Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 .000! Vertu í hópi þeirra bestu. Hönnun Ford er gegnheil og tekur mið af þér og þínum, allri fjölskyldunni - stórum sem smáum. Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Nýttu þér Þorratilboðið: seldu okkur gamla bílinn þinn og kauptu Ford Kuga Titanium S AWD. Veldu Ford. Komdu í Brimborg í dag. skoðaðu Þorratilboðið Opið 9-17 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landgræðslan mun grípa til neyð- arráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir að Skaftá flæði yfir gróð- urlendi í Landbroti í næstu flóðum. Farvegur árinnar hefur hækkað undanfarna mánuði vegna fram- burðar á aur og ösku og er þegar byrjað að flæða inn á jarðir í Land- broti. „Landgræðslan metur þetta ástand alvarlegt. Við munum grípa til neyðarráðstafana sem við vonum að dugi þegar næsta vatnskast kem- ur í Skaftá til að verja það mikla gróðurlendi sem er í vari við þessa garða,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Vatnar yfir varnir Sigurjón Einarsson, eftirlitsmað- ur Landgræðslunnar, skoðaði að- stæður við Skaftá í gær með Einari Bjarnasyni í Eystri-Dalbæ í Land- broti. Hann segir að flætt hafi inn á gróðurlendið í fyrradag. Jökulvatnið hafi farið aðeins yfir varnargarða og á milli þeirra. Jökulfjótin á Suðurlandi bera með sér mikinn aur frá jöklum. Jarðvegs- rof og framburður jókst mjög eftir Grímsvatnagosið í fyrra. Mesta öskufallið var í Skaftárhreppi og er þykkt öskulag næst eldstöðinni. Hefur þetta haft áhrif víða. Þannig hefur stöðugt þurft að grafa upp úr Svaðbælisá undir Eyjafjöllum til þess að hringvegurinn rofni ekki. Fleiri ár þar valda bændum erfið- leikum. Nú er verið að huga að aðgerðum til að verja bæinn Hvol í Fljótshverfi vegna aukins framburð- ar í Hverfisfljóti og Brunná. Vatnavextir hafa verið undan- farna daga í Skaftá vegna rigninga og leysinga. Nú er lítið borð fyrir báru því aurframburður hefur hækkað farveg árinnar svo mikið að farið er að flæða yfir bakka sem voru hálfan annan metra yfir vatnsborði fyrir ári. Farvegur árinnar er nú mun hærri en landið á bak við varn- argarðana og því er mikið gróður- lendi í Landbroti og austasti hluti Meðallands í hættu, að sögn land- græðslumanna. Mokað upp á bakka Spáð er úrkomu næstu daga. Því telur Landgræðslan þörf á að grípa strax til aðgerða til að verja Land- brotið. Verður það gert í samráði við sveitarstjórn Skaftárhrepps. Sigurjón reiknar með að byrjað verði á því að moka efni upp úr far- veginum til að hækka bakka og varn- argarða. Verið er að fara yfir það hvar brýnast er að vinna en hann tel- ur að hækka þurfi varnir á nokkurra kílómetra kafla. Reiknað er með að byrjað verði á verkinu í dag eða á morgun. Þá vinnst tími til að huga að var- anlegri varnargörðum. „Við munum hefja hönnun á varnargörðum sem við teljum að muni verja þetta verð- mæta gróðurlendi frá jörðunum í Landbroti,“ segir Sveinn land- græðslustjóri. Gróður Landbrots í hættu  Landgræðslan grípur til neyðarráð- stafana til að verja gróðurlendi í Land- broti fyrir ágangi Skaftár Ljósmynd/Sigurjón Einarsson Landbrot Skaftá fór aðeins upp á bakka sína í Landbroti í fyrradag. Lítið þarf að bætast í ána til þess að stór- skemmdir verði á gróðurlendi. Í fjarska sést til Síðu og Kirkjubæjarklausturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.