Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingskosningu til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara og hins vegar listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar. Til að listi sem borinn er fram gegn lista Uppstillingar- nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 16. febrúar 2012. Framboðum og framboðslistum skal skila á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR, www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð bæði til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 2. febrúar 2012 Kjörstjórn VR Hefur þú áhuga á að starfa í forystuVR? Morgunblaðið/hag Í Vogum Sambúð nemenda af ólíkum uppruna gengur vel í Vogum. Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru- Vogaskóla, segir vel hafa gengið að aðlaga nemendur sem eru af erlend- um uppruna að skólastarfinu. „Við reynum eftir fremsta megni að sinna þessum nemendum. Öll eru þau talandi á íslensku og við skiljum þau yfirleitt vel. Stundum skortir þó hugtök og það leynir sér ekki. Við erum með kennara sem er með þau fyrstu fjögur árin og þjálfar þau sér- staklega í lestri og hugtakaskilningi. Annar kennari tekur svo við þeim á mið- og unglingastigi. Þetta átak eykur ekki heildarfjölda tíma þeirra í skólanum vegna þess að þau fara stundum úr tíma til þess að skerpa á íslenskunni. Við gætum okkar á því að hafa þetta ekki of oft í viku.“ Samskiptin ganga vel – En hvernig gengur þessum nemendum í skólanum? „Ég myndi segja að þetta gangi mjög vel. Samskiptin við nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir eru með ágætum. Á foreldrafundum bókum við túlka fyrirfram enda er ekki gott að láta börnin túlka fyrir foreldra sína. Þetta eru ósköp fín og venjuleg börn. Við reynum að passa að þau fái aukakennslu í íslensku og svo má ekki sleppa þeim of snemma. Sú hefur kannski verið hættan,“ seg- ir Svava og bætir við að nemendur sem hafa annað móðurmál en ís- lensku þurfi stuðning upp í 10. bekk. „Sumir nemendur eru vel talandi en eiga engu að síður í erfiðleikum með ýmis hugtök. Það þarf helst að þjálfa þau í ís- lensku út 10. bekkinn. Ég myndi ekki halda að þau væru full- fleyg eftir það. Tveir tímar á viku duga ekki ef það er ekki töluð íslenska heima hjá þeim. Mörg hver eiga íslenska vini og það hjálpar auðvitað til.“ Ekki vör við fordóma – Hvað með fordóma gegn nem- endum af erlendum uppruna? „Ég hef ekki orðið vör við neina fordóma eða leiðindi frá íslenskum nemendum. Við tökum á allskonar agavandamálum og öðrum vanda- málum, eins og gengur í íslenskum grunnskólum en ég verð ekki vör við meira álag hjá starfsmönnum vegna nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku. Mér finnst kennslan satt að segja ganga glimrandi vel. Við þurfum að gæta okkar á því að sleppa þeim ekki of snemma heldur fylgja þeim alla leið. Innan um er að finna nemendur sem ég er sannfærð um að fari áfram í framhaldsskóla og í mikið nám síðar á lífsleiðinni.“ Fái stuðning alveg upp í 10. bekkinn  Lítið um menningarárekstra í Vogum Svava Bogadóttir Hera Einarsdóttir, forstöðumaður stoðdeildar fjölskyldu- og félags- þjónustu Reykjanesbæjar, hefur sinnt fjölmenningarmálum og þekkir því til aðlögunar nemenda af erlendum uppruna. „Mér finnst sambúð nemenda af erlendum uppruna og nemenda af íslenskum uppruna ganga afar vel. Við erum að kanna viðhorf til inn- flytjenda sem og líðan innflytjenda á unglingastigi grunnskólans. Þær kannanir sýna að fordómar í garð innflytjenda hjá unga fólkinu hafa ekki aukist þrátt fyrir hrunið og erfitt atvinnuástand.“ – Kemur þetta á óvart? „Já. Ég viðurkenni að hafa búist við að erfitt ástand í atvinnulífi kallaði fram neikvæðari viðhorf.“ Eineltið ekki meira – Hvað með einelti? „Nei. Ég get ekki séð að það sé al- gengara þegar nemendur af erlend- um uppruna eiga í hlut en aðrir. Ég verð ekki vör við það.“ – Og hvernig gengur nemendum sem eiga annað móðurmál en ís- lensku í grunnskólunum? „Það er allur gangur á því eins og hjá öðrum. Í þessum hópi eru nem- endur sem skara fram úr. Reynslan sýnir að það skiptir miklu máli hvernig tekið er á móti þessum nemendum við upphaf skóla- göngu. Það þarf að gera þá að virkum þátttak- endum í skóla- starfinu frá upphafi.“ – Hvernig eru þeir búnir undir framhaldsskólann? „Ég held að þeir séu alveg ágæt- lega undirbúnir, þ.e. þeir sem fara í framhaldsskóla. Við vitum að hlut- fall þeirra sem fara í framhaldsnám er líklega lægra en hjá íslenskum nemendum. Það er töluvert brott- fall í framhaldsskólum eftir fyrsta árið. Viðhorf til menntunar kann að vera hluti af skýringunni. Við vitum að þátttaka í heimilishaldi og mikil- vægi þess að fara á vinnumark- aðinn snemma skipar ríkan sess í menningu sumra þjóða, líkt og hjá Íslendingum áður fyrr. Hvað fram- tíðina snertir er ég sannfærð um að þetta horfi til betri vegar. Skóla- kerfið er alltaf að verða betur í stakk búið til að liðsinna nem- endum af erlendum uppruna. Við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir Hera Ósk. Hrunið ýtti ekki undir andúð NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR KOMA Á ÓVART Hera Ósk Einarsdóttir Frekar verður fjallað um fjölgun grunn- skólanemenda af erlendum uppruna um land allt í Morgunblaðinu á morgun. Á morgun Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lán til heimilanna höfðu verið færð niður um 196,4 milljarða frá stofnun nýju bankanna og til síðustu ára- móta. Sé litið til síðustu þriggja mán- aða ársins í fyrra nam niðurfærsla lána um 9,4 milljörðum í október, 11,5 milljörðum í nóvember og 2,9 milljörðum í desember. Fasteignalán voru færð niður um 12 milljarða króna síðustu þrjá mán- uði ársins 2011 vegna 110% leiðar- innar, um 11,6 milljarða vegna end- urútreiknings lána og tæplega 200 milljónir króna vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Þessar tölur byggjast á upplýsing- um sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) öfluðu sér hjá aðildarfélögum sínum og hjá Íbúðalánasjóði. Tölur frá lífeyrissjóðum miðuðust við lok september 2011. Um síðustu áramót var búið að af- greiða tæplega 15.589 umsóknir af 16.475 umsóknum sem bárust vegna 110% leiðarinnar. Þá var vinnu ólok- ið við 886 umsóknir og því nokkuð ljóst að senn sér fyrir endann á út- reikningum vegna þessa úrræðis. Niðurfærsla samkvæmt 110% leið- inni er því komin í rúmlega 43,6 milljarða frá ársbyrjun 2009. Ljóst er að þessi tala á eftir að hækka eitt- hvað. Um áramót var búið að afgreiða 903 umsóknir af 1.329 sem bárust um sértæka skuldaaðlögun. Niðurfærsla vegna þessa úrræðis nam rúmum 6,2 milljörðum í lok ársins. Fjármálafyrirtækin höfðu lokið endurútreikningi rúmlega 70.000 gengistryggðra lána um áramót. Þar af voru rúmlega 13.000 fasteignalán og um 57.000 bílalán. Niðurfærsla vegna þessara fasteignalána nam um 108 milljörðum og bílalána um 38,5 milljörðum. Niðurfærslur lána heimil- anna upp á 196,4 milljarða Morgunblaðið/Golli Lækkun Skuldir heimilanna voru færðar niður um 196 milljarða. Skuldaaðlögun heimila Staða miðað við lok desember 2011 Umsóknir Samþykktar Hafnað Í vinnslu Niðurfærsla m.kr. 110% leið samtals 16.475 11.737 3.852 886 43.666 Sértæk skuldaaðlögun 1.329 824 79 406 6.213 Fjöldi lána Lokið Í vinnslu Heimili Niðurfærsla m.kr. Endurútreikningur gengistryggðra lána Íbúðalán 13.366 12.846 280 7.778 108.050 Bílalán 57.280 57.219 61 41.801 38.500 Fjöldi mála Samþykktar Hafnað Í vinnslu Í m.kr. Alls 88.450 82.626 3.931 1.633 196.429 Fjöldi lána Fjöldi heimila Fjöldi lána Fjöldi heimila Eftirst.lána lok árs 2011 m.kr. Lán í frystingu 7.585 4.674 3.056 2.003 33.139 Heimild: www.sff.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.