aðferð sem ég tala fyrir byggist á samn- ingum og sátt; að gera slíkt ferli að skyldu og setja í það fjármuni og mannskap svo það verði annað og meira en orðin tóm. Hvort skyldi nú vera betra fyrir barnið að hafa foreldra sína í rétt- arsal að deila þar hvort á annað eða að reynt sé að ná sáttum undir handleiðslu sér- fræðinga sem kunna vel til verka og vinna út frá hagsmunum barnsins eins? Við skulum ekki gleyma því að við erum að tala um undantekn- ingar en ekki hina almennu reglu. Hún er sameiginleg forsjá. Það er, og á að mínum dómi að vera, grunnreglan að barn fái notið beggja foreldra sinna. Við erum hins vegar að tala um þær und- antekningar þar sem harðar deilur um barn eða börn rísa og þar er ég að leggja til ferli sem ég geri mér vonir um að leysi einhver mál sem núverandi fyrirkomulag ræð- ur ekki við. Hvað innsetningu varðar þá er þar um að ræða heimild í lögum til að beita lögreglu til að taka barn úr umráðum annars foreldris og setja það til hins. Þetta úrræði hefur verið gagnrýnt af UNICEF, Barnaheillum og Mannréttinda- skrifstofu Íslands auk þess sem barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóð- anna hefur viðrað áhyggjur af framkvæmd þessara laga og hvatt íslensk stjórnvöld sérstaklega til að gæta að því að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi. Rétt er að taka fram að lögregla mun eftir sem áður hafa nauðsyn- legar heimildir á grundvelli barna- verndarlaga til að fara inn á heim- ili og ná í börn ef þau sæta þar ofbeldi. Það er að mínum dómi ekki forsvaranlegt að senda lög- reglu til að ná í barn svo foreldri geti náð umgengni við barn sitt. Þar verður að fara aðrar leiðir. Ég er ekki að leggja til aðgerða- leysi í því efni heldur verði sátta- meðferð efld og hún lögþvinguð. Varðandi grein Gunnars Krist- ins þá er ýmislegt missagt í henni. Í fyrsta lagi má nefna að forveri minn í embætti samdi ekki frum- varp til barnalaga heldur var það samið af nefnd sem var skipuð af ráðherra. Frumvarpið var aldrei lagt fram á þingi í þeirri mynd sem nefndin skilaði af sér og það er ekkert óeðlilegt við að ráðherra geri breytingar á frumvarpi sem hann fær í hendur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið fullgiltur á Íslandi og hefur því gildi að íslenskum lögum. Frum- varpið sem hér um ræðir styrkir sáttmálann enn frekar í sessi með því að lögfesta grunngildi hans, m.a. um rétt barns til að láta í ljós skoðanir sínar á málum sem það varða og skyldu til að taka tillit til þeirra. Friður er barni fyrir bestu Löggjöf um forsjá og umgengni er ólík milli landa. Annars staðar á Norðurlöndum hafa dómarar heimild til að dæma sameiginlega forsjá en ekki er algilt að vestræn ríki búi við slík kerfi, eins og hef- ur verið haldið fram. Það er til dæmis ekki raunin í Austurríki og Sviss. Á Íslandi er sameiginleg forsjá meginreglan við skilnað for- eldra og í yfir 92% tilfella er það niðurstaðan. En síðan eru for- eldrar sem deila um forsjá. Lang- oftast lýkur slíkum deilum með sátt – jafnvel eftir að þau eru komin til meðferðar dómstóla. Þegar það tekst ekki er kveðinn upp dómur þar sem annað for- eldrið fær forsjána og það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að það sé nánast alltaf móðirin. Með stóraukinni sáttameðferð er vonin að draga enn frekar úr tíðni mála sem rata til dómstóla og að þeim geti sem allra flestum lokið með sátt. Í sumum tilfellum gengur sáttin ekki upp og geta þar búið ólíkir þættir að baki. Þá þarf að úrskurða með einhverjum hætti þannig að friður ríki í lífi barnsins. Því það er barni fyrir bestu. Sáttaleið til farsældar Eftir Ögmund Jónasson »Með stóraukinni sáttameðferð er von- in að draga enn frekar úr tíðni mála sem rata til dómstóla og að þeim geti sem allra flestum lokið með sátt. Ögmundur Jónasson Höf. er innanríkisráðherra. Morgunblaðið dags. 2. febrúar birtir heila opnu tileinkaða Orf Líftækni sem blaða- maðurinn Börkur Gunnarsson kallar „fréttaskýringu“ um starfsemi fyrirtæk- isins. Hins vegar er góður hluti hennar hrein árás á nokkra einstaklinga sem hafa gagnrýnt aðferðir sem Orf hefur notað til að komast í þessa stöðu. Sú árás er óvægin og óvenjulegt að sjá slíkt hjá fjölmiðli innan ramma „fréttaskýringar“, en ekkert okkar fékk tækifæri til að tjá sig um efnið og því er útilokað að láta þessu ósvarað. Ég er ekki vísindamaður (og Börkur, ég er „hún“ ekki „hann“, þú ert illa upplýstur), en ég ætla samt að tjá mig um ræktun erfðabreyttra lífvera (EBL) vegna þess að þetta er ekki einungis mál vísindamanna, heldur allra borgara eins og kemur mjög skýrt fram í ESB-tilskipunum og lögum sem innleiða þær á Ís- landi. Sem formaður Slow Food Reykjavík styð ég heilshugar af- stöðu samtakanna um að EBL eigi ekki heima í náttúrunni sem á að njóta vafans (sbr. m.a. Rio-sáttmála, Árósa- samninginn). Margir hafa gagn- rýnt starfshætti Orf Líftækni og þá ekki síst afstöðu fyrirtæk- isins til umhverfis síns. Reynt er að fara í kringum lögin eins og þau leyfa, tilraun til að rækta til markaðs- setningar utandyra í leyfisleysi var eitt dæmi. Sókn er besta vörnin er sagt, það tel- ur Orf greinilega því í hvert sinn sem fyrirtækið verður fyrir alvar- legu áfalli er „smjörklípu“- aðferðinni beitt, t.d. þegar í ljós kom að ekkert eftirlit var viðhaft í Gunnarsholti þegar reiturinn var eyðilagður þrátt fyrir skýr ákvæði um það í leyfinu. Þegar gróðurhúsið fauk ofan af framleiðslu Orf í Barra á Héraði þá er skotið á þá sem mót- mæla útiræktun. Farið var fram á að leyfið yrði afturkallað einfaldlega vegna þess að starfsemin er háð lögum og reglum sem gilda hér á landi og í Evrópu um að öll fram- leiðsla til markaðssetningar sé í af- mörkuðu rými. Er hægt að kalla það afmörkun þegar húsið fýkur árlega ofan af ræktuninni? Á ekkert að taka tillit til þess að það er kornrækt og mat- vælaframleiðsla innan fárra km frá óafmarkaðri starfsemi Orf, halda menn að þetta sé eitthvað ákjós- anlegt fyrir þá aðila? Hvernig væri að Orf, sem greinilega er í mjög góðri fjáhagslegri stöðu samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, fjárfesti í alvöru hátækniaðstöðu sem er raunverulega afmörkuð? Erfðabreytingar eru ekki jafn saklaus aðgerð og Eiríkur Stein- grímsson gefur í skyn, það er algjör blekking að hunsa álit annarra vís- indamanna í þágu eigin hagsmuna. Það hefur enginn einkarétt á að fjalla um þær fjölmörgu spurningar sem þetta vekur. Að útiloka t.a.m. almenning frá umræðunni og hrópa „hjávísindi“ eru nú þekkt vinnu- brögð hjá vísindamönnum sem ekki treysta sér til að skoða aðra hlið á málum en sína eigin. Síðan hvenær urðu vísindin hafin yfir gagnrýni, umræðu og sátt? Ræktun EBL er eitt umdeildasta mál heims þessa stundina og hefur verið lengi, það eru ekki bara 4-5 Ís- lendingar einir í heiminum að spyrja spurninga. Heilt regluverk hefur verið samið í ESB sem gildir í EES, öll 27 löndin ásamt Noregi og Íslandi hafa innleitt lög og reglu- gerðir sem þrengja mjög að þessari ræktun, mörg lönd og nú ríki í BNA tilkynna sig „GMO-free“ eða Svæði án erfðabreyttra lífvera. Það er al- veg sama hversu mikið sumir vís- indamenn á Íslandi eru hlynntir ræktun EBL, það verða allir að fara að lögum landsins og heildstætt áhættumat á ræktun Orf hefur ekki farið fram. Eingöngu dreifing og víxlfrjóvgun byggs hefur verið könnuð en ekki áhrif erfðabreytinga eða vaxtaþátta ef þeir sleppa í um- hverfið. Staðhæfing framleiðandans jafngildir ekki óháðu áhættumati. Ólíkt því sem gefið er í skyn í greininni er langt frá því að allir vís- indamenn séu sammála því að EBL séu skaðlausar heilsu manna, dýra og umhverfi sínu. Þeir sem þora að vera ósammála eru bara lagðir í ein- elti af vísindamönnum sem vinna fyrir iðnaðinn. Þetta þekkjum við líka hér á landi. Það væri einnig fróðlegt að fá nánari upplýsingar frá Berki um það, hvernig vott- unarstofa getur verið hags- munaaðili. Orf reyndi að kasta rýrð á orð- spor og hlutleysi Gunnars Á. Gunn- arssonar frá Vottunarstofunni Tún þegar hann var tilnefndur af um- hverfisráðherra í ráðgjafanefnd um EBL á sínum tíma, en lögfræðingar Orf reyndu að bola honum út úr nefndinni. Eftir þá atlögu komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert athugavert við þessa tilnefningu. Þarna er fréttaskýring blaðamannsins fyrir neðan allar hellur. Í umfjöllun Barkar ber Nátt- úrulækningafélagið í Hveragerði á góma sem er skráð svæði án erfða- breyttra lífvera en þar hefur verið lögð stund á lífræna ræktun frá því löngu áður en stofnendur Orf fóru í háskólanám, hvað þá kusu að nota gróðurhús í túnfætinum hjá þeim. NLFÍ bað ekki Orf að velja sér stað í næsta nágrenni, enda eru EBL bannaðar í lífrænni ræktun. Fyrir þann sem er með vottaða starfsemi getur slíkt návígi valdið því að líf- ræna vottunin verði afturkölluð. En það er líklegt að Orf og vís- indamenn sem gæta hagsmuna þeirra láti sig það litlu varða. Eftir Dominique Plédel Jónsson »Ræktun EBL er eitt umdeildasta mál heims þessa stundina og hefur verið lengi, það eru ekki bara 4-5 Ís- lendingar einir í heim- inum að spyrja spurn- inga. Dominique Plédel Jónsson Höfundur er formaður Slow Food í Reykjavík. Ég er ekki vísindamaður, það var verra Hjálmar Hjálm- arsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, vinnur nú ötullega að því að uppfylla kosningalof- orð sitt um að gera Kópavog skemmti- legri og lyfta stjórn- málunum á hærra plan. Síðasta framlag hans er grein í Mbl. 7. febrúar þar sem hann líklega ætlaði að mæla fyrir „þjóðstjórnartillögum“ sínum en tókst ekki betur upp en svo að greinin varð níð um Gunnar I. Birgisson. Það er auðvitað skemmtilegt fyrir okkur sjálfstæðismenn að fá svona úttekt á því hvað Gunnar er ósamstarfshæfur og hafi sennilega aldrei búið yfir þeim hæfileika að starfa með öðrum. Ástæða þess að þetta hefur alveg farið fram hjá okkur í þessi 22 ár sem Gunnar hefur komið að stjórn Kópavogs var kannski sú að við vorum svo upptekin við að byggja upp bæinn okkar úr því að vera hálfgerður svefnbær í eitt öflugasta sveitarfé- lag landsins. Þetta tókst Gunnari í góðu samstarfi við þann mæta mann Sigurð Geirdal sem var reyndar í forsvari sem bæjarstjóri í 15 ár þrátt fyrir að flokkur hans væri mun minni en Sjálfstæð- isflokkurinn. En takk fyrir ábend- inguna. Ekki síður er fínt að fá dóm Hjálmars um það hvað Gunnari gengur illa að vinna með flokks- systkinum sínum sem hann telur vera til vansa í bæjarstjórninni. Hann nefnir hundrað dæmi sem gaman væri að fá nánari útlistun á. Það eru til dæmi þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki sammála, ekki bara Gunnar heldur hin þrjú líka, en skyldu þau vera fleiri en í meirihlutanum sáluga sem sprakk vegna ósættis og ágreiningsmála? Er Hjálmar ekki forseti bæjarstjórnar í þeim félagsskap og var því í lykilað- stöðu til að nýta samstarfshæfi- leika sína til sátta og samstöðu? Fáum við kannski námskeið hjá Hjálmari hvernig á að hlúa að samstarfi meirihluta og minni- hluta? Í dag kallar hann það reyndar „kjaftæði“ svo að það var kannski ekki nema von að honum mistæk- ist að notfæra sér „samstarfshæfileika“ til að halda saman „starfhæfum meiri- hluta“. Töfralausn fyrir nýja tíma Nú vill Hjálmar „þjóðstjórn“ í Kópavogi þar sem allir taka af- stöðu eftir því hvernig þeir eru stemmdir í það og það skiptið. Sumir kalla þetta samræðustjórn- mál og aðrir ný og betri vinnu- brögð. Og nú vandast málið. Hverjum á Gunnar t.d. að fylgja í svona „allir á móti öllum“-stjórn til að geta talist samstarfshæfur? Nei, svona hænsnakofapólitík verður til þess að kjörnir fulltrúar geta skotið sér undan ábyrgð þeg- ar þeim hentar og engum um að kenna því allir eru jú vinir. Velja ekki kjósendur fulltrúa til að framfylgja stefnum og skýrum kosningamálum en ekki óskil- greindum hugmyndum sem kann að skjóta upp í kolli kjörinna full- trúa þegar þeir eru í stuði? Af hverju ætli fáir hlusti á „þjóðstjórnartillögur“ Hjálmars? Þar gæti tvennt komið til. Ann- aðhvort eru þær hreinlega ekki nothæfar eða flestir hinna bæj- arfulltrúanna telja ekki vænlegan kost að taka mark á hugmyndum hans. Ef hann er viss um að þetta séu góðar tillögur þá er nú farið að fjúka í flest skjól. Eða eru kannski allir hinir 10 bæjarfull- trúarnir svona þröngsýnir eða hafa óheilbrigðar ástæður til að vilja ekki taka upp frábærar hug- myndir Hjálmars? Nóg komið af illsku og hatri Góður félagi sagði við mig um daginn að nóg væri komið af því að fólk væri í vinnu við að hata, því oftast væri það byggt á ósann- indum fárra einstaklinga með ann- arleg markmið. Þessu hefur óspart verið beitt á Gunnar I. Birgisson, sbr. grein Hjálmars, og Samstarfshæfni Hjálmars Eftir Jóhann Ísberg Jóhann Ísberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.