Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 23
allt of margir virðast því miður til- búnir að ráðast með óheilindum að andstæðingum sínum í þeim eina tilgangi að koma á þá höggi. Hjálmari hefði verið sómi að því að taka upp hanskann fyrir þá mætu konu Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra, þegar ómaklega var að henni vegið í stað þess að þvæla málið í aðferðafræði upp- sagnarinnar. Það virðist hafa skipt hann meira máli að oddviti meiri- hlutans fór á bak við hann heldur en ömurleg aðför að mannorði Guðrúnar. Það hlýtur að gleðja siðprútt hjarta hans að þarna voru þó sjálfstæðismenn sammála á bandi Guðrúnar, líka Gunnar Birg- isson. Hlutverk pólitískt kjörinna fulltrúa er nefnilega að verja og standa með starfsfólki sínu í stað þess að fela sig bak við það þegar syrtir í álinn. Ég ætla því að taka hér upp hanskann fyrir minn góða vin og samstarfsfélaga til margra ára, Gunnar I. Birgisson. Við eigum að þakka honum og hinum fimm sem eru ákærð í lífeyrissjóðsmálinu fyrir að þora að standa fyrir hags- muni okkar Kópavogsbúa það staðfastlega að þau létu eigin hagsmuni sitja á hakanum í þeim hildarleik sem fór fram eftir hrun- ið. Þau höfðu engan persónulegan ávinning af því en tókst að bjarga nánast öllum fjármunum sjóðsins. Hljóti þau dóm fyrir verður það einfaldlega ranglátt. Þetta er ann- að atriði þar sem umfjöllun Hjálmars verður honum ekki til sóma. Það verður fróðlegt að sjá á næstu árum þegar rykský haturs- ins sest hverjir standa upp úr í að hafa verndað hagsmuni Kópavogs og unnið af heilindum fyrir Kópa- vogsbúa. Ég gæti best trúað að nafn Gunnars I. Birgissonar verði ansi ofarlega á þeim lista þrátt fyrir rætinn siðgæðisboðskap Hjálmars og sumra annarra sem stormuðu fram á sviðið í kjölfar hrunsins. » Það var kannski ekki nema von að honum mistækist að notfæra sér „samstarfshæfi- leika“ til að halda saman „starfhæfum meiri- hluta“. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Tíska & förðun 17. febrúar gefurMorgunblaðið út sérblað tísku og förðun. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu, og fatnaði vorið 2012, auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira MEÐAL EFNIS: • Förðun. • Litir og línur vorið 2012. • Húðin, krem og meðferð. • Snyrting. • Nýjustu ilmvötnin. • Nýjustu herrailmirnir. • Neglur. • Kventíska. • Herratíska. • Fylgihlutir fyrir dömu og herra. • Skartgripir. • Tíska í förðun og hári fyrir árshátíðirnar. • Straumar og stefnur í tískunni í vor. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Þann um LifunTíska og fö rðun SÉ RB LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ekki þarf að fjölyrða um hversu hrikalegt tap lífeyrissjóðanna er. Það heyrist ekki mikið í okkur vesalingunum sem erum fórnardýrin og fáum að borga tjón- ið. Líklega af því að tal- an 480 milljarðar er svo stór að við skiljum hana ekki. Við þeir gömlu skiljum bara þegar lífeyririnn lækkar og þeir sem enn vinna taka ekki eftir því sem gerðist. En hvað með ríkið sjálft? Verður það ekki af skattgreiðslum af þessu fé sem aldrei fer út úr sjóð- unum sem lífeyrir? Eru þetta ekki ið- gjöld með skattgreiðsluskuldbinding- unni innifalinni? Ef við segjum að vinnandi menn á Íslandi séu um hundrað þúsund þá hefur hver þeirra tapað 5 milljónum af lífeyri sínum. Nema auðvitað rík- isstarfsmennirnir sem hafa allt sitt á þurru hvernig sem veltur og þeim má vera slétt sama hvort þeirra sjóður tapar hundrað milljörðum eða ekki. Enda var forstjórinn sem var í sjón- varpinu rétt áðan ekki mikið hissa á þessu. Allt þetta tap ætti þetta sér eðlilegar skýringar eins og banka- hrun og heimskreppu, sei sei já. Hann myndi bara vanda sig meira í framtíðinni. Auðvitað er enginn vandi að veðja á vitlausa hesta. Kaupa hlutabréf í fyr- irtækjum sem fara lóðbeint á haus- inn. Ef menn eiga aurana sjálfir þá þora menn kannski ekki svo glatt í stór veðmál heldur fara með löndum. En með annarra manna peninga gegnir öðru máli. Fé án hirðis getur strokið á fjall án þess að nokkur nenni að elta það nema kannski Pétur Blöndal. Launatékkinn kemur til stjórans hvort sem tapað er eða grætt. Lífeyrissjóðirnir bættu við sig 85 milljörðum í hreina eign síðasta ár. Ríkið á eftir að taka staðgreiðsluskatt af öllu þessu fé, fjörutíu milljarða eða svo. Þetta nemur öllum ríkissjóðs- hallanum í ár. Allar skuldir ríkissjóðs liggja núna í lífeyrissjóðunum í formi ógreiddra skatta. Hvernig væri að sækja þær áður en þær hugsanlega tapast? Ef að líkum lætur eiga séffarnir í sjóðunum eft- ir að tapa einhverjum milljörðum af þessum nýfengnu 85 milljörðum síðasta árs í vitlausum fjárfestingum og öðru sukki og kostnaði við þá sjálfa. En í öllu tapi líf- eyrissjóða tapast vörslu- skattar til ríkisins um leið. Fyrir slíkt athæfi fara venjulegir borgarar á Kvíabryggju. En stjór- arnir fara líklega bara í fleiri boðs- ferðir og laxveiðar og lofa að bæta sig. Gersamlega ábyrgðarlausir og enginn sjóðfélagi getur sagt svo mikið sem svei þér hvað þá annað. Af hverju mega launþegar ekki velja um það hvort þeir vilji leggja þær lífeyrisgreiðslur sem þeir og vinnuveitandinn greiða inn á séreign- arreikning í Seðlabankanum á föstum vöxtum fremur en að láta lífeyris- sjóðafurstana braska með féð með framangreindum árangri? Hvers vegna tekur ekki ríkið strax til sín sinn hluta sem það á í skatt- greiðslum af lífeyrisútgreiðslum? Hvers vegna er ríkissjóður að taka þessa áhættu af því að stjórarnir sem enginn kaus bara tapi peningunum eins og þessum 480 milljörðum sem þeir eru nú búnir að tapa? Hafa þeir boðist til að skila skattinum til ríkis og sveitarfélaga af þessum peningum, svona 200 miljörðum? Til hvers þarf launþeginn að vera upp á þessa menn kominn? Treystir hann þeim fyrir horn? Vill hann ekki fá að velja þær leiðir sem hann kann að telja öruggari? Finnst opinberum aðilum allt í lagi að ígildi vörsluskatta sé vangreitt með þessum hætti? Það er greinilega ekki sama Jón vörsluskattsskuldari á Kvíabryggju og séra Jón. Jón á Kvíabryggju og séra Jón Eftir Halldór Jónsson Halldór Jónsson »En í öllu tapi lífeyr- issjóða tapast vörslu- skattar til ríkisins um leið. Fyrir slíkt athæfi fara venjulegir borgarar á Kvíabryggju. Höfundur er verkfræðingur. Starfshætti Tryggingastofn- unar verður að rannsaka með sama hætti og líf- eyrissjóðina og hrun bankana. Ef eldri borgari á ævisparnað til að njóta elliáranna er honum „lög- lega stolið“, reglu- lega berast inn um lúguna bréf: Því miður verðum við að skerða lífeyri yð- ar vegna „greiðsluerfiðleika“. „Því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna fjármagnstekna yð- ar.“ Engu er eirt, hinir látnu fá bréf í veikri von um svar að handan; ríkis- valdið munar ekki um að brjóta á eldri borgurum þótt lífeyrir þeirra sé var- inn réttur í stjórnarskrá. Rannsaka verður starfsemi Trygg- ingastofnunar og þau lög sem halda utan um starfsemina, lífeyrisþegum/ þjóðinni gerð grein fyrir mistökum og röngum vinnubrögðum; starfsháttum breytt, nýtt fólk ráðið. Félagsleg gildi er þróuðust á síð- ustu öld eru á undanhaldi í samfélag- inu; réttindi þeirra er minna mega sín, sjúkir, aldraðir og fatlaðir bera sífellt minna úr býtum. Þótt hér sé við völd svokölluð „félagshyggjustjórn“ hafa kjör umræddra hópa hríðversn- að en ekki eingöngu vegna efnahags- hrunsins heldur hefur ríkisstjórnin beinlínis rifið niður það sem áunnist hefur. Grunnlífeyrir eldri borgara var af- numinn án nokkurs samráðs við þá; gjörningur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig- urðardóttur rak smiðshöggið á stjórn- arskrárvarin réttindi lífeyrisþega. Draga þarf lærdóm af því sem gerðist; annars er félagsleg velferð komandi kynslóða fyrir borð borin um alla framtíð. SIGRÍÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR, BA-guðfræði/djákni. Tryggingastofnun verði rannsökuð Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur Sigríður Laufey Einarsdóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.