Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Blóðsúthellingarnar í Sýrlandi hafa vakið umræðu í Bandaríkjunum og fleiri löndum um hvort sjá eigi sýr- lenskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum til að efla þá í baráttunni við hersveitir sem hafa orðið þúsundum manna að bana í linnulausum árás- um á borgina Homs og fleiri byggð- ir. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, forsetaefni repúblik- ana í síðustu kosningum, er á meðal bandarískra þingmanna sem vilja að stjórnin í Washington íhugi þann möguleika að vopna sýrlensku upp- reisnarmennina. „Hún ætti að íhuga alla kosti, meðal annars að vopna stjórnarandstöðuna. Blóðsúthelling- unum verður að linna,“ hefur frétta- vefur CNN eftir McCain. Stjórn Baracks Obama forseta hefur sagt að hún sé ekki hlynnt því að uppreisnarmönnunum verði séð fyrir vopnum, að svo stöddu að minnsta kosti. Stjórnin kveðst ætla að einbeita sér að því að byggja upp tengsl við sýrlensku stjórnarand- stöðuna og beita einræðisstjórnina þrýstingi með hertum efnahags- legum refsiaðgerum. Myndi auka líkur á borgarastyrjöld Bandarískir embættismenn við- urkenna þó að ólíklegt er að refsiað- gerðir beri tilætlaðan árangur. Grannríkin Írak, Íran og Líbanon hafa hafnað viðskiptaþvingunum gegn stjórninni í Sýrlandi. Los Angeles Times hefur eftir nokkrum bandarískum stjórnarer- indrekum að líklegast sé að arabaríki á borð við Sádi-Arabíu eða Katar vopni uppreisnarmennina og Banda- ríkjastjórn láti sem hún viti ekki af því. Slík aðstoð myndi auka líkurnar á langvinnri borgarastyrjöld og enn meiri blóðsúthellingum í Sýrlandi, líkt og gerðist í Írak og Líbanon. Líklegt er að í slíku stríði myndi stjórn Sýrlands njóta stuðnings sjíta sem eru í meirihluta í Íran og Írak og áhrifamiklir í Líbanon. Flestir sýr- lensku uppreisnarmennirnir eru úr röðum súnníta sem eru í meirihluta í Sýrlandi og langflestum löndum Arababandalagsins. Óttast að íslamistar komist til valda Ákveði arabalöndin eða vestræn ríki að vopna sýrlensku stjórnarand- stöðuna er hugsanlegt að vopnin komist í hendur íslamskra öfga- manna sem berjast fyrir íslömsku ríki frekar en lýðræði. Minnihlutahópar í Sýrlandi, þeirra á meðal kristnir menn, óttast mjög að borgarastríð verði til þess að íslamskir öfgamenn taki við völdunum af Assad- fjölskyldunni sem hefur stjórnað land- inu í 40 ár. Þótt hernaðaríhlutun sé ólíkleg er hugsanlegt að samkomulag náist um að senda vopnaða eftirlitsmenn til Sýrlands í því skyni að tryggja að hægt verði að koma hjálpargögnum á svæði sem hafa orðið fyrir árásum sýrlenska hersins. Á að vopna uppreisnarmennina? AP Uppreisnarlið Liðsmenn uppreisnarhers, sem nefnist Frjálsi sýrlenski herinn, á æfingu nálægt borginni Idlib.  Vaxandi umræða í Bandaríkjunum um þann möguleika að sjá stjórnarandstæðingum í Sýrlandi fyrir vopnum en stjórnin ljær ekki máls á slíkri aðstoð  Líklegra er að arabaríki vopni uppreisnarmennina Sýrlenskar hersveitir héldu áfram hörðum árásum á borg- ina Homs og fleiri staði í Sýr- landi og urðu tugum manna að bana í gær. Daginn áður hafði Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, sagt á fundi með utanríkisráðherra Rússlands að sýrlenska stjórnin væri stað- ráðin í því að binda enda á blóðsúthellingarnar. Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, varaði vest- ræn ríki og arabalönd við því að reyna að binda enda á mann- drápin með hernaðaríhlutun. Hann sagði að slíkar aðgerðir væru eins og að senda „naut í postulínsverslun“. Frakkar og Bretar sögðust hafa litla trú á tilraunum Rússa til að stöðva manndrápin og yfirlýsingum Assads um að hann vildi ná samkomulagi sem byggðist á friðaráætlun Araba- bandalagsins. Mannréttindahreyfingar segja að minnst 62 hafi beðið bana í árásunum í gær, þeirra á meðal þrjár fjölskyldur, m.a. þrjú börn. Neyðarástand er í Homs vegna matvæla- og vatns- skorts og rafmagnsleysis vegna linnulausra sprengjuárása. Neyð í Homs TUGIR BIÐU BANA Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is Erum byrjuð að taka á móti verkum fyrir næsta listmuna- uppboð okkar. Áhugasamir hafi samband við Ólaf Morthens í síma 893 9663 eða oli@gasar.is. Alfreð Flóki Kona Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka. 10%+ virðisaukaskattur Söluþóknun Áhrif flugs á Íslandi Hafa flugsamgöngur meiri áhrif á eyríki langt úti í Atlantshafi en ríki á meginlandi Evrópu? Hver eru áhrif flugs á Íslandi? Að undanförnu hefur hið þekkta rannsóknarfyrirtæki Oxford Economics unnið að úttekt á efnahagslegum áhrifum flugstarfsemi í 55 löndum um allan heim í samstarfi við IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga. Nú er skýrslan um Ísland komin út og á fundinum verða athyglisverðar niðurstöður hennar kynntar undir fundarstjórn hinnar góðkunnu sjónvarpskonu Þóru Arnórsdóttur. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Efnahagslegur ábati af flugrekstri á Íslandi Kynning á niðurstöðum skýrslu Oxford Economics Julie Provici, hagfræðingur IATA Pallborðsumræður um efni skýrslunnar Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og atvinnumálaráðherra Pétur K. Maack, flugmálastjóri Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fáið nýjustu upplýsingar um samgöngumál á Íslandi beint í æð. Vinsamlega skráið þátttöku á info@saf.is. Aðgangur er ókeypis. Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 8:30-9:45. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 58 35 4 02 /1 2 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.