Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 ✝ Bjarni Þórð-arson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1936. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítalans, fimmtudaginn 2. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Valgerður Jó- hannesdóttir f. 24. september 1909, d. 29. desember 2003 og Þórður Bjarnason bókari f. 4. janúar 1901, d. 9. janúar 1976. Systkini Bjarna eru Viðar f. 28. febrúar 1931, Hrafnhildur f. 1. ágúst 1932, d. 10. febrúar 2000, Jóhannes f. 1. maí 1938 og Þóra Vala f. 1. apríl 1954. Bjarni kvæntist 13. febrúar 1960 Krist- ínu Guðmundsdóttur lífeinda- fræðingi f. 19. janúar 1942. Krist- ín er dóttir hjónanna Þórdísar Guðjónsdóttur og Guðmundar Erlendssonar vélstjóra. Fóstur- foreldrar Kristínar voru Val- gerður Erlendsdóttir og Jóel Fr. Ingvarsson skósmíðameistari. Dætur Bjarna og Kristínar eru: 1) Þórdís hæstaréttarlögmaður f. 3. október 1959, maki Dagur Jónsson og dætur þeirra eru Vera f. 1989, Vaka f. 1994 og tryggingafélög. Bjarni gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina og tók mjög virkan þátt í ýmsum hagsmunasamtökum tryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra félaga. Hann var for- maður Landssambands lífeyr- issjóða frá 1969 til 1984. Sat í stjórn Sambands íslenskra trygg- ingafélaga 1985-2000. Var í end- urskoðunarnefnd lífeyriskerf- isins 1976-1984 og jafnframt í ýmsum stjórnum og nefndum um lífeyris- og tryggingamál. Hann var stofnfélagi í Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og sat þar í stjórn í áraraðir. Einnig sat hann í stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar um árabil. Eftir hann liggur fjöldi blaðagreina um líf- eyris- og tryggingamál. Bjarni var virkur félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Hann var um- dæmisstjóri Rótarýhreyfing- arinnar á Íslandi 2003-2004. Hann gegndi mörgum störfum fyrir Rótarýhreyfinguna bæði hér á landi og erlendis. Bjarni ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð, utan námsáranna í Kaup- mannahöfn. Á unglingsárum og þar til hann lauk námi starfaði hann á sumrin í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Útför Bjarna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Vala f. 2000. 2) Hild- ur arkitekt f. 20. mars 1962, maki Hjörtur Hjartarson, börn hennar og fyrrv. maka, Björns Skaptasonar eru Úlla f. 1989, Bjarni Orvar f. 1994 og Breki f. 1997. 3) Valgerður dokt- orsnemi í málvís- indum f. 16. mars 1970, maki Þórhallur Ágústsson og börn þeirra eru Kristín Ísold f. 2003 og Ágúst Atli f. 2007. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1960 og cand. act. prófi í tryggingastærðfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1964. Hann starfaði við tryggingafræðilega ráðgjöf frá 1964-1973 og var jafnframt framkvæmdastjóri Sambands íslenskra trygginga- félaga 1967-1973. Bjarni hóf störf sem aðstoðarframkvæmd- arstjóri Íslenskrar endurtrygg- ingar 1974 og var fram- kvæmdastjóri þar 1979-2008. Hann starfaði sem ráðgefandi tryggingastærðfræðingur frá árinu 2000 fyrir lífeyrissjóði og Mig langar að minnast Bjarna Þórðarsonar, tengdaföður míns, sem lést 2. febrúar eftir stutta legu en nokkurn aðdraganda. Bjarni verður minnisstæður þeim sem hann þekktu vegna fágætra mannkosta en þeirra nutum við ríkulega, sem næst honum stóð- um. Bjarni bjó að langri reynslu og þekkingu á íslensku samfélagi, þróun þess síðastliðna áratugi, veikleikum og styrk. Hann vissi vel af samhengi hlutanna þegar kom að fjármálum og hafði alltaf vel rökstuddar sannanir fyrir áliti sínu. Sérgrein Bjarna var ein þeirra fræðigreina sem að fáir hafa mikið inngrip í en varðar flesta meira eða minna, fyrr eða síðar. Sú ábyrgð sem því fylgir var honum vel ljós og honum var ítrekað treyst fyrir trúnaðarstörf- um, hvort heldur sem um var að ræða í félagsmálum eða viðskipt- um. Því trausti brást Bjarni Þórð- arson aldrei. Aðrir munu rekja starfsferil tryggingastærðfræðingsins Bjarna Þórðarsonar og þátt hans í tryggingum og endurtryggingum íslenskrar þjóðar eða málefnum lífeyrissjóða en huga okkur stend- ur næst sá Bjarni Þórðarson sem var afi barnanna okkar. Hann var sérlega barngóður og óþreytandi við að sinna börnum dætra sinna. Velferð þeirra var honum efst í huga. Smábörn náðu sérstaklega til hans og hann var fyrirmynd- arafi þegar kom að því að gæta þeirra um lengri eða skemmri tíma. Í dagsins önn gaf hann sér alltaf tíma til þess að sinna sínum nánustu og saman sköpuðu hann og Kristín – hans tryggi lífsföru- nautur, þann vettvang sem þurfti til þess að fjölskyldan gæti varið saman dýrmætum samverustund- um. Bjarni hafði mikið yndi af ferðalögum og undanfarna ára- tugi fóru hann og Kristín bókstaf- lega heimshorna á milli. Lang- ferðirnar voru stundum margar á ári og ég held að fáir Íslendingar hafi komið jafn víða við. Mér er minnisstætt að fyrir rúmum ára- tug vorum við saman á gangi eftir götu í einhverri smáborg í Flór- ída, snemma morguns í janúar, hann í skyrtu með sólgleraugu og í stuttbuxum, hann staldrar við og segir: „Dagur, – þetta fíla ég alveg í botn.“ Ég varð dálítið hissa því Bjarni var mikill málvöndunar- maður. Ég ætla að geyma í huga mér nákvæmlega þetta minning- arbrot um Bjarna Þórðarson þótt minningarnar séu miklu fleiri. Ég kveð Bjarna Þórðarson með virðingu og þökkum. Fjölskylda Bjarna sendir bestu þakkir til starfsfólks deild 11B og 11G á Landspítala við Hringbraut sem annaðist hann af umhyggju, hlýju og virðingu. Dagur. Okkur langar að kveðja tengdaföður minn og afa okkar með nokkrum orðum. Afi Bjarni, eins og hann var kallaður hér eftir að börnin fæddust, var tíður gest- ur á heimili okkar í Svíþjóð. Þegar afi var í heimsókn var alltaf rjómi í sprautukönnu og fleira góðgæti í ísskápnum, fartölva, cappuccino- bolli og blöð með sudoku-þrautum á eldhúsborðinu. Hann gisti í afa- herbergi eins og börnin kölluðu gestaherbergið og þangað inn fannst þeim gott að koma og láta lesa fyrir sig eða spjalla. Oft var hann hér á jólum og einnig reyndi hann að koma sem oftast í barna- afmælin. Hann komst þó ekki í fimm ára afmæli Ágústs en þann dag lagðist hann inn á spítala í síð- asta sinn. Það var svo einmitt á fimm ára afmæli Kristínar fyrir rúmum þremur árum sem hann greindist með þann sjúkdóm sem lagði hann svo að velli. Það er margs að minnast og það sem stendur upp úr eru ferða- lög fjölskyldunnar. Afa þótti fátt skemmtilegra en að ferðast, kanna nýjar slóðir, fara á kaffihús í útlöndum og reyna að panta á tungumáli landsins. Þá var hann í essinu sínu og ekki síst þegar hann var umvafinn fjölskyldu sinni á ferðalagi. Minnisstæðast er þegar öll fjölskyldan var saman í höllinni í Frakklandi á sjötugs- afmæli hans sem og skíðaferðin til Ítalíu tveimur árum síðar. Önnur ógleymanleg Ítalíuferð var þegar Kristín var átta mánaða og við fór- um með afa og ömmu til Sorrento, keyrðum eftir Amalfi-ströndinni, fórum til Capri og enduðum svo í Róm. Í fjölskylduferðunum var hann alltaf fyrstur á fætur á morgnana og var búinn að kaupa morgumat fyrir alla áður við hin vorum vöknuð. Börnin minnast helst göngu- ferða á Víðistaðatúnið, að fara að gefa hestunum við Garðakirkju, skoða bátana niður á höfn og þeg- ar afi færði þeim og ömmu morg- unmat í rúmið. Afa Bjarna verður sárt saknað. Elsku amma, þú átt alla okkar samúð og mundu að hingað ertu alltaf velkomin. Þórhallur Ágústsson, Kristín Ísold Þórhallsdóttir, Ágúst Atli Þórhallsson. Elsku afi okkar er látinn eftir viðburðaríka ævi. Hann var frá- bær og okkur þótti óendanlega vænt um hann því hann hugsaði alltaf svo vel um okkur og alla sem voru í kringum hann. Hann kenndi okkur svo margt, vildi allt- af að okkur gengi vel og var alltaf reiðubúinn að aðstoða. Það er skrýtið að hann sé farinn því hann var okkur fjölskyldunni svo ná- kominn og nálægur. Hann gerði svo mikið til að gleðja fjölskyldu sína og var fjarskalega gjafmild- ur. Takk fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér, elsku afi, við munum aldrei gleyma öllum ferðalögunum og öllu því skemmtilega sem við brölluðum saman. Hann studdi okkur og var alltaf til staðar þegar við þurftum. Við hefðum viljað eiga lengri tíma með þér, en við vitum að þú ert kominn á betri stað og að þér líður miklu betur. Þú verður alltaf í hjarta okkar. Vera, Vaka og Vala. Afi var svo afskaplega klár. Svo klár að við göptum oft yfir þeim fróðleik sem hann bjó yfir. Þegar þátturinn „Viltu vinna milljón?“ var sýndur í sjónvarpinu fyrir mörgum árum, bað Úlla afa ákaft að taka þátt, því hún hugsaði að hann væri eini maðurinn á landinu sem gæti unnið þennan þátt – því hann einfaldlega vissi allt! En hann var svo hógvær, hló að henni í hvert skipti sem hún bað hann um að fara í þáttinn. Við vorum alltaf svo montin, fannst svo gaman að eiga afa sem var svona ofboðslega gáfaður. Afi var ekki bara fróður um allt milli himins og jarðar, heldur var hann algjör stærðfræðisnillingur. Þar sem við systkinin erfðum ekki þessa stærðfræðihæfileika, hjálp- aði hann okkur mjög reglulega og var tilbúinn að koma dag eftir dag til að aðstoða okkur. Honum var svo annt um að við stæðum okkur vel og alltaf þegar við vorum búin í stærðfræðiprófi hringdum við beint í afa til að segja hvernig gekk og monta okkur yfir ein- kunnum sem við fengum. Hann var alltaf svo ótrúlega stoltur af okkur. Afi Bjarni var einn mesti sæl- keri sem sögur fara af. Hann elsk- aði að borða alls kyns kökur og bakkelsi og þótti flestallt gott ef það var nógu mikið af rjóma með því. Mamma var því alltaf tilbúin með köku og rjómasprautu þegar afi kom í heimsókn til okkar á Hofteiginn. Með hverri stærð- fræðikennslu fékk hann sér stóra sneið og cappuccino og þá gekk kennslan betur fyrir sig. Bjarni Orvar átti sérstakt sam- band við nafna sinn. Afi kom og horfði á körfuboltaleiki hjá honum og sýndi mikinn áhuga á því sem Bjarni var að gera hverju sinni. Við eigum margar góðar minn- ingar um samverustundir með afa. Þegar við vorum yngri vorum við systkinin reglulega gestir á heimili afa og ömmu á Miðvang- inum. Fórum oft saman í ferðalög bæði innanlands og erlendis. Okk- ur er sérstaklega minnisstæð ferð fjölskyldunnar til Frakklands á 70 ára afmæli afa og síðasta ferðalag- ið okkar saman í sumar, í sveit- inni. Elsku afi, við systkinin kveðj- um þig með miklum söknuði, en með fallegar minningar sem lifa í hjörtum okkar. Úlla, Bjarni Orvar og Breki. Vil ég hér minnast frænda míns Bjarna Þórðarsonar, en við Bjarni vorum bræðrasynir. Fjölskylda mín bjó í Hvalfirði á sumrin er hvalvertíð stóð yfir og var ég því þar hvert sumar frá barnsaldri. Bjarni hóf sinn starfs- feril hjá Hval hf. 1950, þá 13 ára gamall, sem aðstoðarmaður í ket- ilhúsinu í Hvalfirði. Starfaði hann þar í þrjár vertíðir, en hóf næst störf á planinu, eins og við köllum það og starfaði þar á vertíðum í um áratug, síðast sem flensari. Einnig hljóp hann í skarðið ef vantaði háseta á hvalbát á vertíð- inni í stuttan tíma. Bjarni var víkingur til vinnu og léku öll störf vel í höndum hans. Hann var því öllum hnútum kunn- ugur hvað varðar hvalveiðar og hvalvinnslu. Þannig umgekkst ég þennan stóra frænda minn á þess- um árum og tókust náin kynni er vörðu alla tíð. Þá var m.a. leitað til Bjarna er próf nálguðust hjá mér í skóla forðum daga og reikningur hafði verið látinn sitja á hakanum í náminu og eitthvað þurfti til bragðs að taka. Var hann ávallt boðinn og búinn að leysa úr mál- inu og gekk allt vel að lokum. Bý ég enn að þeirri aðstoð. Að loknu námi í trygginga- stærðfræði í Kaupmannahöfn stofnaði Bjarni eigin ráðgjafa- skrifstofu. Bjarni var fram- kvæmdastjóri Íslenskrar endur- tryggingar hf. í mörg ár, jafnframt því, sem hann starfaði fyrir ýmsa lífeyrissjóði og samtök þeirra. Faðir minn naut aðstoðar Bjarna í samskiptum við stéttar- félög er tengdust starfsemi Hvals bæði til sjós og lands, enda þekkti hann starfsemina inn og út. Er ég var ráðinn framkvæmdastjóri Hvals að föður mínum látnum naut ég aðstoðar Bjarna við þessi samskipti og margt annað er úr- lausnar þurfti við. Bjarni var mér ómetanleg stoð og stytta við úr- lausn hinna ýmsu mála er upp komu. Hann var úrræðagóður og ávallt gott til hans að leita. Bjarni var ráðhollur og naut virðingar manna beggja vegna borðsins. Hann hafði góða nærveru var lip- ur í samskiptum og sanngjarn. Bjarni hélt ávallt nánum tengslum við marga af fyrrver- andi starfsfélögum sínum úr Hvalnum. Gekkst Bjarni fyrir því að við nokkrir félagar úr Hvalnum komum saman mánaðarlega í kaffi og pönnukökur yfir vetrar- mánuðina nokkur undanfarin ár. Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna samfylgdina, allan trúnað og traust sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu alla tíð. Sömu þakkir flyt ég einnig frá Birnu systur minni og hennar fjöl- skyldu. Við sendum Deddý og systrun- um Þórdísi, Hildi og Valgerði og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig sendum við samúðarkveðjur systkinum Bjarna og fjölskyldum þeirra. Kristján Loftsson. Með sorg í hjarta skrifa ég þessi minningarorð og vil með því votta Bjarna, mági mínum og ein- stökum vini, virðingu mína. Hann greindist með alvarlegan blóð- sjúkdóm fyrir fáum árum en þau hjón tóku því með æðruleysi og létu það ekki trufla daglegt líf sitt. Bjarni var sannarlega vinur vina sinna, greiðvikinn og hjálp- samur. Bjarna hitti ég fyrst þegar Deddý systir mín kynnti hann fyr- ir mér sem kærastann sinn. Hún var þá í Kvennaskólanum en hann í Háskólanum. Ég var í Flens- borgarskóla og Bjarni var mér hjálpsamur við heimanámið í reikningi og ensku. Eitthvað var ég óhress með tímann sem fór í að glósa enskuna en Bjarni kunni ráð við því: „Blessaður vertu ekki að þessu, ég skal bara þýða bókina fyrir þig.“ Það gerði hann og las inn á segulband og slapp ég því við að glósa. Verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir þá aðstoð. Bjarni og Deddý giftu sig og fluttu síðar til Kaupmannahafnar þar sem hann fór í framhaldsnám í tryggingastærðfræði. Ég heim- sótti þau á Solbakken, stúdenta- garð á leið heim frá Mið-Austur- löndum þar sem ég starfaði sem flugmaður. Það var skemmtilegt og notalegt að heimsækja stóru systur og sitja á spjalli við Bjarna mág og kynnast litlu frænku Þór- dísi. Eftir námsárin í Kaup- mannahöfn settust þau að í Hafn- arfirði og þar fæddust tvær dætur, Hildur og Valgerður. Bjarni og Deddý hafa alltaf verið samrýmd hjón og átt góðar sam- verustundir með dætrum, tengda- sonum og barnabörnum. Undanfarin ár hafa þau ferðast víða og notið þess verulega. Við erum saman í félagi með góðu fólki, sem heitir Félag framfara- sinna. Ferðast er um Ísland, menningarstaðir skoðaðir og til- verunnar notið með glensi og gamni. Bjarni á þar stóran hlut, svo fróður um margt og sá hann um öll reikningsskil í félaginu. Síðasta sumar var m.a. farið til Vestmannaeyja og á gangi um bæinn var Bjarni allt í einu horf- inn úr hópnum og kom í ljós að hann stakk sér á fund til að að- stoða félagasamtök um trygg- ingamál. En ekki hafði hann hátt um það og truflaði okkur hin ekk- ert með því, svona var hann greið- vikinn og hjálpsamur eins og áður er nefnt. Hans verður sárt saknað úr okkar hópi en við vitum að fé- lagsmenn okkar, sem kvatt hafa þennan heim, taka á móti honum og ferðast nú saman um nýjar víddir. Hér eru bornar innilegar samúðarkveðjur frá Félagi fram- farasinna. Ég kynntist Bjarna einnig sem félagsmanni í Rotarý- klúbbi Hafnarfjarðar en honum voru falin margvísleg ábyrgðar- störf Rotarýhreyfingarinnar á Ís- landi. Þau hjón voru mjög gestris- in og eigum við margar góðar minningar um samverustundir á heimilinu þeirra. Fyrir öll okkar góðu samskipti fyrr og síðar vilj- um við Ingunn, börnin mín og fjöl- skyldur þeirra votta Deddý, dætr- um, tengdasonum og barnabörnum dýpstu samúð. Erlendur Guðmundsson. Bjarni Þórðarson er til moldar borinn í dag, sá góði drengur. Síð- ast sá ég hann á Grand Hótel, þar sem hann hafði frumkvæði að því að við hittumst reglulega í síðdeg- iskaffi nokkrir gamlir vinir úr Hvalnum. Þá spurði ég hann um heilsuna og gat ekki betur fundið en hún væri góð. Fráfall hans kom því illa við mig. En það var honum líkt að bera sig vel og láta ekki á sér finna. Ég kynntist Bjarna í Hvalnum árið 1954, þá 15 ára gamall og hann 17 ára. Við vorum á Vil- mundarvakt á planinu og fýlungar kallaðir. Við vorum saman í Hval- stöðinni í nær áratug og það er skjótt frá því að segja að með okk- ur tókst djúp vinátta eins og gjarnan verður um vináttu, sem verður til á þessum mótunarárum mannsævinnar. Síðan skildi leiðir og við sáumst sjaldnar en skyldi og var þó eins og við hefðum sést gær þegar við hittumst. Bjarni var forkur duglegur og sópaði að honum á planinu. Hann var verklaginn og dreif aðra með sér, glaður í bragði og átti til smáglettni. En kunni líka að slappa af, þegar lítið var um að vera og bræla á miðunum. Í mín- um huga var hann leiðtogi okkar planmanna. Bjarni var fjölgáfaður og gagn- kunnugur á þeim sviðum, þar sem hann beitti sér. Ég þekkti þessa eiginleika hans og leitaði því til hans á ráðherraárum mínum og endranær, þegar ég þurfti ráðgjöf eða upplýsingar. Athugasemdir hans voru skarpar og komu að kjarna málsins. Ávallt brást hann vel við og aldrei fór ég bónleiður til búðar. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Bjarna Þórðarsyni. Og þegar ég minnist hans kemur flensarinn upp í hugann og nóg framundan. Það var bjart yfir þeim árum. Halldór Blöndal. Þegar fréttin um andlát Bjarna Þórðarsonar barst okkur yfir haf- ið kom það okkur á óvart. Við viss- um af veikindum Bjarna en hann bar þau af karlmennsku og þegar við hittumst síðast fyrir nokkrum vikum var ekkert sem benti til að hann væri að kveðja jarðlífið. Kynni okkar af þeim hjónum Bjarna og Kristínu hófust á stúd- entagarðinum Solbakken í Kaup- mannahöfn árið 1963. Tókst með okkur traust og góð vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Bjarni og Kristín voru ekta Gaflarar og lá því ljóst fyrir að leið þeirra lægi heim í Hafnarfjörð að loknu námi Bjarna í trygginga- stærðfræði. Við komum svo tveimur árum seinna og fluttum líka í Fjörðinn og tókum upp þráð- inn og hittumst af og til. Vinátta okkar fór svo mjög vax- andi eftir seinni dvöl okkar Önnu Bjarkar í Danmörku 1979-1982. Fljótlega eftir það lágu leiðir okk- ar Bjarna saman í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og Kristínar og Önnu Bjarkar í Inner Wheel. Þá áttum við sameiginleg áhugamál um forvarnir og velferð fjölskyld- unnar. Bjarni var mjög virtur í sínum störfum og ritaði margar greinar í blöð um sérsvið sitt, lífeyrissjóði. Hann var mikill og sannur Rótarýmaður og svaraði kalli fé- laga sinna um að taka að sér stöðu umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi 2003-2004. Þar sýndi hann mikinn myndugleik og er eftirminnilegt hve félagar Bjarna í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar stóðu þétt með honum þegar hann tók við því starfi, meðan á því stóð og skilaði svo af sér á eftirminnilegu um- dæmisþingi árið 2004. Það er mikil eftirsjá að Bjarna vini okkar Þórðarsyni. Við vottum Kristínu og dætrum þeirra hjóna Þórdísi, Hildi og Valgerði og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Almar Grímsson, Anna Björk Guðbjörnsdóttir. Aðalstarfsvettvangur Bjarna Þórðarsonar var á sviði vátrygg- inga. Var það að vonum, þar sem hann var menntaður trygginga- stærðfræðingur. Við námsvalið réðst Bjarni ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur, en haft er fyrir satt, að tryggingastærð- fræði, ekki síst við Kaupmann- hafnarháskóla, hafi verið með alerfiðustu greinum. Vátryggingar eiga sér langa og merkilega sögu, þótt rekstur vá- tryggingafélaga hér á landi, ekki síst í eigu innlendra aðila, eigi sér skemmri sögu en víða erlendis. Fyrir því eru margar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Vá- tryggingastarfsemi hefur löngum stuðst við ýmsar fræðigreinar, s.s. lögfræði, læknisfræði, rekstrar- fræði og svo auðvitað stærð- og tölfræði. Innan þessara greina hafa svo í áranna rás þróast sér- greinar, s.s. tryggingastærðfræði, tryggingalæknisfræði og vátrygg- ingaréttur, sem vel má fella undir samheitið vátryggingafræði. Skemmst er frá því að segja, að Bjarni varð snemma afburðamað- ur á sviði nánast allra greina vá- tryggingafræðanna. Fengum við, sem samleið áttum með Bjarna í starfi, mjög að njóta þess. Var Bjarna gefið að geta tjáð sig skýrt Bjarni Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.