Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Aðalefni fundarins verður umfjöllun um skýrslu úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem kynnt var sl. föstudag. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins fara yfir umfjöllun um sjóðinn í skýrslunni og svara fyrirspurnum fundarmanna. Hægt verður að fylgjast með fundinum á heimasíðu sjóðsins, lifeyrir.is, og hefst útsending kl. 17.30. Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Sjóðfélagafundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl.17.30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Sjóðfélagafundur E N N E M M / S ÍA / N M 50 38 3 Sala á áfengi var 2,3% minni í janúar í ár en sama tímabil í fyrra. Í lítrum talið er munurinn 25 þúsund lítrar. Samdráttur í sölu er talsvert meiri í bjór en léttvíni. Þannig dróst sala á bjór saman um 3% á meðan rauðvín og hvítvín dregst saman minna en 1%. Hins vegar varð 2,2% aukning á sölu blandaðra drykkja. Ef litið er lengra aftur í tímann og salan í janúar í ár borin saman við söluna fyrir tveimur árum þ.e. 2010 þá seldust tæplega 8% færri lítrar í ár. Sala á ókrydduðu brennivíni og blönduðum drykkjum hefur dregist verulega saman. „En athygli vekur að nú er selt tæplega 5% meira af hvít- víni en fyrir tveimur árum en minni munur er á sölu rauðvíns en nú er selt tæplega 1% meira af rauðvíni en árið 2010,“ segir á vef ÁTVR. Landinn byrjar rólega í drykkjunni Morgunblaðið/Sigurgeir S. Joanna Marcin- kowska hefur verið ráðin sem pólskumælandi ráðgjafi innflytj- enda hjá Reykja- víkurborg. Jo- anna starfar á þjónustuskrif- stofu Reykjavík- urborgar á Höfðatorgi og mun aðstoða og veita upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar á pólsku. Pólverjar eru fjölmennastir inn- flytjenda í borginni, um 3.300 manns eða um 30% af innflytjenda- samfélaginu í Reykjavík. Ný könn- un meðal pólskra félagsmanna stéttarfélagsins Eflingar leiðir í ljós að einungis þrettán prósent þeirra telja sig geta haldið uppi samræð- um á íslensku, segir í tilkynningu. Stofnað hefur verið nýtt síma- númer þar sem Joanna veitir upp- lýsingar um þjónustu Reykjavíkur- borgar á pólsku. Símanúmerið er: 4 11 11 40. Borgin rekur nú þegar vefsíður þar sem veittar eru allar upplýsingar um þjónustu borgar- innar á pólsku og ensku og frétta- þjónustu á sömu tungumálum. Slóð- in á pólska vefsvæðið er http://www.reykjavik.is/polska. Pólskumælandi ráð- gjafi tekur til starfa Joanna Marcinkowska Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar föstudaginn 10. febrúar kl. 12:00-14:00 í Setr- inu, Grand hóteli. Fjallað verður um nýútkomna skýrslu um lífeyris- sjóðirna. Á fundinum munu Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, Kristján Geir Pétursson, lögfræð- ingur og starfsmaður nefndar- innar, og Héðinn Eyjólfsson, við- skiptafræðingur og nefndarmaður, fara yfir lagalegt umhverfi lífeyris- sjóða og helstu niðurstöður skýrsl- unnar varðandi fjárfestingar og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Að loknum erindum verða fyrir- spurnir og umræður en fundi lýkur kl. 14:00. Fundarstjóri verður Kristín Edwald hrl., formaður LÍ. Skýrslan rædd Skákkeppni vinnustaða 2012 fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 17. febrúar nk. og hefst kl. 19.30. Þetta er liðakeppni/sveitakeppni og tefla þrír í hverju liði. Vinnu- staðirnir geta sent fleiri en eitt lið til keppni. Umhugsunartími er 10 mínútur á mann. Allar frekari upplýsingar og skráningarform er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is. Vinnustaðir keppa STUTT Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég tel mig hafa axlað þá miklu ábyrgð sem fylgir setu í stjórn líf- eyrissjóðs eftir minni bestu getu og sannfæringu á umliðnum árum, við mishagstæðar aðstæður með hags- muni sjóðfélaga að leiðarljósi, og mun gera það áfram á meðan þess er óskað,“ segir Maríanna Jónas- dóttir, stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, að- spurð hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í kjölfar lífeyrissjóða- skýrslunnar. Hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá því fyrir hrun og var m.a. stjórnarformaður árið 2008. Í skýrslunni um lífeyrissjóðina, sem kynnt var sl. föstudag, kom m.a. fram að LSR hefði tapað ríflega 100 milljörðum króna á árunum 2008- 2010, eða um þriðjungi eigna sjóðsins eins og þær voru metnar í árslok 2007. Maríanna segir skýrsluna vera hina gagnlegustu og vert að taka fullt mark á henni. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafi stjórn LSR hvorki brotið lög um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða né lög um LSR, við ákvarðanir sínar á árunum fyrir hrun. Fjárfest- ingar sjóðsins hafi allar verið innan marka almennu lífeyrissjóðslaganna og ákvarðanir teknar í góðri trú, byggðar á fyrirliggjandi upplýsing- um á hverjum tíma. „Í ljós hefur komið, og það raunar fyrir útkomu umræddrar skýrslu, að í vissum tilvikum hafa þær upplýs- ingar reynst rangar,“ segir hún og tekur dæmi af kaupum á víkjandi skuldabréfi í Glitni í mars 2008. Það mál sé í réttum farvegi fyrir dóm- stólum landsins. Má draga lærdóm „Á hinn bóginn er ljóst þegar litið er í baksýnisspegilinn, í þessu efni eins og ýmsum öðrum, að ýmislegt hefði mátt betur fara, bæði varðandi frekari upplýsingagjöf eða form- festu í vissum tilvikum. Það er sá lærdómur sem draga má af niður- stöðum skýrslunnar,“ segir Marí- anna. Stjórnarformaður LSR segist hafa axlað ábyrgð  Ætlar að halda áfram í stjórn á meðan þess er óskað Maríanna Jónasdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með endurnýjun á uppsjávarskipum sínum hefur Síldarvinnslan yngt skipin upp um rúmlega 70 ár. Í gær- morgun kom nýr Börkur til Nes- kaupstaðar og fagnaði hópur bæjar- búa komu skipsins. Það heldur væntanlega til loðnuveiða í kvöld. Nýja skipið hét áður Torbas og er keypt frá Noregi. Það er smíðað árið 2000 og leysir af hólmi eldri Börk, sem smíðaður var 1968. Í júní 2010 kom nýr Beitir til Norðfjaðar, en það skip er smíðað árið 1998 og kom í stað skips með sama nafni, sem smíðað var 1958. Auk þessara skipa verður gamli Börkur, nú Birtingur NK 124, áfram á loðnuveiðum út vertíðina. Landað í Helguvík í gær Skipstjóri á Berki NK 122 verður Sturla Þórðarson, sem síðustu ára- tugi hefur verið mikill aflaskipstjóri á Berki og Beiti. Sturla var síðasta haust valinn skipstjóri ársins þegar íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent. Síldarvinnslan starfrækir full- komið fiskiðjuver í Neskaupstað, þar sem m.a. fer fram frysting á bol- fiski og uppsjávarfiski. Á yfirstand- andi loðnuvertíð hefur loðnu verið landað hjá fiskimjölsverksmiðjum fyrirtækisins í Neskaupstað og Seyðisfirði. Í gær landaði Bjarni Ólafsson AK síðan fyrstu loðnu ver- tíðarinnar í bræðslunni í Helguvík. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Börkur NK 122 Nýja skipið kom til Neskaupstaðar frá Noregi í gærmorgun og tók sig vel út á Norðfirðinum. Hafa yngt uppsjávarskip- in upp um rúmlega 70 ár Í brúnni Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og aflaskipstjórinn Sturla Þórðarson, sem verður með nýja skipið.  Mikil breyting hjá Síldarvinnsl- unni með nýjum Berki og Beiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.