Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 -kr.900.verðlækkun ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Í sumar verður loksins hægt að ganga frá flugvellinum að samfelldri byggð í innbænum, án þess að leggja sig í verulega hættu. Nú er nefnilega unnið að því að leggja flottan göngu- stíg meðfram Drottningarbrautinni, norður undir skautahöllina.    Annað mál er hvort einhver nennir að stika með töskuna sína þessa leið. Það kemur í ljós. Göngu- leiðin verður a.m.k. falleg; jafnvel hægt að bjóða elskunni sinni í spássitúr með útsýni yfir innbæinn og sólsetur í fjarska...    Í vikunni hefur verið mokað út úr Íslandsbanka! Enginn verður þó sóttur til saka – búið er að tæma bankaútibúið við Skipagötu tíma- bundið og starfsemin flutt yfir í hús- næðið þar sem Byr var, steinsnar frá. Starfsemin, eftir sameiningu, verður þar sem Íslandsbanki var til húsa, en nú er verið að taka það allt í gegn. Þegar blaðamaður gekk þar hjá í vikunni var maður fyrir innan við gluggann með skóflu og mokaði innihaldinu upp í hjólbörur...    Hanar búsettir á Akureyri nú fá að lifa þar til kallið kemur af ein- hvers konar líffræðilegum sökum. Samþykkt var í bæjarstjórn í vik- unni að hanar verði einungis leyfðir á lögbýlum – sveitabæjum innan bæjarmarkanna – en samþykktin er ekki afturvirk þannig að Hrólfur og synir hans tveir, Oddur Helgi og Böðvar, sem búa við Norðurgötu, þurfa ekkert að óttast.    „Það er mikilvægt að taka fram að engar formlegar kvartanir hafa borist Akureyrarbæ vegna hænsna- halds í bænum og því verður ekki séð að hér sé um verulegt vandamál að ræða sem girða þarf fyrir,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar.    Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti einróma á þriðjudaginn bók- un þar sem lögð er áhersla á að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist hið fyrsta. „Gerð ganganna er mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast um Norðurland, eykur umferðaröryggi og eflir atvinnulíf,“ segir þar.    Í bókun bæjarstjórnar er minnt á að aðrar samgöngubætur á sam- gönguáætlun muni ekki líða fyrir framkvæmd Vaðlaheiðarganga né heldur önnur brýn verkefni, t.d. í heilbrigðisþjónustu, þar sem fram- kvæmdin verður fjármögnuð með veggjöldum ganganna. „Jafnframt vill bæjarstjórn benda á að ríkis- sjóður fær um þrjá milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á fram- kvæmdatíma ganganna.“    Bókun bæjarstjórnar endar á þessum orðum: „Í skýrslu IFS Greiningar sem unnin var fyrir fjár- málaráðuneytið er meginniður- staðan sú að helstu forsendur um stofnkostnað og rekstur séu innan raunhæfra marka en lagt til að eigið fé félagsins verði aukið. Bæjarstjórn Akureyrar telur eðlilegt að taka tillit til þessara ábendinga og lýsir yfir vilja sínum til að koma að aukningu hlutafjár í samstarfi við aðra hlut- hafa. Bæjarstjórn skorar jafnframt á Alþingi að ljúka málinu sem fyrst svo hægt verði að hefjast handa við þessa mikilvægu framkvæmd.“    Ein þekktasta sinfónía Beetho- vens, sú sjöunda, hljómar í Hofi á sunnudaginn. Á efnisskránni er einnig frumflutningur á nýju ís- lensku tónverki eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Um er að ræða píanókons- ert þar sem einleikarinn Peter Máté, einn fremsti píanóleikari Íslendinga, kemur fram, en Jón samdi verkið sérstaklega fyrir hann.    Kalli Örvars og Kóngulærnar frá Mars flytja bestu lög David Bo- wie á Græna hattinum annað kvöld. Á laugardaginn flytur Sigríður Thorlacius þar frönsk dægurlög með einvalaliði undurleikara. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spássitúr? Verið er að gera göngustíg meðfram Drottningarbrautinni, frá flugvellinum norður að skautahöllinni. Hrólfur og synir geta andað léttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.